Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Page 35

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Page 35
VORHITI OG VAXTARSKILYRÐI NYTJAJURTA 33 Mynd 5. Meðalfjöldi frostlausra daga 1951—1960. Jón EyþÓRSSON og Hlynur Sigtryggsson 1971). Fig. 5. The average number of frost-free days in lceland 1951—1960. þessu efni yfir verðmætri reynslu. Verðum við því enn um sinn að styðjast við getgátur og erlendar kenningar. Strand (1969) telur, að byrjun gróanda, sem hann áætlar vera við t > 6,0 °C, sé mæli- kvarði á byrjun vaxtarskeiðs haustsáðra jurta, sem við vorkomu hafa þegar myndað rótar- kerfi að einhverju leyti. Upphaf vaxtarskeiðs vorsáðra jurta, t. d. korns, kveður hann vera, er síðasta frost mælist að vori. A grundvelli þessa er því ekki óskynsam- legt að leggja meira upp úr tölum um byrjun gróandans, sökum þess að flestar nytjajurta okkar hafa fullbúið rótarkerfi á vordögum. Varmamagnið (= meðalhiti, °C) skiptir þar meira máli en lágmarksgildi einstakra sólar- hringa, enda fari þau ekki svo lágt, að um beinan kuldaskaða (kal) verði að ræða. Að því er grasræktina varðar, má senni- lega nota Sf-gjjdjð til þess að finna þann tíma, er hæfilegt er að bera köfnunarefnis- áburð á tún. Ráðlegt er að bera hann á um það leyti, sem tún grænka (Magnús Oskars- son 1974). Samkvæmt revnslunni frá Hvanneyri, sem áður er minnst á, urðu yngri túnspildur algrænar um það bil þremur vik- um, eftir að gróandinn byrjaði, en það er lítið eitt fyrr en vænta má síðustu frosta að vori. Líklegt má telja, að of snemmt sé að miða áburðartímann á stöðvum við ströndina við síðasta frost að vori, en of seint á stöðvum inni á landi.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.