Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Blaðsíða 25

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Blaðsíða 25
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1974 6, 1-2: 23-36 Vorhiti og vaxtarskilyrði nytjajurta Bjarni Guðmundsson Bœndaskólanum, Hvanneyri YFIRLIT Gerð var athugun á hitafari um vaxtartíma nytjajurta hérlendis. Athugunin var byggð á tölum frá tæplega 40 veðurstöðvum um árabilið 1931—1960. Líkur voru leiddar að því, að vorgróður byrjaði um það leyti, er meðalhiti fer fyrst yfir 4,0°C, reiknað samkvæmt mánaðameðaltölum. Á grundvelli þessarar ályktunar virðist mega skipta landinu í fjögur svæði eftir því, hvenær vorgróður byrjar. Byrjun vorgróðurs á tilteknum stað, eins og hún er skilgreind hér, má meta allnákvæmlega með hliðsjón af norðlægri breidd staðarins og hæð hans yfir sjó. Komu gróandans seinkar um tæplega 9 daga við hverja gráðu, sem norðar dregur, og um 3 daga við hverja 100 m, sem land hækkar. Rædd- ar eru orsakir frávika ýmissa staða frá þessari reglu. Síðasti frostdagur að vori (sumri) fylgir einnig legu lands og hæð náið. Þannig seinkar síðasta frost- degi um tæplega 10 daga við hverja gráðu norðlægrar breiddar og um tæplega 8 daga við 100 m hækkun lands. Að síðustu er fjallað um samband fjölda frostlausra daga að sumri og legu lands, en þar kemur fram, að frostlausum dögum fækkar um 17 við hverja gráðu, er norðar dregur. Þeim fækkar um 18 daga við hverja 100 m, er ofar kemur á land. Rætt er gildi þessara niðurstaðna við mat á gróðurskilyrðum, og áætlaður er sprettutími fyrir græn- fóður á áðurnefndum ræktunarsvæðum. INNGANGUR Það er alkunn staðreynd, að hérlendis ræður hitafarið því fyrst og fremst, hvaða nytja- jurtir unnt er að rækta og hver árangur ræktunarinnar verður. Þótt landið okkar sé ekki stórt, er talsverður munur á vaxtarskil- yrðum gróðurs milli landshluta, héraða og jafnvel innan héraða. Nauðsynlegt er að kanna gróðurskilyrðin ýtarlega, þannig að skipta megi landinu í ræktunarsvæði eftir gróðurskilyrðum og unnt verði að ráðleggja ræktun sömu nytjajurta og sömu rækmnartækni innan ákveðins ræktun- arsvæðis. Hagkvæm nýting lands, vinnuafls, áburðar, véla, búfjár og fleiri framleiðslu- fanga byggist á því, að fóðurframleiðslan sé byggð á þeim tegundum nytjajurta, er mest- um arði skila á hverjum rækmnarstað. Það hefur verið venja að miða skiptingu landsins í rækmnarsvæði við landsfjórðunga, þótt al- þekkt sé, að innan landsfjórðunga séu svæði, er víkja verulega frá grannsvæðum, hvað gróðurskilyrðin varðar. Nægir þar að nefna Fljótsdal sem dæmi, Með grein þeirri, sem birtist hér, er ekki ætlunin að skipta landinu í gróðursvæði, heidur að skýra frá dálítilli athugun á hita-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.