Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Síða 39

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Síða 39
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1974 6, 1-2: 37-48 Fóðurkál - tegundir, stofnar og sáðmagn Magnús Óskarsson Bcendaskólanum, Hvanneyri YFIRLIT A árunum 1957—1972 voru gerðar tilraunir með tegundir og stofna fóðurkáls á tilraunastöðvum eða á vegum tilraunastöðva í jarðrækt á Akureyri, Hólum, Hvanneyri, Reykhólum, Sámsstöðum og Skriðukaustri. Repjustofnarnir Silona og Rape Kale voru oftast notaðir í tilraununum, og reyndust þeir oft gefa mikla uppskeru. Rannsakað var magn blaða og stöngla í fjórum tilraunum. Að meðaltali voru 63% af mergkálinu og 78,8% af repjunni blöð. Þurrefnismagn í stönglum var hærra en í blöðum allra fóðurkálstegunda, en munurinn var lítill í mergkálinu. Blöð fóðurkáls voru auðugri að próteini, kalsíum og fosfór en stönglarnir. Allar fóðurkálstegundirnar voru próteinauðugar og mjög kalsíumríkar. Á árunum 1957—-1965 voru gerðar tilraunir með sáðmagn fóðurkálsfræs á tilraunastöðvunum á Ak- ureyri, Hólum, Hvanneyri og Reykhólum. Ef fræinu var dreifsáð, gaf stærsti skammturinn, 7 eða 9 kg/ha af fræi, oftast mesta uppskeru. Raðsáð fræ gaf ýmist meiri eða minni uppskeru en dreifsáð. Uppskera eftir raðsáð, grisjað fræ var lakari en eftir raðsáð, ógrisjað fræ. Inngangur. Á íslensku hefur nafnið fóðurkál festst við jurtir af krossblómaætt, ef stöngull, blöð og jafnvel blóm eru notuð til skepnufóðurs. Hér á landi eru notaðar eða hafa verið reyndar allmargar nytjajurtir af krossblómaætt. Á töflu 1 er getið um íslensk nöfn þessara jurta ásamt latneskum nöfnum. Fóðurkálstegundirnar eru flestar tvíærar. Fyrra árið eru þær blaðmiklar með safa- og næringarríkum stöngli, en síðara árið setja þær blóm og fræ. Það eru einkum tvær tegundir fóðurkáls, sem við Islendingar höfum notað, mergkál og fóðurrepja, sem venjulega er aðeins nefnd repja. Samkvæmt skýrslu um fræþörfina 1974, sem tekin var saman af dr. Smrlu Friðrikssyni (1974), var kál ræktað í um 1100 hekturum árið 1973. í rösklega % af landinu var repja og mergkál í tæpum 14 hluta þess. Áhugi á fóðutkálsrækt jókst á árunum 1955 —1960, og þess vegna voru hafnar til- raunir með tegundir, stofna, áburð og rækt- unaraðferðir. I þessari grein er yfirlit yfir 33 stofnatilraunir, sem gerðar voru á árunum 1957—1972 á tilraunastöðvum í jarðrækt. Ritað hefur verið um sumar þessara tilrauna áður. Þeir, sem ritað hafa, eru: Magnús Ósk- arsson 1963, Árni Jónsson og Hólmgeir Björnsson 1964, Magnús Óskarsson og Þorsteinn Þorsteinsson 1964, Matthías Eggertsson 1965, Ingi Garðar Sigurðsson 1966, Klemenz Kr. Kristjánsson 1966, Magnús Óskarsson og Óttar Geirsson

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.