Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Side 110
Eftirhrifin eru mæld sem uppskera þessara liða að frádreginni uppskeru liða sem
fengu nýræktarskammt af tilbúnum áburði en tilsvarandi árlegan áburð.
Stórir skammtar, niðurfelldir í flag, gátu komið í stað tilbúins áburðar
nýræktarárið, og eftirverkun mældist í nokkur ár. í þessu var afar mikill munur
milli staða, og kom e.t.v. mest á óvart að eftirverkun köfnunarefnis reyndist minnst
í sandjarðvegi á Geitasandi.
Mynd 2. Eftirhrif 150 tonna af búfjáráburði Mynd 3. Eftirhrif 150 tonna af búfjáráburði
með árlegum PK áburði á þrem til- með árlegum N áburði á þrem til-
raunastöðvum. raimastöðvum.
Þær tilraunir sem hér verður greint frá eru frá Hvanneyri. Önnur er ein
tilraunanna úr tilraunaröðinni frá 1974 (354-74), hin hófst 1977, en í henni er m.a.
liður sem hefur fengið árlega yfirbreiðslu sauðataðs (437-77). Báðar þessar
tilraunir voru uppskomar í síðasta sinn sumarið 1991, og eru uppskeruár því 17
og 15. Vaxtarskilyrði einstakra ára á þessu tímabili hafa verið mjög mismunandi.
í báðum tilraunum eru liðir sem hægt er að nota sem viðmiðunarliði, og verða
áhrif búfjáburðarins metin sem vik frá uppskeru þeirra hvert ár hliðstætt því sem
gert er hér að ofan.
íburðartilraun á Hvanneyri (nr. 354-74)
Tilraunin er gerð sem þáttatilraun tveggja þátta, meðferðar sáðárið (I - VI)
og árlegs áburðar (a,b,c). Fyrmefndu liðimir em á stórreitum. Endurtekningar
vom 4. Liðir í tilrauninni em sýndir í 1. töflu.
Mykjuskammtamir vom ekki nákvæmir, þannig fengu t.d. liðir VI að meðal-
tali 153 tonn. Hér verður litið framhjá þessari skekkju. Tilraunin hefur verið
áfallalaus og ekki er vitað um neina galla á framkvæmd hennar.
Sláttutími hefur verið breytilegur frá ári til árs, yfirleitt með seinni tilraunum
sem slegnar hafa verið á Hvanneyri þess ár. Endurvöxtur hefur verið sleginn eftir
mati hveiju sinni eða í 9 ár af 17. Þegar annað er ekki tekið fram hér að aftan
er ævinlega átt við heildamppskeru ársins í hkg þe/ha.
104