Fréttablaðið - 19.12.2020, Side 16

Fréttablaðið - 19.12.2020, Side 16
Evrópusambandið samþykkti aukafjárveitingu til COVAX upp á 500 milljónir evra. Ljóðabókin Vonin er tilfinningabomba! Öll sölulaun af bókinni renna óskipt til hjartadeildar Landspítalans Allur ágóði a f sölu bókar innar Vonin rennur til h jartadeildar Landspítala. Anna Lára M öller Vonin Anna Lára M öller A nna L ára M öller Vonin Kapa-01.indd All Pages 08/09/2020 10:37:50 COVID-19 COVAX, verkefni Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) til að dreifa COVID-19 bóluefni til fátækari ríkja heimsins, er hætt við að tefjast mikið. Þetta kemur fram í skjölum WHO sem fréttastofan Reuters hefur undir höndum. Takmarkið er að dreifa tveimur milljörðum skammta af bóluefni, að mestu leyti til landa Afríku, Asíu og latnesku Ameríku, fyrir lok árs 2021. Í skjölunum kemur fram að sum ríki gætu verið án bóluefnis til ársins 2024. „Það væri óábyrgt að meta ekki áhættuna í svona risavöxnu og f lóknu verkefni og gera áætlanir og tæki til að lágmarka hana,“ segir í yfirlýsingu frá Gavi, samtökum ríkisstjórna, lyfjafyrirtækja og góðgerðasamtaka sem standa að COVAX ásamt WHO, þegar innt var eftir svörum um skjölin. Helsta ástæðan fyrir áhyggjunum er fjármögnunin. Þrátt fyrir vilja- yfirlýsingar vestrænna ríkja, sem munu að stærstum hluta standa undir fjármögnuninni, hefur illa gengið að tryggja fjármagnið. Á þriðjudag tilkynnti hins vegar Evrópusambandið að lagðar yrðu 500 milljónir evra, 78 milljarðar króna, til viðbótar inn í verkefnið, ofan á þær 850 milljónir evra sem þegar hafa verið lagðar til. Í yfir- lýsingu sambandsins kom fram að fjárstuðningurinn myndi duga fyrir einum milljarði skammta af bóluefnum til fátækari og í meðal- lagi auðugra ríkja. Kínverjar gengu til liðs við COVAX í október en ekki er vitað hversu miklu fjármagni þeir munu veita til verkefnisins. Evrópusam- bandið er því nú stærsti fjárstyrkt- araðilinn og Bretland og Japan koma þar á eftir. Hvorki Rússland né Bandaríkin hafa gengið til liðs við COVAX. Samstarfið gengur gegn hugmyndafræði Donalds Trump forseta, Ameríku fyrst, en vonast er til þess að Bandaríkin gangi til liðs við það eftir að Joe Biden tekur við embætti þann 20. janúar. Annað sem áhyggjur WHO bein- ast að er framboðið af bóluefni. Lyfjafyrirtæki á borð við Pfizer og Moderna eru nú í óðaönn að fram- leiða bóluefni en WHO stefnir á að reiða sig á ódýrari bóluefni, til dæmis frá Kína. Kínverjar segj- ast geta framleitt tvo milljarða skammta á einu ári. Fari svo að hnökrar komi á framleiðsluna er hætt við því að stuðningur við fátækari ríki verði ekki efst á for- gangslistanum. Þriðja atriðið er flækjustig samn- inga og stjórnmála. Það er, að hversu miklu leyti skrifræði og átök vefjast fyrir framkvæmd dreifingarinnar. WHO hyggst koma upp COVAX stöðvum víðs vegar um þau lönd sem þiggja aðstoðina. Meðal þeirra landa eru til dæmis Norður-Kórea sem er með mjög strangar reglur um útlendinga, Úkraína þar sem aðskilnaðarsinnar stýra stórum hluta landsins og Jemen þar sem eru vopnuð átök. Útlit er því fyrir að dreifingin takist ekki sem skyldi alls staðar. kristinnhaukur@frettabladid.is Fátækari ríki gætu þurft að bíða í þrjú ár eftir bóluefni Evrópusambandið ákvað í vikunni að bæta umtalsverðu fé við stuðninginn við COVAX, dreifingarverk- efni COVID-19 bóluefnis til fátækari ríkja. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur áhyggjur af fjármögn- un verkefnisins, framboði á bóluefni og hættunni á því að geta ekki komið öllum dreifistöðvum á fót. WHO reiðir sig á ódýrari bóluefni en þau sem Pfizer og Moderna framleiða. Til dæmis frá Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY GÓÐGERÐARMÁL „Íslendingar eru stórhjartaðir og standa með minni- máttar, sérstaklega fyrir jólin. Ljós og friður er því miður ekki jólasiður alls staðar,“ segir Sigurður Mikael Jónsson, verkefnastjóri hjá UNICEF á Íslandi. Þar stefnir í metsöluár í Sönnum gjöfum þar sem fólk kaupir hin ýmsu hjálpargögn handa nauð- stöddum börnum um allan heim. „Þetta er ótrúlega vinsælt og sífellt f leiri sem stinga þessum gjafabréf- um með í jólapakkana. Sumir klára bara jólagjafainnkaupin á sannar- gjafir.is,“ segir Sigurður og segir að þegar árið verði gert upp muni Íslendingar hafa keypt neyðargögn fyrir tugi milljóna og bjargað fjöl- mörgum lífum. – bþ Metsöluár hjá UNICEF STJÓRNSÝSLA Lélegar brunavarnir og ástand hússins eru helstu ástæð- ur þess að bruninn á Bræðraborgar- stíg var jafn skæður og raunin varð. Þetta kemur fram í skýrslu Húsnæð- is- og mannvirkjastofnunar. Þrír íbúar hússins létust í brunanum og tveir slösuðust alvarlega. Einn hefur verið ákærður fyrir íkveikju, mann- dráp og tilraun til manndráps. Niðurstaða stofnunarinnar er óháð því hvort kviknað hafi í af mannavöldum eða ekki. Um var að ræða yfir hundrað ára gamalt for- skalað timburhús sem ekki var vel úr garði gert með tilliti til bruna- varna. Upphaf legar teikningar liggja ekki fyrir, og nýjustu teikn- ingarnar tuttugu ára gamlar. Bruna- varnir sem sáust á þeim teikningum voru ekki lengur til staðar. Þá hafði inngangi á annarri hæð hússins á einhverjum tímapunkti verið lokað með þeim afleiðingum að í stað tveggja flóttaleiða úr íbúð- inni var bara ein flóttaleið. Í skýrslunni kemur fram að vett- vangur hafi ekki verið fullmann- aður af hálfu slökkviliðsins fyrr en seinni dælubíllinn kom á staðinn 11 mínútum og 50 sekúndum eftir að útkallið barst, þar sem bíllinn var að sinna öðru alvarlegu útkalli. Það er umfram það 10 mínútna viðmið sem kveðið er á um fyrir umrætt útkallssvæði í reglugerð. Skýrslu- höfundar komst að þeirri niður- stöðu að fullmannaður vettvangur strax 7 mínútum eftir útkall hefði ekki breytt því hvernig fór. – uö Brunavarnir brugðust Þrír létust í brunanum í júní síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JAPAN Rúmlega þúsund einstakl- ingar voru neyddir til þess að sofa í bílum sínum á fimmtudaginn  á hraðbraut sem tengir höfuðborgina Tókýó við Niigata. Fyrstu bílarnir festust aðfaranótt fimmtudags og fór að bætast í röðina á fimmtu- daginn. Um tíma var röðin tæplega sautján kílómetra löng. Stjórnvöld í Japan sendu við- bragðsteymi af stað á fimmtu- daginn með eldsneyti, teppi og mat fyrir einstaklinga sem voru fastir inni í bílum. Um leið voru fjölmarg- ir að vinna í því að grafa út bíla með aðstoð vinnuvéla. – kpt Þúsund Japanir festust í snjó Erfiðlega hefur gengið að losa bíla úr snjónum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.