Fréttablaðið - 19.12.2020, Síða 80

Fréttablaðið - 19.12.2020, Síða 80
ÉG BAÐ FÖÐUR MINN UM AÐ FARA Í BÚÐ OG KAUPA ÞAÐ HELSTA FYRIR JÓLIN. HANN FÓR HINS VEGAR OFFARI Í BÚÐINNI OG ÞETTA ENDAÐI Í BLÁUM IKEA-POKA. „Flæskesteg“ og dönsk jól Hrönn Hafliðadóttir býr ásamt tveimur sonum sínum, Hjörvari og Húgó, í bænum Hinnerup, skammt fyrir utan Árósa í Danmörku. Þau voru lengi vel bjartsýn á að komast heim um jólin en faraldurinn hefur sótt í sig verðið í Danmörku síðustu vikur og aðgerðir verið hertar en samkomu bann þar er miðað við tíu manns. „Við áttum bókað flug heim 21. desember en fluginu var aflýst fyrir um þremur vikum, við vorum samt búin að taka ákvörðun um að halda jólin hér úti í ár. Það væri bara óábyrgt að vera að fara heim eins og staðan er núna, auk þess eru strákarnir í framhaldsskóla og þyrftu að fara í tveggja vikna sóttkví þegar við kæmum aftur til Danmerkur. Auðvitað er leiðinlegt að komast ekki heim en það verða bara dönsk jól í ár,“ segir Hrönn. Öllu flugi aflýst Þetta er ekki fyrsta flugið sem Hrönn á bókað í ár og er aflýst, en hún hefur fjórum sinnum ætlað að koma heim í ár. „Amma mín varð 100 ára í mars og ég var fyrir löngu búin að panta miða til Íslands þá. Eins og við var búist var afmælinu aflýst, ég ætlaði þá að reyna að koma heim í brúðkaup systur minnar í maí en sömu sögu var að segja þá og fluginu aflýst. Ég gerði heiðarlega tilraun til að koma í ágúst, þegar til stóð að gera aðra tilraun til að halda upp á 100 ára afmælið en það datt einnig upp fyrir. Ég er kannski bara búin að vera aðeins of bjartsýn í ár,“ segir Hrönn. Hrönn og strákarnir halda upp á jólin ásamt sambýlismanni Hrannar, Jens, sem er Dani, og foreldrum hans. „Við erum vön að borða ham- borgarhrygg á jólunum en í ár verður það „flæskesteg“ og önd að hætti Dana. Við förum reyndar ekki eftir öðrum dönskum hefðum eins og að dansa í kring um jólatréð og syngja sálma, en þetta verður einhver blanda af íslenskum og dönskum jólum.“ Hún segir að Danir taki regl- urnar annars mjög alvarlega og að fólk sé almennt ekki að hittast yfir jólin, fyrir utan sína nánustu fjölskyldu. „Reglurnar voru settar á hér yfir jólin til að koma í veg fyrir mikla hópamyndun yfir hátíðirnar enda hafa smit aldrei verið fleiri. Við hittum því ekkert vinafólk um jólin en nýtum tímann í að slaka á hér heima.“ Nóg af af íslenskum mat Hrönn og synir hennar eru sólgin í íslenskan mat, þá sérstaklega sælgæti. Hún var svo heppin að þekkja konu sem kom til Dan- merkur frá Íslandi í síðustu viku og tók með sér þónokkuð mikið af mat fyrir þau. „Ég bað föður minn um að fara í búð og kaupa það helsta fyrir jólin. Hann fór hins vegar offari í búðinni og þetta endaði í bláum IKEA-poka sem aumingja konan þurfti að rogast með til Danmerk- ur,“ segir Hrönn og hlær og bætir því við að þau hafi að sjálfsögðu borgað yfirvigtina. Þau fengu meðal annars sent hangikjöt, lambahrygg, lambalæri, kleinur, piparost, og sælgæti. „Við erum því í toppmálum, fáum hangikjöt á jóladag, náum að baka lakkrístoppa og ég fékk mitt uppáhaldssælgæti sent, Rommý. Þetta verða öðruvísi en notaleg jól hér í Hinnerup.“ Þau komast ekki heim um jólin Hrönn Hafliðadóttir heldur jólin hátíðleg ásamt Jens, dönskum sambýlis- manni sínum og sonum sínum tveimur, Hjörvari og Húgó, í bænum Hinne- rup, skammt fyrir utan Árósa í Danmörku. MYND/AÐSEND Það er hætt við að margar fjölskyldur muni einungis sameinast yfir tölvuskjánum þessi jólin. Fjölmargir Íslendingar eru staddir erlendis og komast ekki heim, en halda þó gleðileg jól. MYND/GETTY Tæplega fimmtíu þúsund Íslendingar eru búsettir erlendis. Ljóst er að margir þeirra komast ekki heim yfir hátíðirnar vegna kórónaveir- unnar. Fréttablaðið náði tali af fjórum Íslendingum bú- settum í Danmörku, Belgíu, Bretlandi og Þýskalandi. Þau hafa fengið sendar íslenskar kræsingar yfir hafið og eru spennt fyrir því að halda öðruvísi jól. Urður Örlygsdóttir urdur@frettabladid.is 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R48 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.