Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Blaðsíða 32

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Blaðsíða 32
30 ÍSLENSKAR LANDBÚNABARRANNSÓKNIR góðviðriskafla, er vakið hefur lífsstarfsemi jurtanna. Sá dagur, er síðasta frost mældist að vori, er því nokkur mælikvarði á þau veð- urskilyrði, sem gróðurinn býr við. Ætla má þó, að síðasti frostdagur að vori gefi að jafn- aði ekki eins góða mynd af hitaskilyrðum með tilliti til gróðurs og t. d. 4,0°C-markið sökum þess, að það er til komið sem eins konar meðalgildi margra mælinga. Síðasti frostdagur er á hinn bóginn eitt einstakt gildi, þar sem frost kann að hafa mælst innan víðra marka (t<0°C). Við minnumst þess engu að síður, að ákveðið samband hlýtur ætíð að vera á milli „byrjunar gróandans" (= meðalhita) og síðasta frosts að vori, þar eð bæði gildin eru fundin út frá einum og sama hitaferli. Jón Eyþórsson og Hlynur Sigtryggsson (1971) hafa birt meðaltölur tímabilsins 1951 —1960 um síðasta frostdag að vori á all- mörgum veðurstöðvum. Með síðasta frost- degi er átt við þann dag, er lágmarkshiti í ~2 m hæð fer síðast niður fyrir 0°C að vori (sumri). Til þess að kanna áðurnefnt sam- band byrjunar gróandans, Bg, og síðasta frosts að vori, Sf; hafa samstæð talnagildi frá 37 veðurstöðvum verið teiknuð sem deplarit á mynd 4. Notuð eru þau Bg-gildi, sem áður hefur verið gerð grein fyrir. Nokkur stigs- munur virðist vera á sambandi byrjunar gró- anda og síðasta frostsdags eftir því, hvort um er að ræða veðurstöð við sjávarsíðuna eða stöð inni á landi. Við mat á tölfræðilegu sambandi þáttanna voru stöðvarnar því flokkaðar eftir fjarlægð þeirra frá sjó og að mestu fylgir skiptingunni, sem Jón EyþÓRS- son og Hlynur Sigtryggsson (1971) nota í ritgerð sinni: Línur líkinganna eru dregnar inn á depla- ritið á 4. mynd. Fram kemur, að á strand- stöðvunum hefur síðasta frost að vori mælst 15 — 20 dögum, eftir að gróandinn byrjar. Virðist þetta tímabil þeim mun styttra sem gróandinn byrjar seinna, það er á stöðvum með dæmigerðu úthafsloftslagi: fremur lág- um meðalhita og litlum hitasveiflum. A stöðvum lengra inni á landi hefur síðasta frost mælst 22—30 dögum, eftir að gróand- inn byrjaði, og fer munurinn vaxandi eftir því, sem gróandinn kemur seinna. Gætir þarna einkum áhrifa stöðva eins og Nauta- bús, Reykjahlíðar og Hallormsstaðar, þar sem hitasveiflur sólarhrings eru fremur miklar, m. a. sökum mikillar útgeislunar á heiðskír- um nóttum. A slíkum „meginíands"-stöðvum er eðlilegt að vænta annarra tengsla byrjunar gróandans og síðasta frostsdags en á strand- stöðvunum. Inni til landsins er síðasti frost- dagur að vori oft afleiðing einnar heiðskírrar nætur, sem minni áhrif hefur við ströndina sökum varmaforðans, er særinn geymir, en hann deyfir kælandi mátt útgeislunarinnar. Reiknað var út samband síðasta frostsdags að vori (Sf) talið frá 30. apríl, norðlægrar breiddar stöðvarinnar (Xi) og hæðar hennar yfir sjávarmál (X2). Notaðar voru tölur frá 37 stöðvum af þeim 39 stöðvum, er voru með í fyrri útreikningum, en tölur um síð- asta frostdag á Hornbjargs- og Reykjanesvita voru ekki handbærar. Niðurstaða reiknings- ins varð eftirfarandi líking: Sf = 9,66 (X!—60) + 0,0789 X2—28,5 R = 0,82 P<0,001 Stöðvar við sjávarsíðu Sf = 0,81Bg— 6,0 r = 0,66 0,01 >P>0,001 n = 19 Stöðvar inni á landi Sf — l;44Bg — 17,1 r = 0,89 P<0,001 n = 17 Sf = síðasta frost að vori, dagafjöldi frá 30. apríl. Bg = byrjun gróanda, dagafjöldi frá 31. mars til þess dags, er meðalhiti sólarhringsins fer yfir 4°C.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.