Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Page 9

Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Page 9
FORMÁLSORÐ Bændaskólinn á Hvanneyri sendir frá sér tilraunaskýrslu fyrir árið 1993, í riti þessu er að frnna upplýsingar um rannsóknir og tiiraunastarfsemi skólans. Rannsóknastarfsemi skólans er ein megin forsenda fyrir starfrækslu Búvísinda- deildar og því mikilvægt að efla hana og treysta sem kostur er. Fjármagn til rannsókna og tilraunastarfsemi skólans er ýmist af fjárveitingum á fjárlögum eða fjármagn sem veitt er sem styrkir frá ýmsum aðilum. Á árinu 1993 fengust styrkir til tilraunaverkefna frá Vísindasjóði, Rannsóknarráði, Framleiðnisjóði landbúnað- arins og fyrirtækjum. Þá hafa Landssambönd kúabænda og sauðfjárbænda veitt skólanum styrki úr þróunarsjóðum greinanna. Verkefnin sem gedð er í tilraunaskýrslunni eru ýmist unnin einvörðungu af starfsrnönnum skólans eða í samvinnu við starfsmenn annarra stofnanna land- búnaðains. í mörgum tilvikum er hér um að ræða samvinnu sem staðið hefur um áratuga skeið. Með þessum samstarfsverkefnum aukum við bolmagn okkar til rannsókna og ber því að efla þessi tengsl sem kostur er. Á undanfömum árum hefur verið leitast við að efla rannsóknarstarfsemi skólans. í því skyni hefur verið unnið að þvf að tryggja grunnfjármögnun hennar svo unnt sé að nýta til fulls þá aðstöðu og mannafla sem skólinn hefur til umráða á sviði rannsókna og tilrauna. Auk þess hafa rannsóknaverkefni skólans fengið hljóm- grunn annarra fjármögnunaraðila. Rannsókna- og tilraunastarfsemi skólans nam á árinu 1993 um 12 % af heildarumsvifum hans. Yfirlitsskýrsla þessi um rannsókna og tilraunastarfsemi ársins 1993 er samvinnuverkefni margra aðila. Edda Þorvaldsdóttir hefur safnað gögnunum saman og búið þau til birtingar. öllum aðstandendum skýrslunnar flyt ég þakkir fyrir vel unnin störf að vinnslu hennar. Það er von okkar að hún megi verða einhverjum til gagns og fróðleiks. Hvanneyri í mars 1994 Magnús B. Jónsson Skólastjóri 2

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.