Fréttablaðið - 19.12.2020, Síða 92
Við byrjum eiginlega ekki há-
tíðahald á aðfangadagskvöld
fyrr en klukkan átta þegar við
erum búin að mjólka kýrnar.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigríður Magnúsdóttir
Grænuhlíð 12,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
15. desember. Útförin fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík 23. desember
kl. 11. Vegna aðstæðna verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir en streymt verður frá
athöfninni. Sjá mbl.is/andlat/minningar/utfarastreymi/
Gunnar Á. Harðarson Guðbjörg E. Benjamínsdóttir
Steinunn Harðardóttir
Guðrún Harðardóttir Árni Tryggvason
og fjölskyldur.
Elsku besti faðir okkar, tengdafaðir,
afi, bróðir og mágur,
Bjarni Kristjánsson
fyrrverandi bóndi,
Þorláksstöðum í Kjós,
lést 13. desember á Landspítalanum.
Útför hans fer fram í Grafarvogskirkju
22. desember kl. 13. Jarðsett verður í Reynivallakirkjugarði
í Kjós. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar
viðstaddir. Streymi frá athöfninni má finna á slóðinni:
youtu.be/H7w-t_YGlT8
Kristján Bjarnason
Jón Bjarnason
Runólfur Bjarnason Þórunn Björk Jónsdóttir
Guðrún Bjarnadóttir
Ágúst Bjarnason Christina Miller
Inga Rún og Runólfur
Kristófer Logi og Kolbrún Lind
systkin og fjölskyldur.
Okkar ástkæri
Davíð V. Árnason
til heimilis að dvalarheimilinu
Brákarhlíð, Borgarnesi,
lést þann 14. desember.
Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju
þann 22. desember kl. 14.
Fjölskyldan vill koma á framfæri kærum þökkum til
starfsfólks dvalarheimilisins Brákarhlíðar fyrir alúðlega
umhyggju og umönnun. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu
verða eingöngu nánustu aðstandendur viðstaddir
útförina en athöfninni verður streymt á kvikborg.is
Elín Davíðsdóttir Sigurbjörn J. Grétarsson
Unnur Davíðsdóttir Guðjón Leifsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson
síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Minningarkort á hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Þökkum innilega samkennd og hlýhug
við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Jóhanns Óskars
Hólmgrímssonar
fv. bónda í Vogi,
Hvassaleiti 56,
sem lést 31. október.
Sigríður Jóhannsdóttir Jón Skúli Indriðason
Hólmgrímur Jóhannsson
Svanhvít Jóhannsdóttir
Ragnar Axel Jóhannsson Olga Friðriksdóttir
Ingvaldur Jóhannsson Ásdís Hallgrímsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Guðrún Lilja Arnórsdóttir býr á Eiði í Grundarfirði, ásamt manni sínum Bjarna Snæbjörnssyni. Á þeirra landsvæði getur hvesst hressilega í suð-
austanátt, en þegar ég slæ á þráðinn
til hennar er hún nýkomin frá því að
hengja rúmföt út á snúru því veðrið er
svo gott. Ekki er um stórþvott að ræða
því þau hjónin eru ein á bænum að
hennar sögn. „Börnin tvö eru f login
úr hreiðrinu, faðir minn er dáinn og
mamma komin á dvalarheimili í Grund-
arfirði. Þetta gerðist dálítið skarpt. Allt
í einu vorum við Bjarni bara orðin tvö
eftir,“ segir hún. „En maður aðlagar sig
lífinu og þeim breytingum sem verða.
Tíminn hefur þær í för með sér. Við
höldum okkar striki með búskapinn og
bættum meira að segja við okkur vinnu,
því við opnuðum gistingu í nýlegu húsi
sem foreldrar mínir höfðu búið í. Auð-
vitað hefur verið hlé á gististarfseminni
þetta árið og ég var ekkert að ergja mig
yfir því, bara glöð að fá smá pásu.“
Eru dálítið mikil jólabörn
Nú víkjum við talinu að jólahaldinu á
Eiði og undirbúningi stórhátíðarinnar.
Verða þau hjónin bara tvö um jólin líka?
„Nei, dóttirin Lilja Björk ætlar að koma
heim með sinn kærasta á aðfangadag,
hún er hjúkrunarfræðingur og er að
vinna í nýju hjúkrunarrými fyrir eldra
fólk á Sléttuveginum. Sonurinn, Sigur-
björn, er búinn að ná sér í kærustu frá
Akureyri og hann ætlar að fylgja henni
þangað.“
Guðrún Lilja segir þau Bjarna vera
dálítið mikil jólabörn. „Við setjum
upp fullt af ljósum hér heima, bökum
mömmukökur og f leiri smákökur enda
fáum við okkur alltaf heitt súkkulaði og
smákökur á jóladagsmorgun þegar við
komum heim úr fjósinu. Erum búin að
gera það alla okkar búskapartíð. Það er
fastur punktur. En við byrjum eiginlega
ekki hátíðahald á aðfangadagskvöld
fyrr en klukkan átta þegar við erum
búin að mjólka kýrnar. Svo er alltaf
falleg messa í sjónvarpinu klukkan tíu
um kvöldið og við fylgjumst mjög oft
með henni. Það er hefð sem ég erfði frá
foreldrum mínum sem bjuggu hér, þau
horfðu alltaf á þessa messu. Jólahaldið
gekk svona fyrir sig hjá þeim líka, þau
voru hér með stórt bú. Þetta fylgir því
að sinna því lífi sem er hér í húsunum
í kring. Nú er náttúrlega fengitími hjá
ánum, jólarúnturinn hjá hrútunum, svo
það er að ýmsu að huga.“
Gott að heimsækja mömmu
Ekki hvarf lar að Guðrúnu Lilju að
kvarta þó hún fái ekki jólafrí í vinnunni
sinni. „Við erum bara óskaplega þakk-
lát á þessum tíma að hafa vinnuna hér
við hliðina á okkur. Auðvitað reynum
við að passa okkur á veirunni og höfum
áhyggjur af henni. En ég fór þó einu
sinni til Reykjavíkur í haust og hitti
krakkana. Var svo alveg heima í fimm
daga á eftir og fór ekkert á Grundar-
fjörð til mömmu þá vikuna. Ætlaði nú
ekki að vera sú sem kæmi með COVID
úr Reykjavík og f lytti það inn á hjúkr-
unarheimili. Annars má ég heimsækja
mömmu tvisvar í viku og mér finnst
alveg óskaplega gott að geta farið til
hennar, læt það alveg ganga fyrir.“
gun@frettabladid.is
Fá sér heitt súkkulaði og
kökur á jóladagsmorgun
Bændur með skepnur á fóðrum liggja ekki með tærnar upp í loft um jólin og þeir sem eiga
kýr þurfa að sinna mjöltum. Þetta þekkja hjónin á Eiði í Grundarfirði, Guðrún Lilja Arn-
órsdóttir og Bjarni Snæbjörnsson. En þau eru þakklát fyrir að hafa vinnuna sína heima.
Skyldu Bjarni og Guðrún Lilja vera að skoða kökuuppskriftir? Þau hafa tvo bakaraofna í eldhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R60 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT