Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Page 104
Umfjöllun um íslenskar tilraunir með þjöppun jarðvegs
Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar á tilraunastöðvunum með áhrif þjöppunar
á jarðveg og uppskeru. Ekki hefur þó verið skrifað um tilraunir þessar nema þær
sem gerðar voru á Hvanneyri. Hér á eftir verður í örstuttu máli greint frá helstu
niðurstöðum tilraunanna. í greininni "Áhrif dráttaivélaumferðar á jarðveg og
gróður" greina þeir Óttar Geirsson og Magnús Óskarsson ( 1979) frá niðurstöðum
tilraunanna á Hvanneyri, sem gerðar voru á árunum 1964-1975. Tilraunirnar voru
gerðar á framræstri mýri og meginhluti hvers tilraunareits lenti tvisvar undir
hjólum dráttarvélar. Til samanburöar voru reitir án umferðar nema hvað slegið
var með s.k. "Agriu".
Meginniðurstöðumar voru sem hér segir:
* Meðaluppskerurýrnun vegna umferðar var 16%.
* Uppskerurýrnun var minnst fyrstu árin en fór vaxandi.
* Uppskeurrýrnun var meiri ef ekki var borið á köfnunarefni.
* Gróðurfar breyttist við umferð og í umferðarreitina komu
votlendisjurtir og mosi.
* Við umferð að vori kom fram að því rakari sem jarðvegurinn var við
umferð því meiri varð uppskerurýrnunin það sumar.
* Meira vatn reyndist vera í sýnum þar sem umferðin (þjöppunin) var.
* Magn næringarefna reyndist svipað í uppskeru hvort sem um var að
ræða umferð eða ekki, nema á köfnunarefni, þar var upptakan meiri
í umferðarlausu reitunum.
* íblöndun kalks og sements virtist ekki hafa áhrif á skaðsemi umferðar.
í niöurstöðum þessum koma óhagstæð áhrif þjöppunar mjög greinilega fram,
sem fróðlegt væri að leggja undir hagfræðilegt mat, þó að slíkt verði ekki gert hér.
Á árunum 1969 og 1975 hófust tilraunir á Akureyri, Skriðuklaustri,
Sámsstöðum og Reykhólum meö áhrif þjöppunar á jarðveg og uppskeru. Eins og
fyrr segir hefur ekki enn verið skrifað um þessar tilraunir og þar sem frumgögn
voru ekki tiltæk verður hér vitnað í jarðræktarskýrslur Rala varðandi uppskeru úr
tilraunum þessum. Tilraunir fengu tilraunanúmerið 238-69 á öllum stöðvunum
nema á Reykhólum, þar hófst tilraunin seinna og fékk númerið 355-75. Tilraun
238-69 fékk heitið "Áhrif þjöppunar á jarðveg og uppskeru", en tilraun 355-75
heitið "árleg og varanleg áhrif þjöppunar á jarðveg". Niðurstöður uppskeru-
mælinga eru sem hér greinir í hkg/ha af heyi.
98