Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2020, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 19.12.2020, Qupperneq 82
Þakklát fyrir að vera öll saman Strangar reglur eru í gildi í Belgíu en hvert heimili má aðeins bjóða einum utanaðkomandi til sín, sama hversu margir búa á heimilinu. Inga Hanna Guðmunds- dóttir hefur verið búsett í Brussel í þrjú ár ásamt eiginmanni sínum, Þorvaldi Henningssyni, en hún starfar sem yfirmaður mannauðs- mála hjá EFTA. Þau eiga þrjú börn, dóttur sem býr hjá þeim í Brussel, aðra dóttur sem er í skóla í Mílanó á Ítalíu og son sem er í skóla í Búdapest í Ungverjalandi. „Það er búið að standa til allt árið að koma heim, en eftir því sem leið á árið kom í ljós að það var ekki hægt að treysta á neitt enda reglurnar sífellt að breytast. Skólinn hjá krökkunum klárast það seint að það var útilokað fyrir okkur að ná þeim heim til Íslands og úr sóttkví fyrir aðfangadag. Það voru meiri líkur á að við næðum þeim hingað til Brussel og við gætum öll haldið ánægjuleg jól saman.“ Inga Hanna var harðákveðin í að fara heim í sumar en reglurnar um sóttkví voru mun flóknari en hún gerði sér grein fyrir í fyrstu. „Ég ætlaði að búa heima hjá foreldrum mínum sem hefði þýtt að þau hefðu þurft að finna sér annan samastað á meðan, sem mér fannst ekki alveg ganga upp. Ég var alltaf að bíða eftir að regl- urnar breyttust en svona er þetta bara. Krakkarnir voru sem betur fer heima í allt sumar.“ Hún hefur verið að vinna heima meira og minna síðan í mars en faraldurinn hefur verið skæður í Belgíu. „Þetta er orðið rosalega langur tími. Við ætluðum að reyna að hittast nokkrir Íslendingar, skera út laufabrauð og baka en svo áttuðum við okkur á því að það má ekki einu sinni. Reglurnar eru rosalega takmarkaðar og það eru engar samkomur leyfilegar. Það var því ekkert annað í stöðunni en að skera laufabrauðið út sjálfur, baka piparkökuhús og fara alla leið í að finna jólaskapið.“ Malt og appelsín frá Lúxemborg Tengdamóðir Ingu Hönnu kom til Brussel fyrir nokkrum dögum, hún ætlar að verja jólunum með fjölskyldunni en fer heim annan í jólum til að ná að halda áramótin heima. „Tengdamamma kom með hamborgarhrygg og hangikjöt með sér en við létum flytja inn malt og appelsín frá Lúxemborg, það er skandinavísk búð þar sem selur alls konar vörur. Ég gat pantað Mackintosh á netinu þannig að þetta er allt gert með smá krókaleiðum en okkur langar til að gera allt til að jólin verði sem eðlilegust fyrir krakk- ana.“ Hún segir að það verði eitthvað svipað uppi á teningnum um áramótin, það verði bara þau fjöl- skyldan saman en það er bannað að sprengja flugelda. „Við erum fyrst og fremst bara ánægð með að geta haldið jólin og áramótin öll saman,“ segir Inga Hanna að lokum. Meiri jólagleði en venjulega Bryndís Silja Pálmadóttir og Óskar Björn Bjarnason búa í London. Bryndís Silja er í meistaranámi í Mið-Austurlandafræðum og arabísku en Óskar starfar sem kokkur. Þau ætla að halda sín fyrstu jól ein í ár og eru spennt fyrir því að skapa nýjar hefðir. „Auðvitað er maður með heim- þrá en aðstæðurnar eru bara eins og þær eru og við ætlum að gera gott úr þessu.“ Reglur í London voru hertar enn frekar í vikunni og færðar í svo- kallað Tier 3. Veitingastöðum og börum var gert að loka og fólk má ekki koma saman innandyra. Bryn- dís segir að hertar aðgerðir breyti ekki miklu fyrir þau. „Ég get enn þá farið í skólann að læra, bókasafnið er opið þó svo að allir tímar séu í fjarkennslu og það hefur verið mikið líf í borginni þrátt fyrir harðar aðgerðir.“ Bryndís og Óskar verða tvö á aðfangadagskvöld en frá og með 23. desember til 27. desember má fólk af þremur heimilum hittast. „Það gæti verið að við reynum að hitta einhverja vini þarna á milli jóla og nýárs en annars erum við spennt fyrir því að búa til okkar eigin hefðir um jólin. Okkur langar líka til að taka einhverjar breskar hefðir inn í okkar hátíðahöld, við ætlum líklegast að hafa kalkún á aðfangadag eins og flestir eru með hér en við erum ekki alveg tilbúin að ganga svo langt að opna pakk- ana á jóladag eins og Bretar gera,“ segir Bryndís og hlær. Jólaundirbúningurinn púsluspil Jólaundirbúningurinn hefur verið hálfgert púsluspil fyrir parið en þau hafa verið að senda jólapakka síðustu daga og vonast til að sem flestir skili sér heim á réttum tíma. Þau segja að það hafi verið ákveðinn léttir að taka ákvörðun um að vera úti yfir jólin. „Við vorum búin að skoða það að koma heim en eftir að við fórum að sjá að staðan væri ekki nógu góð á Íslandi og það leit ekki út fyrir að við gætum hitt þá sem okkur langaði, þá fannst okkur bara betra að vera hér úti um jólin. Við vorum heima í allt sumar sem var yndislegt, þannig að það er ekki allt of langt síðan að við hittum fólkið okkar.“ Þau hafa gert jólalegt í kringum sig, keypt jólatré, skraut og dagatal. „Við erum búin að vera að eltast við meiri jólagleði en við hefðum eflaust gert annars og bjuggum meira að segja til okkar eigin jólakrans. Mamma sendi mér lakkrís kurl um leið og við tókum ákvörðunina um að koma ekki heim, þannig að það verða lakkrís- toppar á boðstólum. Í eðlilegum heimi hefðum við klárlega komið heim en við erum bara nokkuð sátt hér.“ Ekkert jólatré en sómakólfurinn skreyttur Gunnar Atli Thoroddsen og Sigríður Gyða Héðinsdóttir eru búsett í Berlín í Þýskalandi ásamt tæplega sjö mánaða gömlum syni sínum, Héðni Sigríðarsyni Thoroddsen. Þau ákváðu fyrir þónokkru að halda sig í Þýskalandi um jólin. „Við fórum til Íslands í ágúst þegar seinni COVID-bylgjan var hafin. Við frestuðum heimför til Berlínar þrisvar sinnum í von um að ná beinu flugi en á endanum flugum við í gegnum Amsterdam. Þannig að við erum búin að upplifa hvað það getur verið mikið vesen að ferðast á milli landa núna, sér- staklega með ungan dreng,“ segir Gunnar. Litla fjölskyldan ákvað því snemma að jólin skyldu haldin hátíðleg í Berlín í ár. Gunnar segir það vera ákveðinn létti að þurfa ekki að setja ákveðin mörk í kring- um hátíðirnar. „Í sumar bjuggum við inni á foreldrum okkar og það er auðvitað alltaf hætta á að maður geti borið veiruna í annað fólk, það væri auðvitað hræðilegt og maður verður að sýna ábyrgð.“ Gunnar smitaðist af COVID-19 fyrir um átta vikum en Sigríður og Héðinn sluppu. Þau voru samt sem áður öll í einangrun í sömu íbúðinni í tvær vikur. „Þetta sýndi manni bara hvað þessi veira er lúmsk, við fengum vinafólk í heimsókn sem reyndist smitað og ég fékk þetta frá þeim. Sigga og Héðinn sluppu sem betur fer þó svo að við höfum verið í sömu íbúðinni í allan þennan tíma,“ segir Gunnar. Illa klipptur um jólin Strangar takmarkanir eru í gildi í Þýskalandi en þær voru hertar enn frekar í vikunni, aðeins fimm frá tveimur heimilum mega koma saman og öllum veitingastöðum og börum hefur verið lokað. Gunn- ar segir að hertari reglur hafi þó ekki mikil áhrif á daglegt líf þeirra. „Ég hef verið að vinna heima í sex mánuði og það hefur verið grímuskylda síðan í apríl. Þetta er allt farið að renna saman í eitt og maður er farinn að venjast þessu. Það sem hefur mestu áhrifin á mig í þessari nýju reglugerð er að núna kemst ég ekki í jólaklippinguna, hárgreiðslustofur fá ekki að opna á ný fyrr en í janúar.“ Fjölskyldan keypti ekki jólatré an ákvað þess í stað að klæða plöntu, nánar tiltekið sómakólf, sem var nú þegar í stofunni í jóla- fötin. Þau hafa ekki fengið neinn mat sendan heiman frá Íslandi, en þau ætla að vera með sveppa Wellington á aðfangadag. „Sigga fann reyndar þýska hestamannasíðu þar sem íslenskt jólaöl var selt og lét slag standa og keypti kippu af því, mjög handa- hófskennt,“ segir Gunnar kíminn. Litla fjölskyldan ætlar annars að njóta þess að vera saman um jólin og ætlar að verja áramótunum með annarri íslenskri fjölskyldu sem einnig er búsett í Berlín. „2020 er búið að vera óút- reiknanlegt ár, það er ekki hægt að plana neitt og maður verður bara að taka því eins og það er. Það þýðir ekkert að sakna jólanna á Íslandi heldur höldum við öðruvísi jól hér,“ segir Gunnar að lokum. Inga Hanna Guðmundsdóttir heldur jólin í Brussel ásamt eiginmanni sínum, Þorvaldi Henningssyni, og börnunum þeirra þremur. MYND/AÐSEND Gunnar Atli Thoroddsen og Sigríður Gyða Héðinsdóttir halda fyrstu jól sonar síns, Héðins Sigríðarsonar Thoroddsen, í Berlín í Þýskalandi. MYND/AÐSEND MAMMA SENDI MÉR LAKKRÍSKURL UM LEIÐ OG VIÐ TÓKUM ÁKVÖRÐUN- INA UM AÐ KOMA EKKI HEIM, ÞANNIG AÐ ÞAÐ VERÐA LAKKRÍSTOPPAR Á BOÐSTÓLUM. SIGGA FANN REYNDAR ÞÝSKA HESTAMANNA- SÍÐU ÞAR SEM ÍSLENSKT JÓLAÖL VAR SELT OG LÉT SLAG STANDA OG KEYPTI KIPPU AF ÞVÍ, MJÖG HANDAHÓFSKENNT. Fyrstu jólin sem þau Bryndís Silja og Óskar Björn halda tvö saman verða í London. Jólin verða bæði íslensk og bresk. MYND/AÐSEND 1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R50 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.