Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Blaðsíða 112
Hér á eftir verður einkum litið á þann þátt. Það er gert með því, að gefa
sér að meðaltal liða I og II megi nota sem mælikvarða á uppskeru hvers árs, og
að vik annara liða megi telja eftirhrif niðurfellingarinnar í upphafi. Þetta er
reiknað sérstaklega fyrir liði a og b, en liðum c er sleppt af ástæðum sem ráktar
eru að ofan.
Á 4. mynd er sýnt meðaltal liða Ia og Ila annarsvegar og Ib og Ilb hinsvegar
hvert tilraunaáranna.
Ekki er hægt að
tala um kerfisbundna
breytingu eftir árum í
uppskeru NPK liða, en
munur þeirra liða og
hinna sem aðeins fá P og
K minnkar verulega með
árum.
Eftirhrif, mæld með árlegum NPK áburði
Á 5. mynd er sýnt hver eftirhrif mældust einstök ár. Það er greinilegt að
minni skammatamir gefa nær engin eftirhrif, 100 tonn gefa dálítið fyrstu árin, eða
til 1979 en 150 tonn fallandi uppskeruauka frá um 14 hkg fyrsta árið allt til 1983.
Samtals er uppskeruaukinn fyrir 150 tonn um 60 hkg þe/ha. Þetta verður að
teljast mjög hóflegur hagnaður af íburðinum, enda vart að vænta mikillar upp-
skeruaukningar þegar grunnáburðurinn er svona mikill. Teljandi uppskeruauki
umfram 100 kg N/ha er alls ekki árviss á Hvanneyri, fosfórskammturinn er einnig
fullnægjandi, en kalískammtur er nokkuð undir þeim mörkum sem gefur hámarks-
uppskeru.
Til að finna hvemig næringarefnin í mykjunni nýtast var uppskemaukinn í
próteini fundinn á sama hátt, nema hann er aðeins reiknaður í 1. slætti þar sem
ekki liggja fyrir efnagreiningar á hánni öll árin sem hún var slegin. Engin eftirhrif
mælast nema á liðum með 150 tonn, yfir 200 kg próteins fyrsta árið, engin annað
ár, en síðan lækkandi úr h.u.b 75 kg, og hverfur 1986-87, öllu lengur en
uppskemauki var mælanlegur.
Eftirhrif, mæld með árlegum PK áburði
í liðum b, þar sem árlegur áburður var 20 P og 50 K/ha fæst mun næmara
svar við þeim eftirhrifum ídreifingarinnar sem rekja má tii N. Eftirhrifin er líka
mun meiri hér eins og sést á mynd 7. Tuttugu og fimm tonn gefa ekkert, 50 tonn
óvemlegan uppskemauka allt til 1990. Eftir 100 tonn em eftirhrifin rúm 10 hkg
4. mynd. Meðaluppskera viðmiðunarlifta í tilraun 354-74 einstök
ár. Heildaruppskera.
106