Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Síða 30

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1974, Síða 30
28 ÍSLENSKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Mynd 3. Mismunur (dagar) á mœlilum gildum gróandabyrjunar og reiknuðum eftir norðlægri breidd stöðvar og hæð hennar yfir sjó. Fig. 3. Difference in days between observed values of the onset of the growing season and esti- mated values on the basis of the northern latitude and the altitude of the station. framan, fæst hugmynd um áhrif annarra þátta en norðlægrar breiddar og hæðar yfir sjó á byrjun gróandans. Mismunur mœldra, gilda og reiknaðra er sýndur á mynd 3. Nú er rétt að skoða frávikin og geta sér til um orsakir þeirra. Við meginhluta suður- og vesturstrandar landsins kemur gróandinn 1-—2 dögum fyrr en reiknað er með samkvæmt fundinni lík- ingu. Fjær sjó gætir áhrifanna síðar, t. d. byrjar gróandinn á Hæli, Þingvöllum og í Síðumúla 1 degi síðar en reiknað er með. A Suðureyri byrjar gróandinn 6 dögum fyrr en líkingin gefur í skyn. Kann svo einnig að vera í öðrum innfjörðum vestra, þar sem land liggur vel við sólu og hafgolunnar gætir lítt. Norðan við Isafjarðardjúp og í Stranda- sýslu er gróandinn 3—8 dögum seinna á ferð en ætla mætti samkvæmt legu staðanna og hæð þeirra yfir sjó. I Eyjafirði og Suður- Þingeyjarsýslu byrjar gróandinn 2—7 dögum fyrr en Iega og hæð benda til. Þarna er víða um skjólsæla staði að ræða, þar sem sólar nýtur vel, t. d. Akureyri. Svo virðist einnig um Húsavík og Reykjahlíð við Mývatn. Munurinn er minni á Sandi, líklega sökum þess að þar gætir hafgolunnar frekar. Við norðausmr- og austurströndina er vor- ið allt að 11 dögum síðar á ferð en líkingin gefur fyrirheit um. Strandlengjan liggur illa varin svölum hafstraumum úr norðvestri. Sjór á þescu svæði (Raufarhöfn) er um 2°C kaldari í mars og apríl en við suðvesturströnd landsins (Reykjavík) (Jón Eyþórsson og Hlynur Sigtryggsson 1971).

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.