Fréttablaðið - 19.12.2020, Side 63

Fréttablaðið - 19.12.2020, Side 63
AUGLÝSING UM FORVAL Sveitarfélagið Árborg lýsir eftir áhugasömum aðilum til þess að taka þátt í útboði vegna hönnunar og byggingar færanlegra kennslustofa fyrir Stekkjaskóla á Selfossi. Stekkjaskóli – Færanlegar kennslustofur, Alútboð nr. 2006052. Lauslegt yfirlit yfir verkið: Við Stekkjaskóla á að smíða, fullgera og setja niður 10 færanlegar kennslustofur ásamt tengigangi. Heildar- stærð kennslustofa og tengigangs er u.þ.b. 1.100 m². Kennslustofueiningarnar skulu þannig gerðar að hægt sé að fjarlægja einingarnar með krana og setja niður annars staðar, þegar þörf á viðbótar kennsluhúsnæði breytist. Væntanlegur verktaki mun fullhanna einingarnar og afhenda fullbúnar ásamt tengigangi á lóð Stekkjaskóla í Björkurstykki á Selfossi. Gert er ráð fyrir að bjóðandi smíði bæði kennslustofueiningar og tengigang, annars staðar, og komi með þau og setji niður á undirstöður eftir útfærslu bjóðanda. Einnig er mögulegt að byggja einingarnar og tengigang á staðnum. Nánari lýsingu og útskýringar er að finna í útboðsgögnum. Lok framkvæmda: 31. júlí 2021. Skilyrði þátttöku eru nánar útskýrð í útboðsgögnum sem verða afhent á rafrænu formi frá og með þriðjudeginum 15. desember 2020. Þeir sem hyggjast taka þátt í útboð- inu skulu hafa samband við Eirík Stein Búason hjá Verkís hf. á Selfossi með tölvupósti í netfangið verkis.selfoss@ verkis.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang sitt og fá útboðsgögnin í kjölfarið send í tölvupósti. Gögnum þátttakenda skal skila til Verkís hf., fyrir kl. 14.00 föstudaginn 15. janúar 2021. Fyrirmælum varðandi skil gagna er nánar lýst í útboðsgögnum. Mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg: • Skógarhús við Funaborg. Aðkoma á verktíma og stofnlagnir – Útboð nr. 15069 Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod Innkaupaskrifstofa Sími 411 1111 ÚTBOÐ Gleðileg jól frá okkur í Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is Félagsmálaráðuneytið og innflytjendaráð auglýsa eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála 2020-2021. Hlutverk sjóðsins er að efla rannsóknir og styðja þróunarverkefni á sviði málefna innflytjenda með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. Við ákvörðun um styrkveitingar verður lögð áhersla á eftirfarandi: • Börn og ungmenni: Áhersla er lögð á verkefni sem snúa að börnum og ungmennum af erlendum uppruna. Sérstöku fjármagni verður veitt til verkefna sem tengjast ungmennum af erlendum uppruna sem eru hvorki í vinnu né námi. • Atvinna og virkni: Sérstök áhersla er lögð á rannsóknar- og þróunarverkefni sem tengjast innflytjendum á vinnumarkaði og virkniúrræðum fyrir þá sem eru í atvinnuleit. • Covid-19: Rannsóknir og þróunarverkefni sem tengjast áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins á innflytjendur á Íslandi. • Önnur verkefni er varða málefni innflytjenda koma einnig til álita. Styrkir verða veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum. Félags- og hagsmunasamtök innflytjenda eru sérstaklega hvött til þess að sækja um. Einstaklingum verður að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsókna. Styrkir geta að hámarki numið 75% af áætluðum heildarkostnaði verkefnis. Unnt er að sækja um bæði á íslensku og ensku. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 1. febrúar 2021. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfrestur rennur út verða ekki teknar til umfjöllunar. Sækja skal um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins: minarsidur.stjr.is Undir flipanum Eyðublöð eru eyðublöð flokkuð eftir ráðuneytum og stofnunum. Undir félagsmálaráðuneytinu er umsóknareyðublaðið Þróunarsjóður innflytjendamála 2020-2021. Vísað er á nánari upplýsingar um þróunarsjóðinn á vef Stjórnarráðsins, meðal annars reglur þróunarsjóðs innflytjendamála með nánari upplýsingum um skilyrði fyrir styrkveitingum. Í janúar mun innflytjendaráð standa fyrir opnum kynningarfundi fyrir væntanlega umsækjendur um umsóknarferlið, áherslur ársins og reglur sjóðsins. Fundurinn verður nánar auglýstur síðar. Frekari upplýsingar fást í félagsmálaráðuneytinu í síma 545 8100 og með tölvupósti á netfangið frn@frn.is. Trúnaðar er gætt við meðferð allra umsókna. Félagsmálaráðuneytið auglýsir styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála 2020-2021 ATVINNUAUGLÝSINGAR 11 L AU G A R DAG U R 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.