Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Side 38
Frávik frá meðaltali sýna að nokkur vandkvæði eru á því að nota
meðaltölin við áburðarleiðbeiningar (7. tafla). Til viðbótar við umtalsverð frávik
frá meðaltali kemur mismunandi nýting eftir aðstæðum við geymslu og dreifingu.
Meðan ekki er unnt að mæla efnamagn í búfjáráburði rétt iyrir dreifingu er annar
kostur þó ekki betri en að styðjast við meðaltöl eða jafnvel tölur í lægri kantinum
eins og gert hefur verið fyrir nítur, sjá töflu 2. Sá kostur að reikna ekki með
áburðarefnum í búfjáráburði leiðir einungis til óþarfa áburðargjafar og sóunar á
verðmætum.
Samanburður á leiðbeiningu í Handbók bænda og mælingum í sauðataði
sýnir að nítur er varlega metið í leiðbeiningunni, fosfór hins vegar ríflega og kalí
nálægt meðaltali (3. tafla).
8. tafla. Samanburður á efhamagni í mismunandi taði, Ríkharð Brynjólfsson (1978).
Gerð taðs Þurrefni N P K
Tað 30,9 1,11 0,10 0,84
Grindatað 25,3 1,04 0,09 0,73
F 46,7 *** 2,2 < 1 3,8
Beitartað 31,0 1,07 0,11 0,51
Gjafatað 28,5 1,09 0,09 0,79
F 2,5 <1 2,3 18,3
Þurrefni var meira í taði (skán) en grindataði. Lítill munur var á N, P eða
K í grindataði og taði og ekki var munurinn marktækur. Þurrefni var meira í taði
(31 %) en í grindataði (25 %) og efnamagn (N,P og K) því meira í taði eins og
vænta má að öðru jöfnu. Það er að segja sé efnatap ekki meira úr taði en
grindataði.
Mun á N í taði mátti rekja til mismunandi fóðrunar. Kalí var meira í
gjafataði en í beitartaði.
Efnamagn í kúamykju
Magn N,P og K var svipað í kúamykju hér á landi 1940-42 (2. tafla) og í
tilraununum í Askov 1942-1947 (9. tafla), en mykjumagnið talsvert meira í dönsku
tilraununum enda dönsku kýmar talsvert stærri.
32