Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Side 19

Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Side 19
Magnús Óskarsson Bændaskólanum á Hvanneyri 311 Borgarnes Búfjáráburður - sögulegt yfirlit - Notkun búfjáráburðar á íslandi fyrr á öldum. Frá ómunatíð hefur saur og þvag manna og dýra, aska og ýmis lífræn efni, svo sem matarúrgangur, fiskslóg og bein verið notuð sem áburður. Við sjávarsíð- una var þang og þari víða notaður sem áburður. Frá upphafi byggðar á íslandi var mest af þeim búfjáráburði sem til féll borinn á tún. Ef það hefði ekki verið gert hlytu að finnast mykjuhaugar við bæi firá fyrstu öldum byggðar. í Njáls sögu er sagt að skarni hafi verið ekið á hóla, enda voru kamrar þá algengir. (Jón Jóhannesson, 1956) Fram á þessa öld hafa vinnubrögð við búfjáráburð verið svipuð. Tækni við notkun áburðarins einkenndist mikið af því að vagnar voru ekki til. Mykja var borinn upp í hauga, en sauðfé gekk á taði. Áburðinum var dreift á haustin. Áburðurinn var fluttur út á túnið í taðkláfum (laupum). Meðalmannsverk var talið vera að bera 100 hesta á völl á dag. (Jónas Jónsson, 1934). Torfi Bjarnason (1884) skrifaði um áburðarmagn: "Ég tel 50 - 60 taðhesta (á dagsláttu) meðaláburð og 70 - 80 mikinn áburð. Rétt er að bera 45 - 60 tunnur af þynntum legi (þvagi + áburðarlegi) á dagsláttu, en 15 - 20 tunnur af óblönduðum." Snemma á vorin, þegar frost var komið úr áburðinum, hófst vallarávinnsla. Menn muldu áburðinn með því að berja hann með klárum og dreifðu honum síðan um túnið. Sumir miklir búmenn iétu nú áburðinn með höndum niður í þúfnakolla (Jónas Jónsson, 1934). Árið 1880 fékk Gísli Sigmundsson frá Ljótsstöðum í Skagafirði verðlaun fyrir smíði á taðkvörn. Þó að taðkvarnir væru nokkuð dýrar, miðaö við efnahag manna urðu þær almennt hjálpartæki við nýtingu áburðarins og gerðu leiðinlega vinnu léttari. Árni G. Eylands (1950) segir um taðkvamir: " Um aldarfjórðung og jafnvel lengur eru þær eina tækið, sem notað er við bústörf utan húss ..., að telja má til búvéla." Menn fóru snemma að slóðadraga tún, að minnsta kosti er talað um slóðahrís í Grágás og Jónsbók. Um síðustu aldamót voru flutt inn útlend ávirinsluherfi en árið 1909 smíðaði Stefán B. Jónsson, Reykjum í Mosfellssveit fyrsta gaddavírsherfið (Árni G. Eylands, 1950). 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.