Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Blaðsíða 48

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Blaðsíða 48
46 ÍSLENSKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR skýra þannig, að á Hvanneyri og Reykhólum sé veðrasamara en á Akureyri og því mikil- vægara, að kálið standi þétt. Þó segir Sigurður Elíasson, tilraunastjóri á Reykhólum, í til- raunadagbók frá Reykhólum árið 1959, þeg- ar tilraun með sáðmagn fóðurkálsfræs var gerð í fyrra sinnið á Reykhólum: „Sáðmagn er greinilega of mikið á e-lið (þar sem 7 kg/ha af fræi var dreifsáð). Plönturnar verða renglulegar vegna þrengsla." Odd 0STGAARD (1973) skýrir frá því, að í tilraunum frá Norður-Noregi sé ekki munur á uppskeru fóðurkáls eftir því, hvort því var dreifsáð eða raðsáð, ef uppskorið er á venjulegum tíma, en betur reyndist að dreifsá fræinu, ef upp- skorið er snemma. A töflu 5 má sjá, að stærsti fræskammturinn af dreifsána fræinu gefur alltaf mesta uppskeru. A grundvelli þessara tilrauna hefur verið ráðlagt að dreifsá 7—8 kg/ha af fræi. Mismunandi notkun fóðurkáls leiðir til mismunandi óska um ástand þess. Uppskeru- tölur eru ekki einhlítur mælikvarði á það, hve mikil not bændur hafa af kálinu. Leifur Þorðarson, bóndi í Keldudal í Hegranesi, (1974), segir í viðtali: „Mér finnst gefið upp of mikið sáðmagn af kálfræi í leiðbeiningum. Kálið verður of þétt og gulnar í rót, og féð gengur ekki eins vel að því, líklega vegna þess, að það stendur ekki eins vel. Lömbin fara ekki út í kálið, heldur vinna það frá jöðrunum." Tafla 6 sýnir, hvaða áhrif mismunandi magn af repjufræi (Silona) hefur á blaðmagn og efnamagn uppskerunnar. I tilrauninni frá 1964 breytist hlutfallið milli blaða og stöngla fremur lítið með sáð- magninu. Þessu ber að taka með varúð, enda er aðeins um niðurstöður úr einni tilraun að ræða. T. D. Johnston (1971) segir, að rann- sóknir hafi leitt í ljós, að eftir því, sem fóð- urkálsplöntur standi gisnara, því fleiri og þyngri verði blöðin á hverri plöntu. Þakkarorð. Höfundur þakkar öllum þeim, sem lagt hafa hönd að tilraunum þeim, sem hér er getið, störf þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.