Fréttablaðið - 19.12.2020, Side 78

Fréttablaðið - 19.12.2020, Side 78
Helga er vön að bjóða fól k i heim u m hátíðirnar og vill hún helst hafa sem f lesta í kringum sig. Þó að lítið fari fyrir jóla- og aðventuboðum þetta árið samþykkti Helga að undirbúa jólaborð fyrir sína nánustu og sýna lesendum Fréttablaðsins hvernig jólin verða heima hjá henni á Fjöln- isveginum. „Mér finnst gaman að draga fram skraut sem ég hef notað í áraraðir og blanda inn á milli með nýrra skrauti, að auki hafa börnin glatt mig í gegnum tíðina með heima- tilbúnu skrauti sem fær að sjálf- sögðu að njóta sín. Góð ilmkerti eru ómissandi eins og reyndar alla aðra daga en jólailmur fær að njóta sín á þessum tíma árs og ilmurinn af hýasintum finnst mér yndislegur og jólalegur.“ Helga segist ekki skreyta um of og halda sig mikið við greni, dempaða liti og gullbrassað. „Það er með jóla- skrautið eins og aðra hluti á heim- ilinu, ég reyni að hafa rauðan þráð í skreytingunum og halda mig við svipaða liti og útlit.“ Jólin eru uppáhaldstími Helgu og er hana farið að lengja eftir þeim í byrjun nóvember. „Því vil ég eðli- lega lengja jólahátíðina eins mikið og ég get og mér finnst tilvalið að byrja að skreyta og setja upp seríur þegar dagar eru farnir að styttast. Aðdragandi jólanna er svo fallegur.“ Helga heldur nokkuð fast í hefðir og segir samveru með sínum nánustu og tilhlökkun barnanna standa upp úr yfir hátíðirnar. „Það er líka gaman að búa til nýjar og skemmtilegar hefðir sem gaman getur verið að halda í. Þegar við f luttum heim frá Kanada fyrir um þremur árum tókum við með okkur heim skemmtilega hefð um kanad- íska jólaálfinn, Elf on a shelf. Kanadísku jólaálfarnir fara á stjá í byrjun desember, þeir eru aðstoðar- menn og -konur jólasveinsins og fylgjast vel með hegðun barnanna yfir daginn. Jólatöfrar álfanna felast í því að þegar heimilisfólkið fer að sofa þá ferðast jólaálfarnir alla leið til Norðurpólsins og færa jólasvein- inum fréttir af börnunum og hjálpa jólasveininum í annasömum undir- búningi jólanna. Áður en heimilis- fólkið vaknar fljúga álfarnir til baka frá pólnum og fela sig á ótrúlegustu stöðum og það er gríðarleg spenna að vakna á morgnana og leita að þeim. Jólaálfarnir öðlast töfra sína með ást barnanna á þeim og það er algjört skilyrði að það má alls ekki snerta þá því þá geta þeir misst töframáttinn og geta ekki f logið til Norðurpólsins á nóttunni til þess að færa jólasveininum fréttir.“ Aðdragandi jólanna svo fallegur Helga Árnadóttir sem er annálaður fagurkeri segist alltaf hafa verið mikið jólabarn og elskað aðventuna en það hafi aukist eftir að hún sjálf eignaðist börn. Hún hefur sérlega gaman af því að búa til nýjar hefðir með þeim. Helga er mikið jólabarn og nýtur þess að skapa nýjar hefðir með börnum sínum auk þess sem hún heldur í þær gömlu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Helgu finnst gaman að dekka upp borð og ver stórum hluta aðfangadags í að gera borðstofuborðið fallegt. Fallega servíettuhringana keypti Helga í Montréal. Kransana í gluggunum útbjó Helga sjálf með nýju og notuðu; fallegu flaueli frá mömmu sinni, nýjum borðum og greni og svo skrauti úr jólakassanum. Matarstellið er Gianni Versace og vínglösin eru frá Ralph Lauren en Helga keypti þau fyrir langalöngu. Helga setur tréð snemma upp og því hentar vel að vera með gervitré. Skrautinu hefur hún safnað í gegnum tíðina en kaupir eitt nýtt ár hvert. Helga leggur mikið upp úr notalegri jólastemningu. Arnar Gauti Sverrisson arnargauti@sirarnargauti.is Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is ÉG REYNI AÐ HAFA RAUÐ- AN ÞRÁÐ Í SKREYTING- UNUM OG HALDA MIG VIÐ SVIPAÐA LITI OG ÚTLIT. 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R46 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.