Fréttablaðið - 19.12.2020, Síða 53
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára
Ertu efni í ráðgjafa?
Nýtur þú þess að leita lausna, vinna að umbótum og framförum?
Í allri vinnu okkar er leitast við að auka skilvirkni og ná auknum árangri fyrir viðskiptavini okkar með því að hagnýta
bæði tækni og ferla. Það er nóg að gera hjá okkur og leitum við að öflugum ráðgjöfum í teymið okkar.
Ef þú vilt horfa fram á við og glíma við innleiðingu nýrra lausna, forgangsraða og skipuleggja verkefni, ásamt því að hafa getu til að
stýra þeim, viljum við heyra í þér.
• Stefnumótun• Sjálfvirkni
• Skýjalausnum og samþættingu lausna • Stjórnskipulagi
Hefur þú reynslu og áhuga á...?
Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veita: Einar Þór Bjarnason (einar@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is)
• Verkefnastjórnun
• Viðskiptalausnum
WWW.OSSUR.IS
Össur leitar að starfsmanni til að starfa í vöruþróun. Um er að ræða starf í Bionic-deild Össurar þar sem unnið er
með tölvustýrð stoðtæki. Unnið er í alþjóðlegu teymi sérfræðinga sem vinna við vöruþróun á stoðtækjum sem eru
í fremstu röð í heiminum.
HÆFNISKRÖFUR
• MSc (æskilegt)/BSc próf í tölvunarfræði eða verkfræði
• A.m.k. 1-3 ára starfsreynsla æskileg
• Reynsla af C og C++ forritun
• Reynsla af örtölvuforritun
• Reynsla af rauntímakerfum er kostur
• Reynsla af mótorstýringum er kostur
• Reynsla af þróun lækningatækja er kostur
Örtölvuforritari
(Embedded software developer)
STARFSSVIÐ
• Þróun á tölvustýrðum stoðtækjum
• Þátttaka í þarfagreiningu með innri og ytri aðilum
• Þátttaka í áhættugreiningu
• Hönnun og útfærsla á skilvirkum prófunaraðferðum
• Hugbúnaðarprófanir samkvæmt alþjóðlegum
stöðlum
Össur er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði stoð- og stuðningstækja.
Hjá félaginu starfa um 3.500 manns í 26 löndum.
Gildi félagsins eru: Heiðarleiki – Hagsýni – Hugrekki.
Umsóknarfrestur er til og með 30. desember 2020.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Sótt er um starfið á vef Össurar, ossur.is/mannaudur.
Athugið að velja viðeigandi starf. For English version please see the above webpage.
Nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild í síma 515 1300.