Fréttablaðið - 19.12.2020, Page 36

Fréttablaðið - 19.12.2020, Page 36
ÞAÐ ÞYKIR MÉR ALLTAF SVO HÁTÍÐLEGT, ÉG FÓR OFT MEÐ ÖMMU Í MIÐ- NÆTURMESSUNA, VIÐ FÓRUM BARA TVÆR OG ÞAÐ VAR DÁSAMLEGT. Edda segist hafa gaman af jólahefðum en eftir að hafa haldið jólin síðast erlendis hafi komið í ljós að þó þær væru ljúfar og góðar væru þær kannski ekki ómissandi. „Ein jólahefðin sem ég elska er að syngja á aðfangadag með Augna- blikskórnum uppi á Landspítala, en því miður er það ekki hægt í ár út af dotlu,“ segir Edda í léttum tón. „Síðan förum við alltaf á Þorláks- messu til vina í smá boð þar sem maður fær heita lifrarkæfu og ýmis- legt annað góðgæti áður en maður klárar það síðasta sem þarf að gera.“ Fjölskyldan hefur jafnframt farið í messu á jóladag eða miðnætur- messu. „Það þykir mér alltaf svo hátíðlegt, ég fór oft með ömmu í miðnæturmessuna, við fórum bara tvær og það var dásamlegt. Einn- ig förum við með kerti í kirkju- garðinn til allra englanna okkar. Svo verður maður að horfa á Fawlty Towers, Christmas Vacation, Fanny og Alexander og allar sígildu jóla- myndirnar.“ Edda byrjar snemma að skreyta heimilið en stjörnur og ljós í glugg- ana fara yfirleitt upp í nóvember. „Ég skreyti svo aðventukrans fyrir fyrsta sunnudaginn, svo er þetta svona smátt og smátt að detta inn. Ég fæ mér greinar og amaryllis í vasa, set nokkrar jólakúlur í skál, og stilli upp englinum frá ömmu Lóló, kveiki mikið á kertum og set smá púrt í jólakaröfluna.“ Royal jóladraumur í Skerjafirði Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona er mikill fagurkeri og fór alla leið þegar við báðum hana að dekka upp jólaborðið heima fyrir lesendur Fréttablaðsins og er ekki laust við að manni finnist maður kominn til Köben. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona er einstakur fagurkeri og þegar við báðum hana að vera svolítið snemma í að dekka upp jólaborðið lét hún lítinn draum rætast. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Elsta mynstrið heitir Musselmalet, síðan eru önnur sem eru inspíreruð eða stækkað brot úr þessu gamla mynstri. Eddu finnst gaman að blanda þessu saman og notaði mikið Element og Mega Mussel með því elsta, Mussel- malet. Holmegaard freyðivínsglösin frá Líf og list sóma sér vel með stellinu. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Edda Björg segir það hafa verið svolítið yfirþyrmandi að velja saman í Royal Copenhagen stellið enda sé það allt svo fallegt. Hún hafi þó fengið frábæra aðstoð við samsetninguna hjá sérfræðingunum hjá Líf og list og loks valið að blanda saman öllu því bláa. Útkoman er auðvitað einkar glæsileg. Jólanótt og jóladagur Fjölskyldan byrjaði enn fyrr en vanalega að gera notalegt fyrir jólin vegna aðstæðna og er stefnan að búa til litla jólakúlu með nánustu. „Við ætlum að eiga mikið af mat og hafa það náðugt saman. Spila, lesa bækur, horfa á góðar myndir, kúra, fara í göngutúra og líka bara gera ekkert nema bara vera glöð og kát og allir saman. Jólin eru alltaf hlý og góð alveg sama hvað gengur á, jólanótt og jóladagur eru alveg uppáhaldsstundirnar, það er svo mikil værð, svo góð orka sem líður um mann. Líka nýársdagur, þá er allt svo brakandi ferskt og hressandi. ↣ 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.