Fréttablaðið - 19.12.2020, Side 32

Fréttablaðið - 19.12.2020, Side 32
Ástarsaga þeirra Önnu og Óla er ekki eins og margar aðrar ástar­sögur. Saman eiga þau tvö börn, auk þess sem Anna átti fyrir dótturina Ölmu, þá sem grófst undir snjóflóðinu sem fór yfir varn­ argarðinn á Flateyri þann 14. janúar síðastliðinn. En þó að Anna og Óli hafi kynnst fyrir löngu og samband þeirra hafi borið þennan ríkulega ávöxt hafa þau ekki alltaf verið samferða, en eru það sannarlega nú. Blaðamaður settist niður með þeim Önnu og Óla í Íshúsi Hafnar­ fjarðar, þar sem Óli rekur gull­ smíðaverkstæði og Anna er honum nú innan handar, eftir að hafa þurft að gera hlé á öðrum störfum sínum. Við komum þó að því síðar og byrj­ um á byrjuninni. „Ég sá Óla í fyrsta skipti í Versló­ partíi en ég var í bekk með vini Óla, þar sáumst við fyrst. Óli og vinur hans mættu í partíið og ég man að ég hugsaði að þetta væru sætir strákar þó að mér þætti Óli aðeins sætari. Á mánudeginum hringdi svo hinn vinurinn í mig og á endanum vorum við par í svona tæpt ár,“ segir Anna og hlær að upprifjuninni. Ástarfundur á Kaffibarnum Þó nokkrum árum síðar, eða þegar þau voru í kringum þrítugt og Anna orðin móðir, hitti hún Óla á Kaffi­ barnum. „Hann var að koma af árs­ hátíð veiðifélags síns og ástandið eftir því þegar við hittumst klukkan fimm um morguninn,“ segir hún. En augljóslega fór vel á með þeim og þetta kvöld var grunnurinn lagður. Anna, sem sjálf lýsir sér sem fiðr­ ildinu í sambandinu var þó á leið í mastersnám til Sevilla á Spáni og sá því ekki fyrir sér að nokkuð yrði úr sambandi við veiðimanninn af Kaffibarnum. „Ég dvaldi á Spáni í eitt ár með Ölmu sem þá var þriggja ára og Óli kom í eina heimsókn til okkar,“ segir hún og Óli bætir við: „Við töl­ uðum saman nokkrum sinnum í viku og ég var alltaf að vona að það yrði eitthvað úr þessu.“ Ári síðar flutti Anna heim og þau Óli náðu aftur saman, eftir tveggja mánaða samband flosnaði þó upp úr en stuttu eftir sambandsslitin áttaði Anna sig á að hún væri með barni. „Það var auðvitað leiðinlegt að vera ekki saman frá degi eitt,“ segir Óli og talar um að vinirnir hafi byrjað í barneignum á svipuðum tíma og hann hafi fundið fyrir svo­ litlum vanmætti yfir að vera ekki í betri stöðu. Óli fór í annað samband á þessum tíma sem entist í um þrjú ár. Það gerði Anna líka en þegar slitnaði upp úr báðum samböndum náðu þau strax saman aftur. „Einhverjum mánuðum síðar f lutti Óli svo inn til okkar barn­ anna.“ „Shining“ fílingur á Ströndum Það hafði lengi blundað í Önnu að flytja út á land en hún starfaði sem menntaskólakennari og langaði að breyta til. „Þegar ég svo sá auglýst eftir kennara í Trékyllisvík sendi ég Óla skilaboð í vinnuna,“ útskýrir Anna. „Þú spurðir hvort ég væri til í að fara í smá Shining­fíling með þér í Finnbogastaðaskóla á Ströndum þar sem síðasta galdrabrennan var. Ég las þetta upphátt fyrir strákana í vinnunni og man að þeir spurðu hvort hún væri ekki örugglega að grínast, ég var aftur á móti ekki viss.“ Óli áttaði sig þegar hann kom heim að ekki var um grín að ræða, Anna sótti um og fékk starfið. Í Trékyllisvík tók Anna við fimm nemenda bekk og var Alma, dóttir hennar, einn þeirra. „Sonur okkar var þá þriggja ára svo ég sinnti honum auk þess að kenna leikfimi og smíði við skólann,“ segir Óli sem gat jafnframt sinnt gullsmíðinni. Þau eru sammála um að lífið á Ströndum hafi átt vel við þau. „Búðin var opin þrisvar í viku og það var það eina sem maður gat mögulega stress­ að sig yfir, að missa af búðinni. Svo var frystikistan og stórt búr fullt af mat og þaðan valdi maður hvað yrði eldað.“ Óli er áhugasamur veiðimað­ ur og gat sótt bæði fisk og villibráð í matinn. „Að því leyti var þetta bara íslenski draumurinn,“ segir hann. Tveimur dögum áður en fjöl­ skyldan flutti á Strandir komst Anna að því að von væri á þriðja barninu. „Það setti ákveðið strik í reikn­ inginn enda ekki á planinu. En við ákváðum þó að halda okkar striki eftir að hafa rætt málið við skóla­ stjórann,“ segir Anna, en viður­ kennir að fólki í kringum þau hafi fundist ákvörðunin um að f lytja svo afskekkt í þeim aðstæðum, undarleg. Fjölskyldan bjó í íbúð í skólahús­ næðinu og voru Óli og Anna einu starfsmennirnir utan skólastjórans og matráðs. Mætti í vinnuna á sokkunum „Þetta var ótrúlega kósí og ég hef aldrei áður verið í vinnu þar sem ég get mætt á sokkunum, út um einar dyr og inn um aðrar. Heimamenn eru líka elskulegir og allir vilja allt hver fyrir annan gera,“ segir Anna og þau eru sammála um að hafa ekki fundið fyrir einangrun, en þau hafi þurft að venjast rokinu enda húsið staðsett við sjóinn og þau varla sofið fyrir veðurlátum fyrstu næturnar. Anna var sett í apríl en í mars var Óli í burtu og hún ein með börnin tvö þegar hún fór að finna fyrir miklum verkjum. „Vegurinn var lokaður og lækn­ irinn sagðist ekki geta tekið neina áhættu og því var send sjúkraflug­ vél eftir mér á Gjögur. Svo um leið og ég settist inn í f lugvélina duttu hríð­ arnar niður,“ segir Anna og hlær en barnið kom ekki fyrr en sex vikum síðar, tveimur vikum eftir settan dag, þegar það var sótt. Fjölskyldan fór aftur á Strandir eftir fæðinguna þar sem þau létu skíra nýfædda dóttur sína og klár­ uðu skólaárið en f luttu svo aftur í bæinn. „Ég gat ekki alveg hugsað mér að vera áfram með smábarn,“ segir Anna. Skildu í annað sinn Fjölskyldan flutti þá í Hafnarfjörð­ inn þar sem þau bjuggu öll saman í eitt ár, eða þar til Anna og Óli skildu í annað sinn. Óli f lutti í Laugardal­ inn þar sem hann byggði upp veit­ ingastaðinn Kaffi Laugalæk ásamt Mín leið til að halda dampi Í byrjun árs féll snjóflóð á hús Önnu Sigríðar Sigurðardóttur þaðan sem dóttur hennar var giftusamlega bjargað og nú undir lok þess hafa hún og barnsfaðir hennar, Ólafur Stefánsson, náð aftur saman og smíða saman skartgripi. Þau Anna Sigga og Óli eiga sér ekki alveg hefðbundna ástarsögu. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Mæðgurnar Anna og Alma á Holtsströnd í Önundarfirði á fögrum júnídegi. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is VEGURINN VAR LOKAÐUR OG LÆKNIRINN SAGÐIST EKKI GETA TEKIÐ NEINA ÁHÆTTU OG ÞVÍ VAR SEND SJÚKRAFLUGVÉL EFTIR MÉR Á GJÖGUR. Anna 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.