Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 25

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 25
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 519 Y F I R L I T onset: WASO).34,35 Ef einstaklingur vaknar oft upp á nóttu verð- ur svefn inn sundurlaus og viðkomandi upplifir þá gjarnan léleg svefngæði.12,36,37 Þegar svefngæði (sleep efficiency: SE) eru metin með hlutlægum svefnmælingum er hlutfallið milli þess tíma sem viðkomandi er að reyna að sofa (time in bed: TIB) og þess tíma sem viðkomandi er sofandi (total sleep time; TST) skoðað og miðast góð svefngæði við að hlutfallið sé >85% og TST meira en 6,5 klukku- stundir.38 Einnig þarf þó að skoða hversu lengi viðkomandi er vakandi yfir svefntímann (WASO) sem gefur góðar upplýsingar um hversu samfelldur svefninn er og er miðað við að hjá þeim sem hafa góð svefngæði séu vökur á svefntíma samtals minna en 30 mínútur. Hlutfall hvers svefnstigs yfir heildarsvefntímann hef- ur einnig áhrif á gæði svefns. Hjá þeim sem vakna ítrekað upp á nóttunni skerðast ekki einungis svefngæðin heldur styttist einnig heildarsvefntíminn.35,39 Svefnsjúkdómar og hjarta- og æðakerfið Tveir algengustu svefnsjúkdómarnir eru svefnleysi (insomnia) og kæfisvefn (sleep apnea). Tilurð þessara sjúkdóma er ólík38,39 en báðir sjúkdómarnir eiga það þó sameiginlegt að hafa neikvæð áhrif á svefngæði í gegnum aukna virkni í örvandi hluta ósjálfráða tauga- kerfisins.15,16 Heilbrigt svefnmynstur brotnar þannig upp og sú líf- eðlisfræðilega starfsemi sem einungis á sér stað í djúpsvefni verður ekki með eðlilegum hætti, sem aftur getur leitt til sjúkdóma eins og offitu, háþrýstings, blóðfituröskunar, sykursýki 2 og aukinnar bólgumyndunar í æðaþeli (atherosclerosis) sem allt eru sjúkdómar sem ýta undir þróun hjarta- og æðasjúkdóma.2,3,5-8,23-32,39,40 Svefnleysi einkennist af erfiðleikum við að sofna og/eða viðhalda svefni og ef svefnleysi endurtekur sig þrisvar eða oft- ar í viku yfir tímabil sem er lengra en þrír mánuðir er talað um langtímasvefnleysi. Talið er að um 30-50% fullorðinna upplifi skammtímasvefnleysi og áætlað er að um 10% fullorðinna þjáist af langtímasvefnleysi á hverjum tíma.38 Kæfisvefn er einnig algengur sjúkdómur sem hrjáir um 34% karla, og er tíðnin sambærileg meðal kvenna eftir tíðahvörf. Kæfisvefn einkennist af endurteknum þrengingum (hypopnea) eða lokunum á öndunarveginum (apnea) sem takmarkar eða lokar fyr- ir loftflæði til lungnanna sem aftur veldur því að súrefnismagn í blóði minnkar.41 Algengt er að sjúklingar hafi á sama tíma svefnleysi og kæfisvefn, og kallast sjúkdómurinn þá COMISA (Co-Morbid Insomnia and Sleep Apnea). Nálægt 39-58% kæfisvefnssjúklinga hafa einnig einkenni svefnleysis og 29-67% þeirra sem greindir hafa verið með langtímasvefnleysi hafa kæfisvefn.42,43 COMISA hefur mun meiri neikvæð áhrif á svefn, heilsu, líðan og lífsgæði sjúk- lings en þegar einungis er um að ræða svefnleysi eða kæfisvefn og því mikilvægt að greina og meðhöndla báða sjúkdómana ef góður árangur á að nást.42-44 Áhrif á blóðþrýsting Hár blóðþrýstingur er algengur og á síðustu árum hefur komið fram að svefntími og svefngæði hafa áhrif á blóðþrýsting. Aukin virkni í örvandi hluta ósjálfráða taugakerfisins eykur hjartslátt, veldur því að svefninn verður sundurlaus og blóðþrýstingur lækkar ekki eins og hjá þeim sem sofa vel, sem aftur getur leitt til hækkunar blóðþrýstings daginn eftir. Þannig geta stuttur svefntími og léleg svefngæði leitt til háþrýstings ef fólk fær ekki viðeigandi meðferð og ástandið er viðvarandi.45-49 Sýnt hefur verið fram á að skerðing á svefni minnkar blóðþrýstingslækkun í djúpsvefni í heilbrigðum50 og að þeir sem reglulega sofa skem- ur en 6 klukkustundir á sólarhring eru líklegri til að vera með hækkaðan blóðþrýsting.51,52 Samanburðarrannsókn á sjúklingum sem greindir höfðu verið með háan blóðþrýsting og sofa reglulega skemur en 7 klukkustundir á sólarhring sýndi að blóðþrýstingur lækkaði marktækt meira hjá þeim sem lengdu svefntíma sinn um hálfa klukkustund á nóttu en hjá viðmiðunarhópi sem breytti ekki lengd svefntímans þær 6 vikur sem rannsóknin stóð yfir.53 Önnur rannsókn, gerð í hópi sjúklinga sem greindir voru með kæfisvefn og hjarta- og æðasjúkdóm, sýndi að með því að bæta svefngæði má hafa marktækt jákvæð áhrif á blóðþrýsting bæði í svefni og vöku, óháð meðferð og breytingum á kæfisvefnsstuðli (apnea hypopnea index). Þessi sama rannsókn sýndi einnig marktækt meiri árangur til bættrar blóðþrýstingsstjórnunar hjá þeim sem voru með léleg svefngæði við innleiðingu meðferðar með öndunaraðstoð (positi- ve airway pressure) heldur en hjá samanburðarhópi sem fékk sömu meðferð en var með betri svefngæði við upphaf meðferðar. Þetta undirstrikar að mikilvægt er að meta og fylgja eftir svefngæðum þeirra sem meðhöndlaðir eru við kæfisvefni með öndunaraðstoð.54 Áhrif á blóðfitur Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að hjá fólki á miðjum aldri sem ekki er með hjarta- og æðasjúkdóm, kæfisvefn eða önnur heilsufars- vandamál, eru viðvarandi stuttur svefn og/eða léleg svefngæði sjálfstæðir áhættuþættir sem hvetja til aukinnar uppsöfnunar á blóðfitu og kölkunar í slagæðum líkamans. Afleiðingarnar geta því verið að heilbrigðir á miðjum aldri sem sofa skemur en 6 klukku stundir á nóttu og/eða hafa léleg svefngæði eru í aukinni hættu á að þróa með sér sjúkdóma tengda æðakölkun.40,55 Áhrif á orkubúskap og þyngdarstjórnun Áhrif svefns á orkubúskap líkamans og þyngdarstjórnun eru flók- in og margvísleg og geta viðvarandi léleg svefngæði og/eða stuttur svefn haft neikvæð áhrif og valdið þyngdaraukningu. 6,11 Skortur á djúpsvefni hefur áhrif á losun vaxtarhormóns sem minnkar og þegar svefngæði eru skert og/eða svefntíminn stuttur verður trufl- un á hitastjórnun sem hefur áhrif á seytingu hormóna.17,56 Stuttur svefn og/eða léleg svefngæði hafa þannig áhrif á svengd og seddu í gegnum aukna seytingu á svengdarhormóninu ghrelin og minni áhrif af sedduhormóninu leptin með þeim afleiðingum að matar- lyst eykst og seddutilfinning minnkar. Þeir sem sofa óreglulega og/eða hafa léleg svefngæði sækja einnig gjarnan meira í hitaein- ingaríka fæðu, bæði fituríka fæðu með háu hlutfalli af mettuðum fitum og sætindi, með neikvæðum áhrifum á bæði fituefnaskipti og blóðsykurstjórnun og eru því útsettir fyrir þyngdaraukningu. Viðvarandi léleg svefngæði geta þannig haft varanleg áhrif á orku- búskap líkamans, valdið skertu insúlínnæmi sem aftur getur leitt til sykursýki 2, þyngdaraukningar og offitu.11,57-59 Lélegum svefngæðum fylgir skerðing á svefntíma og marktæk fylgni er á milli þeirrar skerðingar á svefni og aukningar á offitu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum.7,11,23 Adiponektín er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.