Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Page 40
Bórmagn í kúasaur var þó að meðaltali aðeins 73 (frá 58-98) g af bór í 20
íonnum af kúasaur og 86 (frá 33-130) g í 20 tonnum af þvagi frá 12 stöðum í
Danmörku, Steenbjerg 1965.
Koparmagn í búfjáráburði skiptir miklu máli fyrir kopamæringu gróðurs,
með 50 tonnum af fljótandi kúamykju eru borin á 225 g af Cu og er það talið
vera nægilegt fyrir gróður, Dam Koefod (1977).
11. tafla. Magnímn í búfjáráburfti. Scharrer og Priin (1955-56).
% magm'um (Mg)
Minnst Mest Meðaltal
Saur 0,03 0,25 0,10
Þvag 0,004 0,032 0,017
Mykja (35 kg saur og 10 kg þvag) 0,08
Níturlosun og níturtap úr búfjáráburði
Form efna í búfiáráburði
í ferskum búfjáráburði er yfirleitt um 40 til 60% af heildar N í efnum eins
og þvagefni, þvagsýru, sem auðveldlega hvarfast og brotna niður í vatni eða
sundrast í ammóníumsambönd, Bouldin o.fl. (1984).
Við þurrkun sauðataðs við 70 °C hefur mælst tap sem svarar 34 % af
heildar N, við eimingu með vatni tapaðist 22% og amíð-N sem tapast við suðu
með lút reyndist 28% af heildar-N (Friðrik Pálmason 1978).
Þetta bendir til þess að um það bil þriðjungur af N í sauðataðinu hafi verið
í formi ammóníumsambanda og sem amíð-N. Þessi þriðjungur er auðnýttur, nýtist
vafalítið jafnvel og N í fljótvirkum tilbúnum áburði.
Amíð-N ummyndast auðveldlega í ammóníum og í sæmilega loftuðum
jarðvegi í nítrat. Jafnframt getur því þessi þriðjungur tapast með ýmsu móti, við
afrennsli, útskolun niður í gegnum jarðveg og í blautum jarðvegi við tap í formi
níturoxíða. Nýtingin er því háð aðstæðum, en það á einnig við tilbúinn áburð.
Erlendis hefur verið talið að 25-30% af sauðataði sé þvag (Guðmundur
Jónsson 1942). Samkvæmt norskum mælingum var hlutfall N í saurhluta sauðataðs
ins 0,53%, í þvaginu var 1,35% og í sauðataði sem sem heild 0,78%. Þetta svarar
til þess að 30 % af sauðataðinu sé þvag og 47% af N í taðinu sé úr þvagi.
í rannsókn á ammoníaktapi við geijun úr yfirbreiddum mykjuhaug í Askov
mældist tapið 34% úr efstu 55-65 cm en nokkru minna eða 21% úr neðsta lagi
niður í 125-150 cm dýpt. (tilvitnun hjá Steenbjerg, 1950).
í Handbók bænda er miðað að 40-60% af N í sauðataði nýtist jafnvel og
34