Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 59

Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Side 59
MELTANLEIKATILRAUN MEÐ HROSS OG SAUÐI Anna Guðrun Þórhallsdóttir Inngangur Því hefur oft verið haldið fram að íslensku hrossin nýti betur gróffóður en erlend hrossakyn. Engin rannsókn hefur verið gerð til að kanna réttmæti þessarar fullyrðingar, og upplýsingar um meltanleika mismunandi fóðurs hjá íslensku hrossunum eru mjög takmarkaðar. í samstarfi við Tryggva Eiríksson á fóðurdeild Rala var sótt um styrk til Vísindasjóðs til að bera saman meltanleika gróffóðurs hjá hrossum og sauðum. Veitti sjóðurinn 1.480.000 kr. til rannsóknanna vorið 1993. Markmið rannsóknanna var skilgreint "Að auka þekkingu á meltanleika gróffóðurs hjá íslensku sauðfé og hrossum og rannsaka þann mun sem kann að vera milli þessara búfjártegunda. Einnig að bera saman meltanleika eftir fóðurmagni og mælingaraðferð og að fá mælikvarða á viðhaldsþarfir íslenskra hrossa”. Framkvæmd hófst haustið 1993 með fóðrunartilraun hrossa á Hvanneyri. Samsvarandi fóðrunartilraun með sauði hófst í byrjun árs á Rala á Keldnaholti. Framkvæmd tilraunarinnar lýkur f maí 1994. Framkvæmd Framkvæmd tilraunarinnar hófst sumarið 1993 með öflun fóðurs til að nota í tilraunina. Umsjón með þeim þætti höfðu Bjarni Guðmundsson og Guðmundur Hallgrímsson. Sama spilda var slegin með nokkurra vikna millibili, heyið þurrkað og bundið í bagga. Fyrsti sláttur var sleginn 20. júlí (Gæði 1), annar sláttur 4. ágúst (Gæði 2) og síðasti sláttur 2. september, en náðist ekki inn fyrr en 16. september, þá allhrakið (Gæði 3). Skipulag tilraunarinnar var samkvæmt 3x3 latneskum femingi (latin square, sjá Snedecor og Cochran 1976) og var nákvæmlega sama skipulagi fylgt fyrir hross og sauði. Hrossahluti tilraunarinnar á Hvanneyri hófst 30. október. Hrossin voru tekin á hús 7-10 dögum áður til að aðlaga þau innifóðrun. Hrossin voru vigtuð 27.10. og þeim skipt í þrjá flokka eftir þyngd. Var síðan dregið innan hvers hóps um hver færi í hvaða heygæðahóp. Þyngd hrossanna var eftirfarandi: Börkur (GJ Miðfossum) 445 kg Hersir (AGÞ Hvanneyri) 425 kg Rauður (KK Hvanneyri) 405 kg Tígull grár (GJ Miðfossum) 400 kg Sleipnir brúnn (GJ Miðfossum) 390 kg Kolbrúnn (K&S Hvanneyri) 390 kg Orion (KK Hvanneyri) 370 kg Mósi (GÁ Hvanneyri) 365 kg Hrafnkell (AGÞ Hvanneyri) 360 kg 52

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.