Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Page 48

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Page 48
46 ÍSLENSKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR skýra þannig, að á Hvanneyri og Reykhólum sé veðrasamara en á Akureyri og því mikil- vægara, að kálið standi þétt. Þó segir Sigurður Elíasson, tilraunastjóri á Reykhólum, í til- raunadagbók frá Reykhólum árið 1959, þeg- ar tilraun með sáðmagn fóðurkálsfræs var gerð í fyrra sinnið á Reykhólum: „Sáðmagn er greinilega of mikið á e-lið (þar sem 7 kg/ha af fræi var dreifsáð). Plönturnar verða renglulegar vegna þrengsla." Odd 0STGAARD (1973) skýrir frá því, að í tilraunum frá Norður-Noregi sé ekki munur á uppskeru fóðurkáls eftir því, hvort því var dreifsáð eða raðsáð, ef uppskorið er á venjulegum tíma, en betur reyndist að dreifsá fræinu, ef upp- skorið er snemma. A töflu 5 má sjá, að stærsti fræskammturinn af dreifsána fræinu gefur alltaf mesta uppskeru. A grundvelli þessara tilrauna hefur verið ráðlagt að dreifsá 7—8 kg/ha af fræi. Mismunandi notkun fóðurkáls leiðir til mismunandi óska um ástand þess. Uppskeru- tölur eru ekki einhlítur mælikvarði á það, hve mikil not bændur hafa af kálinu. Leifur Þorðarson, bóndi í Keldudal í Hegranesi, (1974), segir í viðtali: „Mér finnst gefið upp of mikið sáðmagn af kálfræi í leiðbeiningum. Kálið verður of þétt og gulnar í rót, og féð gengur ekki eins vel að því, líklega vegna þess, að það stendur ekki eins vel. Lömbin fara ekki út í kálið, heldur vinna það frá jöðrunum." Tafla 6 sýnir, hvaða áhrif mismunandi magn af repjufræi (Silona) hefur á blaðmagn og efnamagn uppskerunnar. I tilrauninni frá 1964 breytist hlutfallið milli blaða og stöngla fremur lítið með sáð- magninu. Þessu ber að taka með varúð, enda er aðeins um niðurstöður úr einni tilraun að ræða. T. D. Johnston (1971) segir, að rann- sóknir hafi leitt í ljós, að eftir því, sem fóð- urkálsplöntur standi gisnara, því fleiri og þyngri verði blöðin á hverri plöntu. Þakkarorð. Höfundur þakkar öllum þeim, sem lagt hafa hönd að tilraunum þeim, sem hér er getið, störf þeirra.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.