Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Page 52

Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Page 52
NÆKINGARGILDINOKKURRA ÚTHAGA- PLANTNA, ÁHRIF AF ÞROSKASTIGI PLANTNA OG YAXTARSTAÐ Lena Femlund og Anna Guðrún Þórhallsdóttir Inngangur Stór hlutí af laRdbvlnaðarframleiðslu á íslandi er fenginn af útbagabeit. Maikmið rannsóknanna var að mæla næringarefnainnihald fjögurra tegunda algengra beitaiplantna frá því að vöxtur byrjaði að vori fram á haust, við mismunandi grunnvatnsstöðu. Svæðislýsing Rannsóknin fór fram á Bændaskólanum á Hvanneyri (64°34'N,21°26'E) í úthaga suður í Landi. Þar eru klettahryggir úr móbergi og þar á milli óframræstar mýrar. Klettahryggur og aðlæg mýri voru valin sem sýnatökusvæði. Þetta svæði er um það bil 10 hektarar. Svæðinu var skipt í þrennt eftir jarðvegsraka. Svæði 1 var þurrlendi í brekkunni sem skilur að luygginn og mýrina. Svæði 2 voru þúfnatoppar í mýrinni og svæði 3 á milli þúfna. Jarðvegsþættir Á hverju svæði voru jarðvegssýni tekin og vatnsinnihald ásamt sýrustigi (pH) var athugað. Grunnvatnsstaða var mæld og hversu fast vatnið var bundið í jarðveginum sem var gert með svokölluðu "tensiometers". Þar að auki var jarðvegshiti mældur. Allar mælingar á jarðvegsþáttum voru gerðar á 10 cm dýpi. Svæði 1 var alltaf þurrara en hin svæðin. Gninnvatnsstaðan var alltaf lægst á svæði 1, pH var oftast hæst á svæði 1 og jarðvegshitinn var hæstur á sama svæði. Veðurfar Upplýsingar um úrkomumagn og hitastig fengust frá veðurathugunarstöðinni á Hvanneyri. Miðað við 1990-1992 var úrkoman í júlí töluvert minni. Söfnun sýnishorna Fjórum tegundum var safnað á svæðum 1-3: * Kornsúni Bistorta vivipara * Mýrastörum Carex nigra * Klófífu Eriophorum angustifolium * Túnvingli Festuca rubra * Blávingli Festuca vivipara Sýnin voru tekin á hálfsmánaðar fresti frá maí til ágúst. Þroskastig plantna var skráð. Plönturnar voro klipptar niður við jörð. Eingöngu græni hlutinn var 45

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.