Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 35

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 35
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 529 „Manni líður svolítið eins og maður eigi hvergi heima þegar maður hefur búið svona lengi erlendis,“ segir hann á léttu nótun- um. „Ég var orðinn Bandaríkjamaður inn við beinið en fann svo þegar ég kom aftur út að þá var ég aftur orðinn gestur hér. Svo það er aldrei að vita nema maður komi aftur heim,“ segir hann og hlær. Með bandarískan ríkisborgararétt En hver er Arnar? Hann er fæddur í Bandaríkjunum og hefur bandarískan ríkisborgararétt. „Faðir minn var að læra við Brown- -háskóla og ég bjó því fyrstu tvö árin í Bandaríkjunum. En ég ólst upp í Reykjavík,“ segir hann. „Ég var í Hlíðaskóla, Menntaskólan- um í Hamrahlíð og fór svo í læknadeildina.“ Aðeins ári eftir útskrift fór hann ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Benediktsdóttur, sem nú er kennari við Jackson-stofnun alþjóðaviðskipta Yale-háskóla og meðal annars stjórnarmaður í Landsbankanum, til Bandaríkjanna. Hún vildi fara í doktorsnám í hagfræði og hann í hjartaskurðlækningar. Þau skoðuðu bæði Skandinavíu og Bandaríkin. „Það einfaldaði ýmsa hluti og hafði áhrif að ég hafði rík- isborgararéttinn þótt það hafi ekki einfaldað aðganginn að náminu,“ segir Arnar. Margrét Oddsdóttir heitin, skurðlæknir, hjálpaði honum að fá inni í skólanum. „Hún ruddi brautina hér og kom á sambandi við skólann. Við vorum fjórir íslenskir læknanemar sem fórum í gegnum hana til Yale.“ Það eru Arnar og með honum Guðrún Aspelund, Hulda Einarsdóttir og Jórunn Atladóttir. „Það má þakka Margréti Oddsdóttur fyrir það,“ segir Arnar. Hún stundaði á árunum 1985 til 1992 sérnám í skurðlækningum við Yale og skapaði ásamt Jónasi Magnússyni prófessor tengsl við Yale og önnur skurðlæknaprógrömm. Þau hafi viljað koma íslenskum læknanemum að í skurðlækningum í Bandaríkjunum. Með skýr markmið í starfi Arnar lýsir miklum metnaði í samtalinu. Lýsir því hvernig hann hafi sóst eftir framgangi í starfi og skýrri sýn á hvert hann stefn- ir. Hefur hann alltaf verið svona metnaðarfullur? „Jú, jú, ég hef alltaf haft metnað í að koma mér áfram,“ segir hann. „Heima ákvað ég að láta frá mér ýmsa hluti, eins og rann- sóknirnar. Hér í Bandaríkjunum sá ég tækifæri til að taka það starf upp aftur, því ég saknaði þess hluta; já, sá eftir rann- sóknarvinnunni.“ Í Bandaríkjunum fær hann styrki til hjarta- lokurannsókna. Hann nefnir einnig að tól, tæki og aðstaða til rannsókna hér heima hafi verið fábrotin, nánast engin. Hann hafi látið frá sér sæti í stjórnum hjartaskurðlæknasamtaka í Bandaríkjunum, The Society of Thoracic Surgeons og American Association for Thoracic Surgery, þegar hann kom heim og hafi nú aftur komið sér fyrir í framvarðasveit þeirra. „Svo fannst mér mikilvægt að gegna stöðu dósents í skurð- lækningum áður en ég kom heim en hafði við heimkomuna engan aðgang að læknadeildinni, akademíunni. Ég sá eftir því,“ segir hann. Allt þetta spilaði saman þegar hann ákvað að hverfa aftur til starfa í Yale. Yale eitt stærsta sjúkrahúsið En hvernig sjúkrahús er Yale? „Yale hefur 1450 sjúkrarúm, er á topp 10 lista yfir stærstu sjúkrahús í Bandaríkjunum. „Þetta eru í rauninni tvö háskólasvæði, stórir spítalar í New Haven. Spítalinn sinnir öllum sérgreinum. Kerfið, Yale New Haven Health System, rekur 5 spítala og hefur samtals í kringum 2500 sjúkrarúm. Það er stærsti atvinnurekandinn í Connecticut, fyrir utan Yale-háskól- ann.“ Arnar segir spítalann akademískan. Læknar alls staðar að hafa aðgang að honum. Töluvert er um rannsóknir og vísindastörf. „Í hjartaskurðlækningaprógramminu gerum við í kringum 1400 opnar hjartaaðgerðir. Við gerum allar tegundir hjartaaðgerða, meðal annars á börnum,“ segir hann. „Við gerum einnig hjarta- ígræðslur. Eina sem við gerum ekki eru lungnaígræðslur.“ Landspítalinn mætti einfaldast Væri Yale-spítalinn góð fyrirmynd fyrir Ísland? „Ég er ekki viss um það,“ segir Arnar. „Ég held í rauninni að Landspítali eigi fyrst og fremst að byggja sig upp í að vera góður almennur spítali.“ Það hafi hann séð þegar hann hafi fylgst með flóknum aðgerðum sem gerðar eru einu sinni eða tvisvar á ári hér á landi. „Þjónustan væri betri með því að senda sjúklinga úr landi, hvort sem það er í sérgrein minni eða öðrum,“ segir hann. Arnar Geirsson er yfirlæknir og prófessor hjartaskurðdeildar Yale í Bandaríkjunum. Hann vann hér á landi á árunum 2012 til 2016 en sneri þá aftur út á eftir tækifær- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.