Fréttablaðið - 14.11.2020, Blaðsíða 78
Það er tími til kominn á lokkandi kökuilm og vott af jólastemningu í húsið.
Sléttir fjörutíu dagar eru til jóla og tilvalið að skella í fyrstu smákökuuppskriftina
um helgina. Um 20 kökur fást úr
þessari uppskrift.
115 g smjör
100 g sykur
50 g púðursykur
1 tsk. vanilludropar
1 egg
220 g hveiti
1 tsk. matarsódi
½ tsk. gróft salt
300 g dökkt súkkulaði
Bræðið smjör og látið kólna aðeins.
Blandið saman við sykur og
púðursykur og hrærið þar til létt
og ljóst. Bætið við eggi og vanillu-
dropum og hrærið saman. Setjið
hveiti, matarsóda og salt saman
við deigið smátt og smátt í einu og
hrærið stutt á milli til að forðast
að deigið verði seigt, en alveg þar
til myndast hefur deigkúla sem
sleppir skálinni. Skerið súkkulaðið
gróflega og blandið því saman við
deigið, jafnvel með höndunum.
Mótið jafnstórar kúlur úr deiginu
og raðið með jöfnu millibili á bök-
unarplötur. Bakið við 180°C í um
tíu mínútur eða þar til kökurnar
hafa náð gylltum lit og lyft sér vel.
Kökurnar eiga að vera linar þegar
þær koma úr ofninum. Látið þær
kólna áður en teknar af plötunum.
Heimild: gottimatinn.is
Jólalegar og mjúkar súkkulaðibitakökur
Næsta vika byrjar vel því dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur
á mánudaginn, 14. nóvember,
fæðingardegi Jónasar Hallgríms-
sonar.
Tilgangurinn með þessum degi
er að beina athygli fólks að stöðu
tungunnar, gildi hennar fyrir
þjóðarvitund og alla menningu.
Verðlaun Jónasar Hallgríms-
sonar verða veitt, sem og sérstakar
viðurkenningar fyrir störf í þágu
íslenskunnar. Dagurinn er opinber
fánadagur og um að gera að draga
íslenska fánann að húni í þessu
tilefni.
Á mánudaginn er líka alþjóða-
dagur umburðarlyndis, þar sem
áhersla er lögð á hvern og einn
íbúa landsins og rétt hans, óháð
bakgrunni. Deginum hefur verið
fagnað á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna síðan 1995 að frum-
kvæði Menningarmálastofnunar
UNESCO. Tilvalið er að slá tvær
flugur í einu höggi á mánudaginn
og safna fallegum orðum sem
snúast til dæmis um jákvæðni,
þakklæti og umburðarlyndi.
Gætum tungunnar
Dagur íslenskr-
ar tungu er á
mánudaginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Nú er líka tími til að njóta kósí stunda yfir jólamyndum heima. Netflix býr til sínar
eigin jólamyndir og sýnir líka
gamlar og góðar sem hæfa jóla-
börnum á öllum aldri.
Hér er listi yfir jólamyndir sem
þegar eru komnar í sýningu og á
leiðinni á skjáinn til jóla.
1. Holidate, fyrsta nýja jólamynd
Netflix fyrir jólin 2020.
2. Klaus, dásamleg teiknimynd.
3. The Knight before Christmas,
rómantískur riddari á ferð
4. Holiday Rush, fjölskyldumynd
um hin sönnu gildi jólanna.
5. Holiday in the Wild, rómantík
með Rob Lowe og Kristin Davis.
6. Dr. Seuss’ The Grinch, teikni-
mynd af sígildri jólasögu.
7. The Holiday Calendar, rómantík
og tilfinningaflóð.
8. Þrílógían A Christmas Prince,
með tvær framhaldsmyndir
með sama forliðnum: The Royal
Wedding og The Royal Baby.
9. The Princess Switch, hlutverka-
skipti „Hallmark style“.
10. The Christmas Chronicles,
dásamlega falleg og spenn-
andi jólasaga með Kurt Russel.
11. How the Grinch Stole Christ-
mas, sígild jólamynd með Jim
Carrey í aðalhlutverk.
12. A Very Murray Christmas,
jólagamansöngleikur með Bill
Murray og frægum gestum.
12 góðar Netflix jólamyndir
SIR ARNAR GAUTI
L Í F S T Í L S Þ Á T T U R
SIR ARNAR GAUTI
Lifandi og skemmtilegur lífsstílsþáttur
með Arnari Gauta á Hringbraut,
á fimmtudögum kl. 21:30.
ALLA FIMMTUDAGA
KL. 21:30
LÍFSSTÍLSÞÁTTUR
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R