Fréttablaðið - 19.12.2020, Qupperneq 70
Þeir sem hafa áhyggjur af þyngdinni um jólin geta gert ýmislegt til að forðast
ofþyngd án þess að sleppa góð-
gætinu. Best er að einbeita sér að
því jákvæða sem hægt er að gera.
Hefðbundinn jólamatur eins og
feit pörusteik eða feitt hangikjöt
getur verið þungur og hitaeininga-
ríkur matur. Kalkúnn er hins vegar
frábær matur sem jafnframt er
hitaeiningasnauður. Sömuleiðis
jólaskinka og roast beef. Lax, graf-
lax og síld eru hollir forréttir.
Ef maður vill borða minna er um
að gera að hafa meira af girnilegu
grænmeti og ávöxtum á jólaborð-
inu. Þar má nefna ferskt heimagert
rauðkál, rósakál eða gott eplasalat.
Klementínur eru einnig góðar í
salöt og appelsínur má nota með
önd.
Algengt er að fólk hvíli sig, lesi
góðar bækur og hafi það kósí um
jólin. Staðreyndin er sú að hægt
er að leyfa sér meira góðgæti ef
maður tekur góðan göngutúr
daglega, kannski bara í hálftíma.
Með því að vera líkamlega virkur
brennir maður matnum hraðar
og verður síður óþægilega saddur.
Rösk hreyfing hefur góð áhrif á
meltingarkerfið.
Með því að byrja daginn
á hollum og næringarríkum
morgunverði er minni hætta á að
sprengja sig í kvöldmatnum. Taktu
tíma í að borða. Ekki spara þig
fyrir jólasteikina því þá getur þér
liðið verr í maganum eftir þungan
mat. Ef þú ætlar að létta þig notaðu
þá minni diska til að plata augað.
Það getur komið í veg fyrir ofát.
Drekktu mikið af vatni eftir saltan
mat. Ágætt er að muna að jólabjór
og léttvín er fitandi.
Jólasmákökur og tertur eru
á borðum á jólum. Það er gott
að grípa sér eina piparköku eða
vanilluhring. En þeir sem vilja
grenna sig ættu að fara varlega í
að úða í sig sætindum. Ef hungrið
kallar er best að fá sér hnetur eða
möndlur til að seðja það. Þótt jólin
séu vissulega matargleði þá eru
þau fyrst og fremst samvera með
fjölskyldu.
Uppskrift að kalkún
fyrir átta manns
1 kalkúnn, um það bil 5 kíló
3 dl vatn
200 g smjör
2 hvítlauksrif, stór
Ferskt timían
Sítróna
1 laukur
Þegar kalkúnninn hefur þiðnað,
hafi hann verið frosinn, er inn-
maturinn tekinn frá og notaður
í sósu. Leggið kalkúninn í stóran
pott með 10% saltlegi yfir nótt.
Þerrið hann síðan með eldhús-
pappír.
Setjið í stórt eldfast form og
leggið vængina undir fuglinn.
Dreifið smjöri, hvítlauk og
timían undir skinnið á fuglinum
hér og þar. Skerið sítrónuna í
fjóra parta ásamt lauknum og
setjið inn í fuglinn.
Setjið vatnið í botninn á eld-
fasta mótinu. Setjið hitamæli í
þykkasta hlutann á bringunni og
steikið fuglinn á 120 gráðum þar
til mælirinn sýnir 64°C. Ausið
bráðnu smjöri yfir fuglinn af og
til á eldunartímanum.
Takið fuglinn út og látið standa
undir álpappír í 20-25 mínútur.
Hækkið í ofninum á meðan upp
í 210°C. Setjið kalkúninn aftur
inn í ofninn og fáið lit á skinnið.
Miðað er við eldun hálftíma á
hvert kíló sé miðað við 150°C
heitan ofn. Fulleldaður kalkúnn
á að sýna kjarnhita 71°C.
Staðreyndin er sú
að hægt er að leyfa
sér meira góðgæti ef
maður tekur góðan
göngutúr daglega,
kannski bara í hálftíma.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Kalkúnn fyrir færri aukakíló
Það eru ekki ný vísindi að desember er fituríkur mánuður hjá flestum. Þótt þessi aðventa sé ólík
öllum öðrum sem við þekkjum þá láta flestir eitthvað virkilega gott eftir sér á þessum árstíma.
Kalkúnn getur verið betri kostur en feitt svínakjöt ef fólk vill ekki bæta á sig kílóum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Gauta Eiríksson þekkja lík-lega f lestir sem manninn á bak við YouTube-rásina
sem heitir eftir honum, þar sem
hann birtir stórskemmtileg og
fræðandi kennslu- og orðskýr-
ingamyndbönd í náttúrufræði og
stærðfræði, kennslumyndbönd
í ljósmyndun, myndbönd frá
mismunandi stöðum á Íslandi
og ýmislegt f leira. Í ár er hann
höfundur glæsilegrar spurninga-
bókar um fótbolta sem kemur út á
vegum forlagsins Óðinsauga.
„Þetta er ekki fyrsta spurninga-
bókin sem ég gef út og alls ekki
fyrstu spurningarnar sem ég hef
samið,“ segir Gauti, sem starfar
sem kennari í Álftanesskóla. „Ég
hef samið spurningar mjög lengi
og haldið spurningakeppni fyrir
nemendur í Álftanesskóla í hátt í
13 ár.“ Þess má geta að þó nokkrir
einstaklingar sem hafa tekið
þátt í spurningakeppni fram-
haldsskólanna, Gettu betur, eiga
margt að þakka Gauta. „Árið sem
MH sigraði í keppninni komu
til dæmis tveir af þremur kepp-
endum sigurliðsins frá mér.“
Ekki fyrsta spurningabókin
Gauti er gífurlegur áhugamaður
um fótbolta og fylgist sérstaklega
með enska boltanum „Mitt lið er
Liverpool og hefur verið í hátt í 40
ár allt frá því Kenny Dalglish, Ian
Ross og Bruce Grobbelaar voru og
hétu. Annars fylgist ég líka með
því sem gerist í f leiri deildum og
meistaradeildinni, þó svo ég horfi
nú kannski ekki á hvern einasta
leik.“
Fyrsta spurningabók Gauta
kom út árið 2018 á vegum
Óðinsauga. „Sú spurningabók var
um fótbolta og samdi ég hana með
öðrum höfundi sem hafði áður
gefið út svipaðar bækur á vegum
forlagsins. Sama ár gaf ég út Stóru
spurningabókina hjá Óðinsauga,
sem kom út í stóru og veglegu
broti. Bókin var tvö ár í vinnslu
með 3.000 spurningum um allt
og ekkert og líka fótbolta. Næsta
bók sem ég gaf út var um enska
boltann þar sem ég gerði upp
nýyfirstaðið tímabil.“
Hvað veist þú?
Hvað veistu um fótbolta? kom út í
byrjun nóvember og er frábrugðin
Enska boltanum að því leyti að hún
fjallar vissulega um fótbolta, en á
almennari hátt. „Spurningarnar eru
ekki háðar útgáfutíma og skiptast
í auðveldar, miðlungs og erfiðar
spurningar. Þá eru sérkaflar innan
bókarinnar þar sem eingöngu er
spurt um nýafstaðin tímabil enska
boltans og Evrópuboltans.“
Bókin er veglega myndskreytt
sem að sögn Gauta er sjaldgæft
þegar kemur að spurningabókum.
„Það eru bæði fallegar ljósmyndir
í bókinni og einnig myndaspurn-
ingar. Þetta er tilvalin jóla- eða
tækifærisgjöf fyrir hvern þann
sem hefur áhuga á fótbolta. Það má
eyða löngum stundum einn með
sjálfum sér að prófa eigin þekkingu.
En það er líka stórskemmtilegt að
koma nokkur saman og skiptast
á að spreyta sig á spurningunum í
bókinni.“
Í hvaða landi fer úrslitakeppni
heimsmeistaramótsins í knatt-
spyrnu karla fram árið 2022?
Hvaða lið í ensku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu ber viðurnefnið Toon
Army?
Hvaða lið varð enskur meistari í
knattspyrnu karla leiktíðina 2019
til 2020?
Ekki sú síðasta
Gauti segist halda úti spurninga-
banka með tugþúsundum spurn-
inga. „Þetta eru um 900 blaðsíður í
Word. Það þarf klárlega að setja
sig í ákveðinn gír þegar kemur að
því að semja spurningar og að baki
liggur gífurleg heimildavinna. Ég
bý því að gjöfulum banka þegar ég
þarf á að halda. Svo þegar kemur
að útgáfu þarf ávallt að sannreyna
það að svarið í bókinni sé það eina
rétta. Það kemur líka á daginn
að það reynist oft langerfiðast að
semja auðveldu spurningarnar.“
Gauti er hvergi nærri hættur og
vonast til þess að gefa út enn fleiri
spurningabækur. „Ég held að sjálf-
sögðu áfram að punkta niður fleiri
spurningar til þess að viðhalda
spurningabankanum mínum
þegar ég þarf að grípa í hann.“
Svör: 1. Í Katar, 2. Newcastle, 3.
Liverpool.
Fótboltaspurningar fyrir unga sem aldna
Hvað veistu um fótbolta? er stórskemmtileg spurningabók fyrir fótboltaáhugafólk á öllum aldri.
Höfundurinn Gauti Eiríksson er einn iðnasti spurningahöfundur landsins og þó víðar væri leitað.
Gauti Eiríksson
hefur safnað
spurningum
í áraraðir og
gefur nú út stór-
skemmtilega
spurningabók
um fótbolta
sem á eftir að
gleðja marga
áhugamenn um
fótbolta. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ERNIR.
Bókin er stórskemmtileg og tilvalin
fyrir áhugamenn um fótbolta á
öllum aldri. MYND/AÐSEND
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R