Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Síða 19
Magnús Óskarsson
Bændaskólanum á Hvanneyri
311 Borgarnes
Búfjáráburður
- sögulegt yfirlit -
Notkun búfjáráburðar á íslandi fyrr á öldum.
Frá ómunatíð hefur saur og þvag manna og dýra, aska og ýmis lífræn efni,
svo sem matarúrgangur, fiskslóg og bein verið notuð sem áburður. Við sjávarsíð-
una var þang og þari víða notaður sem áburður. Frá upphafi byggðar á íslandi var
mest af þeim búfjáráburði sem til féll borinn á tún. Ef það hefði ekki verið gert
hlytu að finnast mykjuhaugar við bæi firá fyrstu öldum byggðar. í Njáls sögu er
sagt að skarni hafi verið ekið á hóla, enda voru kamrar þá algengir. (Jón
Jóhannesson, 1956)
Fram á þessa öld hafa vinnubrögð við búfjáráburð verið svipuð. Tækni við
notkun áburðarins einkenndist mikið af því að vagnar voru ekki til. Mykja var
borinn upp í hauga, en sauðfé gekk á taði. Áburðinum var dreift á haustin.
Áburðurinn var fluttur út á túnið í taðkláfum (laupum). Meðalmannsverk var talið
vera að bera 100 hesta á völl á dag. (Jónas Jónsson, 1934). Torfi Bjarnason
(1884) skrifaði um áburðarmagn: "Ég tel 50 - 60 taðhesta (á dagsláttu) meðaláburð
og 70 - 80 mikinn áburð. Rétt er að bera 45 - 60 tunnur af þynntum legi (þvagi
+ áburðarlegi) á dagsláttu, en 15 - 20 tunnur af óblönduðum."
Snemma á vorin, þegar frost var komið úr áburðinum, hófst vallarávinnsla.
Menn muldu áburðinn með því að berja hann með klárum og dreifðu honum
síðan um túnið. Sumir miklir búmenn iétu nú áburðinn með höndum niður í
þúfnakolla (Jónas Jónsson, 1934).
Árið 1880 fékk Gísli Sigmundsson frá Ljótsstöðum í Skagafirði verðlaun fyrir
smíði á taðkvörn. Þó að taðkvarnir væru nokkuð dýrar, miðaö við efnahag manna
urðu þær almennt hjálpartæki við nýtingu áburðarins og gerðu leiðinlega vinnu
léttari. Árni G. Eylands (1950) segir um taðkvamir: " Um aldarfjórðung og jafnvel
lengur eru þær eina tækið, sem notað er við bústörf utan húss ..., að telja má til
búvéla." Menn fóru snemma að slóðadraga tún, að minnsta kosti er talað um
slóðahrís í Grágás og Jónsbók. Um síðustu aldamót voru flutt inn útlend
ávirinsluherfi en árið 1909 smíðaði Stefán B. Jónsson, Reykjum í Mosfellssveit
fyrsta gaddavírsherfið (Árni G. Eylands, 1950).
13