Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Side 123

Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Side 123
Guðjón Egiisson Jóhann B. Magnússon Búvísindadeild Tækni við ídreifíngu mykju » Áriö 1978 var fengið tii landsins tæki til ídreifingar. Tæki þetta, af Aifa-Laval gerö, var fyrstu árin notaö í tilraunum en nú hin seinni ár hefur verið hljótt um tilvist þess. Tækið sjálft er um 400 kg á þyngd og er við ídreifingu fest beint aftan á traktor. Er tækið fjögurra arma og gengur hjólskeri fyrir hverjum armi. Ganga armarnir ofan í rásirnar eftir skerana en þær eru 15-20 cm djúpar. Ristir tækið rásimar með um 0.5 m miilibili og lokast þær mikið til á eftir tækinu. Að liðnum 3-4 dögum hefur landiö að mestu leyti náð sér en til frekari jöfnunar mætti valta það eftir ídreifíngu. Einnig má hugsa sér e.k. hjól áfast tækinu er pressaði ójöfnur niður. Dráttaraflsþörf er allnokkur og má áætla 10-20 hestöfl á hvern skera. Er breytileikinn fólginn í mismunandi gerðum jarðvegs, hvort hann er þéttur, grýttur o.s.frv. Traktorinn þarf því að vera minnst 50 hestöfl. Þeir þættir aðrir sem einkum hafa áhrif á aflþörf eru ökuhraði og vinnsludýpt. Við að auka hraða úr 5 í 7 km/klst. eykst aflþörf um 20 hestöfl og um 30 hestöfl við að auka vinnsludýpt úr 10 f 17 cm. Við ídreifíngu er haugsuga dregin samhliða tækinu og færir barki mykjuna úr haugsugu yfir í tækið. Til að mykjan renni ljúflega gagnum barka og pípur þarf þurrefnismagn hennar að vera hæfilegt. Er hæfiiegt þurrefhismagn mismunandi eftír gerðum tækja. Vegna þess að tæki og haugsuga eru aðskilin fer alltaf töluverður tími í að tengja og aftengja haugsugu. Komast má hjá þessum töfum með því að útbúa tengingu fyrir tækið beini aftan á haugsuguna og koma fyrir tjakk til að lyfta. Þessu fylgir mun meira álag á landið, sem e.t.v. er nóg fyrir. Ætla má aö sú tilhögun krefðist mun aflmeiri dráttarvélar, jafnvel allt að 100 hestafla vélar. ídreift magn fer nokkuð eftir ökuhraða við ídreifingu. Virðist fátt því til fyrirstöðu að bera eins mikið magn og veröa vill með því að aka mjög hægt. Eins má minnka magn með meiri ökuhraða en hámark er 7 til 8 km/klst. vegna skemmda sem ella yrðu á landinu. Á sumum gerðum ídreifingartækja eru e.k. vængir neðst á örmunum er Iyfta sverðinum eilitið upp. Myndast þannig rými til hliðanna og dreifist mykjan betur út í jarðveginn. Kostir ídreifingar Ræktunarlegir kostir ídreifingar miðað við yfirbreiðslu eru fyrst og fremst fólgnir í bættri |> nýtingu köfnunarefnis. Rokgjarni hluti köfnunarefnisins tapast síður ef áburðurinn er felldur ' niður. Við ídreifinguna verður óhjákvæmilega nokkuð rask á jarðveginum sem leiðir til betri loftunar og líflegri smáverustarfsemi. Mengunarhætta minnkar við ídreifingu vegna bættrar nýtingar efna í áburðinum. Dregur bæöi úr afrennslistapi og uppgufun. Með því að áburðurinn er felldur niður á nokkuð dýpi er spírunarhæfni illgresisfræs stórlega skert. Af sömu orsökum er minni hætta á sníkjudýrasmiti ef búljáráburðurinn er felldur niður. 117
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.