Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Qupperneq 118
200 hkg þe/ha, eða hliðstæður þeim sem hér fæst samanlagt. Þess ber þó að geta
að í tilraun Sigfúsar er engin grunnáburður og uppskeruaukinn er því væntanlega
samanlögð hrif N, P og K.
Miðað við þær forsendur er ekld um að ræða betri nýtingu á áburðarefnum,
a.m.kekki N, við niðurfellingu í flag en við hefðbundna yfirbreiðslu 20 tonna á ári.
Þetta er í ósamræmi við eldri tilraunir, þar sem virknin var talið 150-300%, og
er rakin til minna taps ammoníaks við íburð (Guðmundur Jónsson, 1942, Hólmgeir
Bjömsson, 1979).
í norskum rannsóknum (Tveite, 1979) voru stórir skammtar notaðir í græn-
fóðurflög og sem yfirbreiðsla á tún í tvö ár. Eftirhrif þeirra voru aðeins mæld í
tvö ár. Um þriðjungur heildarhrifa stórra skammta í grænfóðurflög kom sem
eftirhrif, þar af tveir þriðju fyrra eftirverkunarárið. Á túni voru eftirhrifin minni
og komu nær öll fyrra eftirhrifaárið. Það skal tekið fram eð eftirhrifaárin var
borið á sem svaraði 70% af venjulegum skammti tilbúins áburðar og er mælingin
því ekki næm. í annarri norskri rannsókn þar sem vaxandi skammtar búíjárá-
burðar voru bomir í nýrækt voru niðurstöður svipaðar, nema þar voru eftirhrif
mælanleg á þriðja ári (Hovde, 1972).
Niðurstöður tilraunar 437-77 eru mjög athyglisverðar. í tilraunum þeim sem
Sigfús Ólafsson fjaliar um er ekki að finna kerfisbundna breytingu á uppskeru
þeirra liða sem fengu búfjáráburð ár eftir ár, nema e.t.v. á Skriðuklaustri, en sú
svörun er óljós. Eins og áður er sagt bendir upptaka N á sauðaíaðsreitunum ekki
til þess að um N-áhrif ein sé að ræða. Seinustu 4 árin er bæði uppkera og
upptaka sauðataðsliða umfam viðmiðunarliði. Þetta verður ekki að óbreyttu
próteinmagni uppskem, því ef uppskeruauki próteins er reiknaður sem hlutfall af
uppskemauka þurrefnis ("próteinprósenta uppskemaukans") er það aðeins frá 0,02
- 0,08%. Skoðun á uppskem fosfórs og kalí em á sömu lund. Annarra skýringa
verður að leita og þá einhverskonar "hollustuhrifa" sauðataðsins fyrir plöntumar.
Annaðhvort sem gjafa einhverra snefilefna eða á einhvem annan hátt sem auð-
velda plöntum líf og vöxt.
Heimildir
Guðmundur Jónsson 1942. Búfjáráburður. Búfræðingurinn 9: 5-112.
Hovde, A. 1972. Forsok med stigende mengder husdyrgjodsel til attlegg 1966-
71. Forsk. Fors. Landbr. 23: 203-217.
Hólmgeir Bjömsson 1979. ídreifing búfjáráburðar. Ráðunautaf. 1979: 182-192
Magnús Óskarsson 1992. Búfjáráburður - sögulegt yfirlit. 13s. í prentun.
Sigfús Ólafsson 1979. Nýting búfjáráburðar á tún. Ráðunautaf. 1979: 193-199.
Tveite, S. 1979. Store husdyrgjodselmengder pr. arealeining til gronfórvekster og
eng.Meld. Norg. LandbrHogsk. 58(25):, 28s,
112