Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Síða 26

Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Síða 26
(1989) er fjallað um mælingar Orkustofnunar á köfnunarefnismagni í Grímsá 1973 - 1974. Þar kemur í Ijós að útskolunin er lítil, enda voru tún í Lundareykjadal á þessum tíma aðeins um 1,3 % af öllu vatnasvæðinu. Þetta skýrir líklega áhyggjuleysi íslendinga af mengun af völdum áburðar. Þó væri ekki úr vegi að hafa aðgát á ýmsum stöðum. Framtíð f Ijósi sögunnar. Eftir að bændur fengu ódýran tilbúinn áburð litu margir á búfjáráburð sem óþægilegan úrgang sem yrði að losna við á auðveldan hátt. Sögur gengu um að menn notuðu læki til að skola áburði úr haughúsum niður á tún og þaðan út í læki og ár. Hafi þetta einhvern tímann verið gert er ótrúlegt að svo sé enn. Hugsanlega dregur umræða um mengunarmál úr hættu á slíku. Flestir telji að hætta á mengun af vöidum áburðar sé lítil hér á landi, samt verður það trúlega eitt af verkefnum rannsóknarstarfseminnar á næstunni að rannsaka áhrif áburðar á umhverfið. Áreiðanlega er algengt að bændur vanmeta áburðargildi búfjáráburðar. Mönnum er vorkunn, því aö örðugt er að gera sér grein fyrir efnamagni og nýtingu næringarefna í áburði. Líklega finna flestir sem gera áburðaráætlun sárt fyrir því hve miklar eyður eru í þekkingu okkar hér á landi á nokkrum grund- vallaratriðum um búfjáráburð, eins og t.d. hvert er áburðarmagn eftir grip og hvert efnamagnið er. Þetta leiðir hugann að því að líklega erum við að dragast aftur úr nálægum þjóðum í gerð áburðaráætlana. Við notum tölvur aðeins sem reiknivél til að reikna út áburðarskammta eftir fáum gefnum forsendum. Aðrir hafa komið sér upp gagnagrunni um ýmsar forsendur áburðarnotkunar, sem notaður er við gerð áætlanna. Það er e.t.v. huggun harmi gegn að áburðaráætl- anir fyrir tún eru venjulega ekki flóknar. Á síðustu áratugum hafa dráttarvélar bænda og verkfæri þeim tengd stöðugt þyngjast. Flestir óttast að þetta hafi slæm áhrif á tún. Þetta veldur áhyggjum og er eitt af þeim atriðum sem nauðsynlegt er að rannsóknarstarfsemin reyni að taka á verkefnaskrá sína. Þekking á verkunum og nýtingu áburðar er fram komin vegna vinnu vísindamanna. Án þeirrar þekkingar væri minna af matvælum í heiminum og þau væru dýrari. En það verður stöðugt að afla nýrrar þekkingar, m.a. vegna þess að aðstæður eru alltaf að breytast, það sýnir sagan. Landbúnaðarrannsóknir hér á landi eru að dragast saman vegna fjárskorts. Flestum sem til þekkja er það áhyggjuefni hvernig íslenskum landbúnaði vegni í samkeppni við útlendan, ef við vanrækjum þær. 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.