Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Blaðsíða 39

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Blaðsíða 39
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1974 6, 1-2: 37-48 Fóðurkál - tegundir, stofnar og sáðmagn Magnús Óskarsson Bcendaskólanum, Hvanneyri YFIRLIT A árunum 1957—1972 voru gerðar tilraunir með tegundir og stofna fóðurkáls á tilraunastöðvum eða á vegum tilraunastöðva í jarðrækt á Akureyri, Hólum, Hvanneyri, Reykhólum, Sámsstöðum og Skriðukaustri. Repjustofnarnir Silona og Rape Kale voru oftast notaðir í tilraununum, og reyndust þeir oft gefa mikla uppskeru. Rannsakað var magn blaða og stöngla í fjórum tilraunum. Að meðaltali voru 63% af mergkálinu og 78,8% af repjunni blöð. Þurrefnismagn í stönglum var hærra en í blöðum allra fóðurkálstegunda, en munurinn var lítill í mergkálinu. Blöð fóðurkáls voru auðugri að próteini, kalsíum og fosfór en stönglarnir. Allar fóðurkálstegundirnar voru próteinauðugar og mjög kalsíumríkar. Á árunum 1957—-1965 voru gerðar tilraunir með sáðmagn fóðurkálsfræs á tilraunastöðvunum á Ak- ureyri, Hólum, Hvanneyri og Reykhólum. Ef fræinu var dreifsáð, gaf stærsti skammturinn, 7 eða 9 kg/ha af fræi, oftast mesta uppskeru. Raðsáð fræ gaf ýmist meiri eða minni uppskeru en dreifsáð. Uppskera eftir raðsáð, grisjað fræ var lakari en eftir raðsáð, ógrisjað fræ. Inngangur. Á íslensku hefur nafnið fóðurkál festst við jurtir af krossblómaætt, ef stöngull, blöð og jafnvel blóm eru notuð til skepnufóðurs. Hér á landi eru notaðar eða hafa verið reyndar allmargar nytjajurtir af krossblómaætt. Á töflu 1 er getið um íslensk nöfn þessara jurta ásamt latneskum nöfnum. Fóðurkálstegundirnar eru flestar tvíærar. Fyrra árið eru þær blaðmiklar með safa- og næringarríkum stöngli, en síðara árið setja þær blóm og fræ. Það eru einkum tvær tegundir fóðurkáls, sem við Islendingar höfum notað, mergkál og fóðurrepja, sem venjulega er aðeins nefnd repja. Samkvæmt skýrslu um fræþörfina 1974, sem tekin var saman af dr. Smrlu Friðrikssyni (1974), var kál ræktað í um 1100 hekturum árið 1973. í rösklega % af landinu var repja og mergkál í tæpum 14 hluta þess. Áhugi á fóðutkálsrækt jókst á árunum 1955 —1960, og þess vegna voru hafnar til- raunir með tegundir, stofna, áburð og rækt- unaraðferðir. I þessari grein er yfirlit yfir 33 stofnatilraunir, sem gerðar voru á árunum 1957—1972 á tilraunastöðvum í jarðrækt. Ritað hefur verið um sumar þessara tilrauna áður. Þeir, sem ritað hafa, eru: Magnús Ósk- arsson 1963, Árni Jónsson og Hólmgeir Björnsson 1964, Magnús Óskarsson og Þorsteinn Þorsteinsson 1964, Matthías Eggertsson 1965, Ingi Garðar Sigurðsson 1966, Klemenz Kr. Kristjánsson 1966, Magnús Óskarsson og Óttar Geirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.