Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Síða 45
Áhrif dreifingartíma á nýtingu búfjáráburðar á tún eru allt önnur en lýst er
hér að framan fyrir akuryrkju. Mun minni hætta er á tapi vegna útskolunar við
dreifingu á gróið land en þegar dreift er á eða í opiö land, einkum ef dreift er
meðan jörð er þíð.
í tilraunum í Gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands á Akureyri reyndist
hagkvæmast að bera mykju, haug (fasta hluta áburðarins) og þvag á að hausti til
áður en jörð frýs, Olafur Jónsson (1950).
í tilraununum á Sámstöðum reyndist miðsvetrardreifing að meðaltali lítið
eitt betri en haust eða vordreifing, en við nánari skoðun á niðurstöðum fyrir
einstök ár eru niðurstöðurnar á Norðurlandi og Suðurlandi sambærilegar, mestu
máli skiptir að jörö sé þíð þegar borið er á, en einnig getur vordreifing reynst illa
í köldum og þurrum vorum. Þetta kemur, hvað best fram í lýsingu Klemensar
Kristjánssonar (1953) á niðurstöðum:
Lítill munur hefur orðið á dreifingartímum. Fer þetta þó nokkuð eftir
veðurfari, hvenær best er að bera á. í köldum og þurrum vorum eins og
1941,1943,1946 og 1949 verður haust og miðsvetrardreifing best, en ef
útmánuðir eru með þlðuköflum og vel vorar verður miðsvetrardreifing
og vordreifing besti áburðartírninn. Haustdreifing hefur þann kost, að
þá verður ávinnslan auðveldust og þar grænkar fyrr á vorin en við síðari
áburðartíma. Munurinn á haust og vordreifingu er enginn, þegar á
meðaltalið er litið. Mér virðist í heild uppskerumunurinn það lítill að
tæplega sé hægt að mæla með neinum ákveðnum áburðartíma vegna
þess að notagildi áburðarins er svo mjög háð veðráttu og því hvernig
ávinnslan heppnast. Hins vegar gefur miðsvetrardreifingin um 7% meiri
uppskeru að meðaltali þetta árabil og má því œtla að fremur beri að
mæla með henni, þegar hœgt er að koma áburðinum á auða og
eitthvað þíða jörð."
Tilraun gerð á Sámsstöðum með svokallaðan útþvott mykju eða þynningu
hennar með vatni fyrir dreifingu er athyglisverð og má af henni ráða að fljótandi
mykja nýtist betur en óþynnt. Það er í samræmi við það, að talið er að 15% af
N í fljótandi mykju, sem inniheldur mikið af ólífrænu N, sé nýtanlegt á fyrsta ári,
en aðeins 45 % úr mykju sem hefur þomað í haug úti við, Bouldin o.fl. (1984, bls.
234).
Klemenz Kristjánsson (1953) bendir á að nær sama uppskera fáist fyrir
helmingi minni mykju, sem þynnt er með vatni en óþynnta.
39