Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Page 89

Rit Búvísindadeildar - 15.04.1994, Page 89
SYKRUR í ÍSLENSKUM FÓÐURGRÖSUM OG GERJUN VOTHEYS ÚR ÞEIM Bjöm Þorsteinsson, Bjami Guðmundsson og Ríkharð Brynjólfsson Markmið verkefnisins er að kanna í fjórum íslenskum fóðurgrösum (tónvingli, vallarfoxgrasi, vallarsveifgrasi og Beringspunti) eftir uppskeru: * örlög sykranna í votheysgerjun * leita orsakasambanda milli eiginleika gerjunarinnar annarsvegar og efnalegrar samsetningar hráefnisins við uppskeru hins vegar. Þegar talað er hér um eiginleika gerjunar er miðað við þá sem í votheyinu eru metnir með lykt og sjón, örveruprófunum og efnamælingum. Mikilvægustu þættimir sem eru mældir í hráefninu eru nokkrar megnmestu sykurgerðimar og prótein. Ennfremur að kanna í sömu íslensku grastegundum: * áhrif þroskastigs á magn sykra, steinefna og próteins * áhrif vaxtarhraða á magn sykra, steinefna og próteins * leita lífeðlisfræðilegra og þroskunarfræðilegra orsakasarnbanda milli þessara efnaþátta og/eða annarra mældra stærða sem sýna marktæka fylgni * árferðsbreytileika í efnasamsetningu (m.v. þriggja ára endurtekningu) í stuttu máli staðfestir endurtekning tilraunarinnar að leysanlegar sykrur virðast ekki hafa skýr tengsl við samsetningu geijunarafurða í heyinu, álíkt því sem gildir um fjölsykrur (glúkanar og frúktanar), sem virðast ganga að mestu til þurrðar í gerjunarferli heysins. Jákvætt samband virðist vera milli fjölsykrumagns og mjólkursýra í votheyi. Fjölsykramar era einnig ólíkar leysanlegum syrkum að því leyti að hlutdeild þeirra vex í grösunum eftir því sem líður á vaxtartímabilið en leysanlegu syrkumar haldast tiltölulega óbreyttar. Vísindaráð hefur stutt þetta verkefni 1991, 1992 og 1993. Nú liggja fyrir niðurstöður úr annani lotu af þrem en bráðabirgðaniðurstöður voru kynntar í Tilraunaskýrslu liðins árs. Efnagreiningar á votheyi sem verkað var í litlum tilraunasílóum í sumar stans nú yfir og fyrirhugað er að ljúka lokauppgjöri verkefnisins næsta vetur (1994-1995). 82

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.