Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 16
510 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106
R A N N S Ó K N
Greinin barst til blaðsins 31. maí 2020, samþykkt til birtingar 24. ágúst 2020.
Margrét Einarsdóttir1
Ásta Snorradóttir2
1Faculty of sociology, anthropology and folkloristics,
University of Iceland, 2Faculty of Social Work, University of
Iceland.
Correspondence: Margrét Einarsdóttir, margrei@hi.is
Key words: Mental health, teenage workers, gender,
age, family’s financial status.
E N G L I S H S U M M A R Y
The association of mental symptoms with teenage work in Iceland
INTRODUCTION: Adolescent mental health problems have increased in recent years, and such
problems may predispose the adolescent to long-term mental illness in adulthood. In past
decades it has become more common for Icelandic teenagers to work while attending school
(term-time work). Nevertheless, research is missing on the association between the level of
termtime work and mental health.
The aim is to examine the association between six types of mental symptoms (tiredness after
an adequate night’s sleep, difficulty sleeping, depression, stress/anxiety, worries/sadness, and
multiple symptoms) and level of term-time work, by gender, age, and family’s financial status.
MATERIAL AND METHODS: A survey applying a Nordic questionnaire based on self-assessed
mental symptoms, was conducted among 2800 randomly selected adolscents, aged 13-19. The
response rate was 48.6%. Participants were asked how often they felt symptoms of poor mental
health. They were divided into three groups consisting of: non term-time workers, moderate
term-time workers, and intensive term-time workers. A Chi-square test was used to test
statistical significance: 95% confidence interval (CI).
Results show gender difference in the association between level of term-time work and the
mental symptoms. Intensive female workers are more likely to suffer symptoms of poor mental
health than female non-workers, but no relationship was examined amongst boys. Furthermore,
some association between term-time work and poor mental health is found amongst 13-15-year-
olds, and for those whose parents are financially well-off.
CONCLUSION: It is important that all stakeholders promote moderate term-time work for ado-
lescents, and that the young people themselves receive occupational health and safety education
to better understand the connection between work and mental health.
doi 10.17992/lbl.2020.11.605
áhyggjur og kvíði aðskilin einkenni, sem og þunglyndi og depurð.
Það gæti hafa dregið úr nákvæmni mælinganna.27 Hér er um þver-
sniðsrannsókn að ræða og því einungis hægt að segja fyrir um
tengsl en ekki álykta um orsakasamband. Niðurstöðurnar leyfa
því ekki að skorið sé úr um hvort mikil vinna ungmenna valdi
geðrænni vanlíðan eða hvort þau ungmenni sem vinna mikið séu
veikari fyrir. Þá dregur það úr alhæfingargildi niðurstaðnanna að
um úrtaksrannsókn er að ræða og að svarhlutfall var frekar lágt. Á
hinn bóginn var tekið slembiúrtak úr þýði heillar þjóðar sem leyfir
að niðurstöður rannsóknarinnar séu yfirfærðar á þjóðina í heild en
slíkt er óvenjulegt í alþjóðlegu samhengi. Einungis örfá ríki halda
þjóðskrá sem leyfir töku slíks úrtaks.18 Að auki var hér beitt tví-
breytugreiningum og því ekki hægt að segja til um hversu sterk
áhrif ákveðinna áhættuþátta eru.27 Niðurstöðurnar sem hér voru
kynntar kalla á frekari rannsóknir þar sem fjölbreytugreining og/
eða langtímarannsóknarsnið er notað til að skoða styrk sambands-
ins milli geðrænnar heilsu ungmenna og vinnu með skóla, sem og
hvernig kyn og aðrir lýðfræðilegir þættir, þættir tengdir lífi ung-
linganna utan vinnustaðarins og þættir tengdir vinnustaðnum
spila inn í það samband.
Rannsóknin er ábending um að vinna ungmenna megi ekki
fara fram úr hófi. Allir hagsmunaaðilar þufa að gæta að því að
vinnan ýti ekki undir geðræna vanlíðan ungmenna og á það sér-
staklega við um vinnu stúlkna. Það þarf að styðja ungmenni við að
velja hóflega vinnu og aðstoða þau sérstaklega sem eru í þörf fyrir
fjárstuðning. Bæta þarf vinnuverndarfræðslu í skólum þannig að
ungmennin sjálf átti sig á þeim áhrifum sem vinnan getur haft á
heilsu þeirra. Rannsóknin kallar á frekari greiningar á geðrænni
líðan íslenskra ungmenna og hvort eitthvað í vinnuumhverfi
stúlkna frekar en drengja auki á slíka vanlíðan.