Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 33
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 527
Á síðastliðnu ári gerðist það að aðilar sem
semja við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um
þjónustu tóku sig saman og óskuðu eftir
úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG
á starfsumhverfi veitenda í heilbrigðis-
þjónustu sem gera samninga við SÍ.
Þeir aðilar sem stóðu að þessu voru
Læknafélag Reykjavíkur (LR), Félag
sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrir-
tækja, Tannlæknafélag Íslands og Samtök
fyrirtækja í velferðarþjónustu. Ástæðan
fyrir þessari sameiginlegu ákvörðun var
sú að allir voru sammála um að núverandi
kerfi í kringum kaup ríkisins á heilbrigð-
isþjónustu væri gallað og að þörf væri á
endurbótum.
Í nóvember var haldið fjölmennt mál-
þing um annmarka á kaupum ríkisins
á heilbrigðisþjónustu þar sem skýrsla
KPMG var kynnt. Við vinnslu skýrslunnar
var safnað upplýsingum frá ofantöldum
aðilum en þar að auki frá hjúkrunarheim-
ilum og SÍ. Í skýrslunni kemur ýmislegt
fram. Það sem meðal annars er gagnrýnt
eru óskýr vinnubrögð og fyrirkomulag
í tengslum við innkaup þar sem fram
kemur vantraust á milli samningsaðila.
Ótryggt starfsumhverfi rekstraraðila sem
semja við SÍ einkennist af of stuttum gild-
istíma samninga sem leiðir af sér ófull-
nægjandi framþróun, fjárfestingu og upp-
byggingu í þjónustunni. Nýliðun skortir
og óvissa ríkir í starfsumhverfi. Hlutverk
og ábyrgð aðila í stjórnkerfinu eru óskýr
þar sem samspil heilbrigðisráðuneytis,
fjármálaráðuneytis, Embættis landlæknis
og SÍ virðist óljóst og illa skilgreint. Jafn-
framt kemur fram að fagþekking af hálfu
SÍ virðist ófullnægjandi, sem hefur í för
með sér víðtæk áhrif á gerð, greiningu og
eftirlit samninga og skortur er þar að auki
á mannafla innan SÍ. Einnig kemur fram
í skýrslunni að mikill aðstöðumunur sé á
milli samningsaðila þannig að það hallar á
þjónustuveitendur. Miklar og skyndilegar
breytingar sem orðið geta á þjónustunni
geta haft víðtæk áhrif og bitna að endingu
á þjónustuþegum sem geta þurft að taka
á sig kostnaðarhækkanir sem ekki hefur
tekist að semja um. Þar að auki fyrirfinnst
ekki ferli fyrir úrlausn ágreiningsmála.
Fleiri frummælendur gagnrýndu á
málþinginu vinnubrögð SÍ og staðfestu í
raun mörg þeirra atriða og vankanta sem
fram komu í skýrslu KMPG. Sú krafa kom
upp á fundinum að SÍ tæki upp ný og bætt
vinnubrögð. Stjórnvöld voru hvött til að
bera sína ábyrgð og taka þátt í vinnu til
að lagfæra annmarkana. Traust og virðing
voru orð sem höfð voru í hávegum. Mark-
miðið var augljóst, að skapa markvissara
vinnuumhverfi, efla þjónustu og hámarka
gæði.
KPMG kastar þó ekki einungis fram
annmörkum í skýrslunni heldur var
einnig unnið að hugmyndum um það
hvernig hægt væri að betrumbæta fyrir-
komulag innkaupa SÍ fyrir undirbúning,
samninga, eftirfylgni og vinnuumhverfi
þessara aðila, þar sem traust og reglulegt
samtal vógu þungt. Hugmyndir um það
hvernig SÍ gæti staðið betur að undirbún-
ingi koma einnig fram í skýrslunni, sem
samræmist þar að auki settum lögum og
núverandi heilbrigðisstefnu.
Væntingar hafa skapast um það meðal
þjónustuveitenda að vinnubrögð SÍ muni
breytast og að hægt verði að snúa ofan-
töldum annmörkum í rétta átt. Því miður
virðist þó staðreyndin önnur. Svo virðist
sem stefnan sé í raun óbreytt eða jafnvel
að stefni í öfuga átt og mikil ólga og óvissa
ríkir á meðal hinna ýmsu þjónustuveit-
enda og SÍ. Þar með taldir eru sjálfstætt
starfandi sérfræðilæknar sem hafa verið
án samnings í bráðum tvö ár.
Í dag semur SÍ um kaup á um það bil
15-20% af allri heilbrigðisþjónustu hér á
landi. Markmiðið er að SÍ sjái um öll kaup
á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins
árið 2030. Það er deginum ljósara að þetta
mun aldrei ganga ef ofangreindir ann-
markar eru ekki lagfærðir. Ef ekki er geng-
ið heilshugar að samningaborði af hálfu
SÍ, í þeim tilgangi að stuðla að faglegu
vinnuumhverfi sem einkennist af gæðum
og góðri þjónustu, er óljóst hvert stefnir og
hvað framtíðin ber í skauti sér.
Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A
FAL
Guðrún Ása Björnsdóttir
Ýmir Óskarsson
FÍH
Salóme Ásta Arnardóttir
Jörundur Kristinsson
FSL
María I.
Gunnbjörnsdóttir
LR
Þórarinn Guðnason
Alma Gunnarsdóttir
Stjórn Læknafélags Íslands
sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum
alma.gunnars@gmail.com
LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGO
Kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu
– vinnubrögð og vankantar
Alma GunnarsdóttirÍ pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir eigin skoðanir en ekki félagsins.
Reynir Arngrímsson formaður
BYLTING Í MEÐFERÐ
LANGVARANDI HJARTABILUNAR
Entresto dregur úr sjúkrahúsinnlögnum
og dauðsföllum samanborið við enalapril 2
HLUTFALLSLEG ÁHÆTTUMINNKUN
Á HJARTADAUÐA (CARDIOVASCULAR DEATH)
EÐA FYRSTU SJÚKRAHÚSINNLÖGN VEGNA
HJARTABILUNAR SBR. VIÐ ENALAPRIL
*ARR 4,7%
HLUTFALLSLEG ÁHÆTTUMINNKUN
Á FYRSTU SJÚKRAHÚSINNLÖGN VEGNA
HJARTABILUNAR, SBR. VIÐ ENALAPRIL
*ARR 2,8%
HLUTFALLSLEG ÁHÆTTUMINNKUN
Á HJARTADAUÐA (CARDIOVASCULAR
DEATH) SBR. VIÐ ENALAPRIL
*ARR 3,1%
PARADIGM-HF var fjölþjóðleg, slembiröðuð, tvíblind samanburðarrannsókn hjá 8.442 sjúklingum með langvinna hjartabilun (NYHA flokkar II-IV)
og skert útfallsbrot (útfallsbrot vinstri slegils [LVEF] ≤40%, síðar breytt í ≤35%). * ARR = Hrein áhættuminnkun (absolute risk reduction).2
Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum Entresto, Lyfjastofnun, www.serlyfjaskra.is. 2. McMurrey JJV, Packer M, Desai AS, et al. for PARADIGM-HF Investigators and Committees. Angiotensin-neprilysin inhibition vs. enalapril in heart failure. N Engl J Med. 2014; 371(11):993-1004.
EN
T
20
19
/1
2-
57
/I
S.
Ú
tb
úi
ð
í d
es
em
be
r
20
19
Heiti virkra efna: sacubitril og valsartan.
Ábendingar: Ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum við langvarandi hjartabilun með einkennum og skertu útfallsbroti.
Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna.Samhliðanotkun með ACE hemlum. Ekki má gefa Entresto
fyrr en 36 klst. eftir að meðferð með ACE hemli er hætt. Þekkt saga um ofnæmisbjúg í tengslum við fyrri meðferð með ACE hemli eða
angíótensín II viðtakablokka. Arfgengur eða frumkominn ofnæmisbjúgur. Samhliðanotkun með lyfjum sem innihalda aliskiren hjá
sjúklingum með sykursýki eða sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (eGFR <60 ml/mín./1,73 m2). Verulega skert lifrarstarfsemi,
gallskorpulifur eða gallteppa. Annar og síðasti þriðjungur meðgöngu. Markaðsleyfishafi: Novartis Europharm Limited. Nálgast má
upplýsingar um lyfið, fylgiseðil þess og gildandi samantekt á eiginleikum lyfs á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is.
Entresto 24 mg/26 mg, 49 mg/51 mg og 97 mg/103 mg, filmuhúðaðar töflur
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS – Styttur text SPC
Ábending: Til meðferðar hjá fullorðnum
sjúklingum við langvarandi hjartabilun
með einkennum og skertu útfallsbroti.1