Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2020, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 19.12.2020, Qupperneq 38
Silfurhnífapörin fengu hjónin í brúðkaupsgjöf frá vinum og skreytti Edda hnífapörin og tauserv étturnar með snæri og rósmaríni. Silfurkönnuna fékk Edda frá ömmu sinni og smellpassar hún með stell­ inu. Edda notaði gömlu jólaplatt­ ana líka með og kom það vel út. „Ég á svo góðar frænkur sem komu og gáfu okkur Stebba sitt hvorn frá fæðingarár­ unum okkar.“ Fjölskyldan kaupir alltaf jólatré hjá Gróðrarstöðinni Þöll. „Þangað er æðis­ legt að koma og höfum við farið síðastliðin 15 ár, keypt jólatré og fengið heitt súkkulaði og smákökur, stemningin þar er yndisleg,“ segir Edda. Edda heldur mikið upp á Holme­ gaard jólakaröfluna sem framleidd er árlega og fæst einnig í Líf og list. Gamli engillinn frá ömmu Lóló. „Í honum er spiladós sem spilar Heims um ból, allir þessir fallegu hlutir sem geyma góðar minningar, oft er þetta ekki ýkja merkilegt skraut en það er búið að fylgja manni lengi og þannig verður það táknrænt fyrir ást og kærleika.“ Tréð skreyttu mæðgurnar með mikið af hvítu skrauti sem Edda hefur safnað í gegnum tíðina en ballerínuna fékk hún frá Bryndísi vinkonu sinni. Stjörnurnar fallegu fara snemma upp, Þá förum við eldsnemma út í göngutúr og svo er ég f ljót að skipta öllu rauðu út fyrir hvítt, hvítan amaryllis og hvíta túlípana, það er frekar fyndið, en ég verð að gera þetta,“ segir Edda og hlær. Aðspurð um bestu jólaminn- inguna segir Edda það helst snúast um minningarbrot. „Þessi mikla til- hlökkun og bið og undirbúningur jólanna, gera kertaskeytingar á tréplatta með ömmu, síðan máttum við ekki kveikja á þeim því að afi var mjög eldhræddur. Svo var það baksturinn með ömmu og að borða allar þessar 17 sortir og auðvitað stelast í kökuboxið. Hamborgar- hryggur með ananas, blanda malti og appelsíni í jólakönnuna en það var mitt verkefni. Svo þegar maður sjálfur er kom- inn með f jölskyldu vill maður endurskapa fyrir sín börn hlýjar og góðar minningar frá jólunum.“ Edda er gift Stefáni Má Magnús- syni tónlistarmanni og segir hún fyrstu jólin þeirra saman vera eftir- minnileg. „Við vorum þá saman í litlu íbúðinni hans og fengum fallegt og stórt tré á afslætti því að toppurinn var brotinn af, sem okkur fannst ekkert mál. Svo þegar netið var klippt af fyllti það gjör- samlega út í stofuna svo við þurft- um að skáskjóta okkur til að kom- ast inn í svefnherbergið, það var fyndið,“ rifjar Edda upp hlæjandi og bendir á að atriðið hafi minnt á svipað atriði úr kvikmyndinni Christmas Vacation. Varð hugfangin í Köben Við báðum Eddu að dekka upp jóla- borð fyrir lesendur og ákvað hún að nýta tækifærið og láta lítinn jóla- draum sinn rætast. „Við fórum eitt sinn til Köben á aðventunni og borðuðum á svo geggjuðum stað, Sankt Annae. Þar var allt borið fram á hinu fallega Royal Copenhagen stelli. Ég varð alveg hugfangin og byrjaði þar og þá að safna stellinu. Svo núna þegar enginn kemst lönd né strönd hugs- aði ég hvort ég gæti ekki skapað þessa góðu stemmingu sjálf, fært hana hingað heim.“ Edda hafði samband við Líf og list í Smáralindinni og fékk aðstoð þar enda ekki búin að safna öllu stell- inu. „Ég fékk þá að leika mér með þetta æðislega stell,“ segir Edda en sjón er sögu ríkari. „Það var gaman að dekka þetta borð, grenið og hýasinturnar gera þetta svo jóla- legt, svo skreytti ég tauservétturnar með snæri og rósmaríni, þegar allt var komið var borðið ekki bara fallegt heldur ilmaði það undur- samlega. Þetta varð einn allsherjar Royal draumur.“ Edda skreytir meðal annars með því að setja litríkar jólakúlur í skál. ↣ ÉG VARÐ ALVEG HUGFANG- IN OG BYRJAÐI ÞAR OG ÞÁ AÐ SAFNA STELLINU. SVO NÚNA ÞEGAR ENGINN KEMST LÖND NÉ STRÖND HUGSAÐI ÉG HVORT ÉG GÆTI EKKI SKAPAÐ ÞESSA GÓÐU STEMNINGU SJÁLF, FÆRT HANA HINGAÐ HEIM. 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.