Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Qupperneq 66
Góð meðferð búfjáráburðar:
Samkvæmt útreikningunum hér að ofan er ágóðin við góða meðferð umfram
lélega meðferð á áburðinum kr. 34.549 á kúabúinu en kr. 34.540 á sauðfjárbúinu.
Eins og áður hefur komið fram liggur góða meðferðin í dreifingartímanum og
þéttleika geymslunnar. Til þess að ná þessari nýttingu þarf því nægt rými fýrir árs
framleiðslu og geymslunar þurfa að vera loftþéttar. En stendur ágóðin undir
þessari fjárfestingu?
Stofnlánadeild lánar allt að 25% af stofnkostnaði haughúss og 10% af
stofnkostnaði fjárhúskjallara á 2% vöxtum. Restina er hægt að fjármagna hvort
heldur með eigin fé eða lánsfé. Af sömu ástæðum og í dæminu um sturtuvagnin
er gert ráð 8% ávöxtunarkröfu á eigið fé og 8% vöxtum af lánsfé. Því verður ekki
gerður greinarmunur á hvor fjármögnunar leiðin verður valin. Vegnir reiknivextir
eru því 6,5% (2% x 0,25 + 8% x 0,75) í dæmi um haughús, en 7,4% (2% x 0,1
+ 8% x 0,9) í dæmu um fjárhúskjallara. Líftími fjárfestingarinnar er áætlaður 35
ár (RHL).
Haughús
Ágóðin stendur undir allt að 472.870 kr fjárfestingu.
34.549 x l-( 1+0,065)JJ/0,065 = 472.870
Matsverð Stofnlánadeildar á hvern rúmmetra í haughúsi er kr. 3.960 árið
1991 miðað við byggingavísitölu 185,9. Enfremur fæst 1.116,28 kr. styrkur á hvern
rúmmetra allt upp að 700mf.
Raunkostnaðurinn er því 3.960 - 1.116,28 = 2.843,72 kr. Ágóði 35 ára færður
til núvirðis dugir því fyrir rúmlega 166 mJ (472.870/2843,72) að því gefnu að
heildarrýmið sé ekki komið yfir 700mJ. Samkvæmt viðmiðunartölum í handbók
bænda ættu 600mJ geymsla að taka ríflega ársframleiðslu grundvallarbúsins.
Fiárhúskjallari
Ágóðin stendur undir allt að 428.391 kr. fjárfestingu.
34.540 x 1-(1+0,74)JV0,074 = 428.391
Matsverð Stoflánadeildar árið 1991 miðað við byggingavísitölu 185,9 á
vélfærum áburðarkjallara er kr. 8.410 m2 eða u.þ.b. 2.805 kr reiknað í mf.
Ennfremur fæst 1.116,28 kr. styrkur á hvern rúmmetra allt upp að 700mJ.
60