Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 10

Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 10
VEÐURFAR OG GRÓÐUR 1993 Edda Þorvaldsdóttir Árferði Að vanda voru tölulegar upplýsingar um veðurfar á Hvanneyri þetta ár fengnar frá Veðurstofu íslands. Einnig lét Veðurstofan í té meðaltalstölur um veðurfar á staðnum frá því að veðurmælingar hófust hér árið 1963 til ársins 1991. Þær upp- lýsingar sem hér birtast eru unnar upp úr þessum gögnum. Árið 1993 var fremur erfitt frá sjónarhóli ræktunar, þar sem afar kalt var í maí og júlí eins og kemur fram í töflunni hér að neðan, þegar bornar eru saman meðal- hitatölur ársins og viðmiðunaráranna. Einnig sést að apríl, júlí og ágúst voru óvenju þurrviðrasamir þetta árið. Tafla 1. Hiti, úrkoma og vindhraði á Hvanneyri 1993 Mánuður Meðal- hiti Vikffá meðalt. Úrkoma (rnm) % af meðált Vindhraði hnútar Janúar -4,35 -1,85 80,4 103 12,1 Febrúar 0,23 1,43 150,6 167 15,1 Mars 0,78 1,68 117,1 147 10,3 Apríl 2,97 1,07 47,4 69 10,1 Maf 4,81 -0,69 145,3 337 16,3 Júnl 8,87 0,27 56,9 105 9,1 Júlí 8,97 -1,33 13,6 26 9,7 Ágúst 9,05 -0,65 37,0 52 7,5 September 8,53 2,33 97,3 140 7,0 Október 3,48 0,48 96,1 93 10,2 Nóvember 3,65 4,05 417,7 480 14,1 Desember -4,54 -2,74 43,0 48 8,3 Meðaltal (alls) 3,54 0,34 108.6 (1302.7) 146 10,8 Maí var eins og fyrr getur allkaldur og framanaf var hann einnig votviðrasamur, en seinni hluta mánaðarins var lítil úrkoma. Þá var fyrri hluti júní þurrviðra- samur, eri síðan gerði ágætar gróðraskúrir upp úr 20. þess mánaðar. Júlí var með eindæmum þurr og kaldur. Ágúst var fremur kaldur, en þurr, það sem hafði mest áhrif á gróður þann mánuð, var næturfrost sem gerði 10., 11. og 14. ágúst Síðari hluti ársins var með hlýrra móti, sérstaklega september og nóvember. Haustúrkoman þetta árið var fremur mikil, en nóvember sló öllu við, þá rigndi 417,7 mm, sem er margfalt meira en í meðalári, enda gefa tölur áranna 1963- 1991 meðalúrkomu 87,0 mm í nóvember. 3

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.