Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Blaðsíða 28

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Blaðsíða 28
26 ÍSLENSKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR skal það þó útilokað, að jarðhitinn á Reyk- hólum kunni að hafa einhver áhrif á byrjun vorgróðurs þar. Þar sem ekki er Ijóst, hve mikinn hluta mismunar á milli veðurstöðva má rekja til athugunarmanna, er skynsamlegast að taka meðaltal af línum stöðvanna þriggja, sem límr þannig út (sjá einnig mynd 1): y = 0,94 x + 0,59 Hvort sem það er tilviljun eða ekki, fellur þessi lína prýðilega að þeirri tilgátu, sem áður er fram sett, að vorgróður hefjist um það leyti, er meðalhiti sólarhnngs fer fyrst yfir 4,0° C. Meðan nánari athuganir hafa ekki verið gerðar, má því notast við þessa reglu, enda sé í minni hafður hugsanlegur stigs- munur á henni milli landshluta (norðlægrar breiddar þeirra). Nú má reikna byrjun gróanda, Bg, út frá mánaðarmeðaltölum lofthitans. Utreikning- ingarnir voru gerðir fyrir 39 veðurstöðvar samkvæmt meðaltali áranna 1931—-1960. (Jón Eyþórsson og Hlynur. Sigtryggsson 1971). Gert var ráð fyrir, að hitinn hækkaði línulega um vormánuðina apríl og maí, og var því notuð einföld millijöfnun (interpola- tion) við útreikning á Bg. Hin raunverulega kúrfa hitans er ekki línuleg á þessu bili, en skekkjan, sem áðurnefnd reikniaðferð veldur, er mjög óveruleg, þegar um er að ræða með- allínu svo margra ára. Hækkun hitastigs í apríl og maí reyndist á tímabilinu 1931— 1960 vera 0,12—0,15°C á dag, iægra mark- ið á við stöðvar nær ströndum, en hið efra við innsveitir. NIÐURSTÖÐUR Byrjun gróanda. Dagsetningarnar, er lofthitinn fór fyrst yfir 4,0 °C að vori, hér nefnt byrjun gróanda, voru færðar inn á kort og jafningjalínur dregnar fyrir byrjun gróandans 20. og 30. apríl og 10. maí, sjá mynd 2. Svo virðist sem fram komi mjög eðlileg skipting landsins eftir rækmnarskilyrðum með þessum mörkum. Um fjögur meginsvæði er að ræða: Svæði I: Gróandinn byrjar 20. apríl og fyrr. Svæði þetta nær yfir lágsveitir Vesmr- Skaftafellssýslu, Eyjafjöll og vesmr um Land- eyjar. Svæði II: Gróandinn byrjar 21,—30. apríl. Svæðið nær yfir sveitir Skaftafells- og Rangárvallasýslna aðrar en þær, er aður voru taldar, Arnessýslu, Borgarfjörð, Mýrar og sveitirnar á sunnanverðu Snæfellsnesi. Með þessu svæði má raunar einnig telja inn- anverðan Eyjafjörð og hluta af Fljótsdal. Svæði III: Gróandinn byrjar 1.—10. maí. Til svæðisins teljast uppsveitir Borgar- fjarðar, Dalir, byggðir Barðastrandarsýslu og Vestur-ísafjarðarsýslu, innsveitir Ausmr- Húnavatnssýslu, Skagafjarðar, Eyjafjarðar, Suður-Þingeyjarsýslu og auk þess Axarfjörð- ur, Vopnafjörður, Fljótsdalur og syðri hluti Austfjarða. Svæði IV: Gróandinn byrjar 11. maí og síðar. Til svæðisins teljast Norður-ísafjarðar- sjlsla, Strandasýsla, meginhluti Vestur Húna- vatnssýslu, útsveitir Norðurlands, Mývatns- sveit og norðausturhorn landsins. Meðal þeirra þátta, sem áhrif hafa á hita- far á ákveðnum stað, má nefna eftirfarandi (Liljequst 1962): gerð yfirborðs, hæð yfir sjó og fjarlægð frá hafi, breiddargráðu, halla lands, vind, skýjahulu. Reiknað var aðhvarf byrjunar gróandans, þ. e. dagafjölda frá 31. mars til þess dags, er hitinn fer fyrst yfir 4,0 °C, að hæð stöðvar yfir sjó og notaðar tölur frá 39 veðurstöðv-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.