Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Blaðsíða 46

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Blaðsíða 46
44 ÍSLENSKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR verið í tilrauninni. Þó veitir hvorug talna- röðin öruggt svar við því, hvaða stofn eða tegund gaf mesta uppskeru. Síðasta talnaröð- in er meðalskekkja hlutfallstalnanna. A töflum 2 og 3 má sjá, að beztu repju- stofnarnir gefa meiri uppskeru en stofnar þeir af mergkáli, sem reyndir hafa verið. Líklegt er þó, að mergkál geti heppnast á við repju, þegar unnt er að sá snemma. Þeir stofnar, sem oftast hafa verið í til- raunum, eru Silonarepja og repja, sem gengið hefur undir verslunarheitinu Rape Kale. Si- lona er lágvaxið, blaðríkt afbrigði, sem hefur ríka hneigð til að blómstra. Rape Kale og English Giant Rape eru verslunarheiti á fræi, sem ræktað hefur verið af ýmsum bændum í Bretlandi um árabil. Fræ, sem ræktað er undir þessum nöfnum, er misjafnt að gæðum, en það fer eftir því, hve heppnir bændurnir hafa verið með val á undaneldisjurtum. Rape Kale hefur stundum verið betra en Silona, en oftar lakara. Rannsakað var hlutfallið milli blaða og stöngla á fóðurkáli úr fjórum tilraunum frá Hvanneyri á árunum 1961 —1967. Að með- altali voru 63,8% af mergkálinu blöð og 36,2% stönglar. Af repju voru 78,8% blöð, en 21,2% stönglar. Tölurnar eru miðaðar við þunga þurrefnis. Hungry Gap, brúskál og þyrilkál (grænkál) voru með meira af blcðum en mergkál, en minna af blöðum en repja. Blaðmagn English Giant Rape og Giant Rape var svipað og mergkáls. Stönglar og blöð úr þevsum tilraunum voru efna- greind, og er samandregið yfirlit yfir efna- magnið á töflu 4. Tafla 4 sýnir, að þurrefnismagn í stönglum er hærra en í blöðum. Munurinn er þó lítill í mergkáli. D. J. C. Jones (1959) fann í tilraunum, sem gerðar voru í Wales, að blöð mergkáls voru þurrefnisríkari en stönglarnir. Tafla 4 sýnir enn fremur, að blöð allra fóðurkálstegunda eru auðugri að próteini, kalsíum og fosfór en stönglarnir, og er það í samræmi við það, sem D. J. C. Jones (1959) fann. Eins og aðrar jurtir af kross- blómaætt eru fóðurkálstegundirnar mjög kalsíumauðugar. I þeim er tvisvar til fjór- um sinnum meira kalsíum en í grasi. A hinn bóginn er fosfórmagnið aðeins örlítið meira en í grasi. Þetta leiðir til þess, að hlut- fallið milli kalsíums og fosfórs er allt annað í káli en grasi. Það liggur utan ramma þess- arar greinar að ræða fóðurfræðileg áhrif fóð- urkáls, en rétt er þó að benda á, hversu munurinn á efnamagni blaða og stöngla er mikill, þannig að t. d. lömb, sem eru á fóður- káli og bíta blöðin fyrst og stönglana síðar, skipta raunverulega um fóður. Sáðmagn fóðurkálsfrœs. Eins og áður greinir, voru gerðar tilraunir með aðferðir við sáningu fóðurkáls og með sáðmagn fóðurkálsfræs. Niðurstöðurnar má sjá á töflu 5. Aburður á tilraunareiti var sem hér segir: Akureyri og Hólar: 150 kg/ha N, 79 kg/ha P og 187 kg/ha K. Reykhólar: 150 kg/ha N, 99 kg/ha P og 187 kg/ha. K. Hvann- eyri 1958 og 1959: 140 kg/ha N, 65 kg/ha P og 75 kg/ha K. Hvanneyri 1964 og 1965: 200 kg/ha N, 70 kg/ha P og 166 kg/ha K. Við tilraunirnar, sem gerðar voru 1957— 1960, var sáð mergkáli af stofnunum Griine Angeliter og D.F.L.-mergkál, en við tilraun- irnar á Hvanneyri 1964 og 1965 var sáð Silona-repju. Uppskeran í þessum tilraunum virðist fylgja sáðmagninu án tillits til mis- munandi tegunda og stofna. Ljóst virðist af þessum niðurstöðum, að það eykur ekki uppskeru að grisja fóðurkál. A Akureyri gafst vel að raðsá fóðurkálsfræ- inu, en grisja það ekki, en á Hvanneyri og Reykhólum gafst eins vel eða betur að dreifsá fræinu, ef undanskilin er tilraunin, sem gerð var 1964 á Hvanneyri. Þetta má ef til vill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.