Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 26
520 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106
Y F I R L I T
þegar hafa verið greindir með áhættuþætti hjarta- og æðasjúk-
dóma, svo sem hækkaðan blóðþrýsting, sykursýki 2 eða offitu, og
sofa að jafnaði minna en 6 klukkustundir á nóttu eru tvisvar sinn-
um líklegri til þess að deyja úr hjartasjúkdómi eða heilablóðfalli en
þeir sem sofa lengur og hafa betri svefngæði.70
Með það að markmiði að draga úr dauðsföllum tengdum hjarta-
og æðasjúkdómum er aukin áhersla á góðan svefn og meðhöndl-
un svefnsjúkdóma mikilvæg.71 Ráðlögð meðferð við kæfisvefni,
öndunaraðstoð, hefur sýnt sig að hafa jákvæð áhrif á æðaþel og
ónæmiskerfi gegnum lækkun á hs-CRP, IL-6 og TNF-a,72-74 lækk-
ar blóðþrýsting,54,75 hefur jákvæð áhrif á blóðsykurstjórnun,76
dregur úr líkum á hjartsláttartruflunum77 og hugsanlega alvar-
legum afleiðingum hjarta- og æðasjúkdóma eins og hjarta- og
heilaáfalla.70,78,79 Samkvæmt klínískum leiðbeiningum er hugræn
atferlismeðferð fyrsta skref til að bæta svefngæði og lengja svefn-
tíma.80,81 Með hugrænni atferlismeðferð má meðal annars draga úr
streitustigi og hafa þannig jákvæð áhrif á bæði svefngæði og lengd
svefntíma, sem sýnt hefur verið fram á að bætir sykurefnaskipti,
dregur úr offitu og hefur jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið.82-86
Umræður
Þrátt fyrir aukna þekkingu á mikilvægi svefngæða er takmörkuð
umræða meðal lækna um neikvæðar afleiðingar af stuttum og/
eða óreglulegum svefni og áhrif ómeðhöndlaðra svefnsjúkdóma
á heilsu, líðan og lífsgæði. Höfundar taka undir það sjónarmið
að of lítil áhersla sé lögð á mikilvægi þess að greina og með-
höndla svefnsjúkdóma eins og aðra langvarandi sjúkdóma.3,6-8,12,64
Einnig er áhyggjuefni hversu lítið er fjallað um svefn og svefn-
tengda sjúkdóma í hefðbundnu læknanámi,87 sem leiðir til þess
að læknar útskrifast með takmarkaða þekkingu á hlutverki svefns
og hvernig markvisst megi nálgast mat á svefngæðum og svefn-
framleitt í hvítum fituvef og hefur margþætt áhrif á efnaskipti
og á hjarta- og æðakerfið. Offita, sérstaklega kviðfitusöfnun,
hefur truflandi áhrif á framleiðslu á adiponektíni sem minnkar.
Áhrif adiponektíns á blóðþrýstingsstjórnun er talin vera gegnum
bólgueyðandi áhrif sem koma í veg fyrir að skemmdir myndist
í æðaþeli og með letjandi áhrifum adiponektíns á sympatíska
taugakerfið.59 Komið hefur í ljós að hækkun á adiponektíni í
sermi minnkar líkur á háþrýstingi og að með hækkun um 1,0
µIU/ml á serum adiponektíni má minnka líkur á háþrýstingi um
6%.60,61 Offitu fylgir oft veruleg skerðing á svefngæðum og tíðni
kæfisvefns eykst. Þegar adiponektín-gildi fólks með kæfisvefn
eru borin saman við samanburðarhóp, samsettan af einstakling-
um sem ekki eru greindir með svefnsjúkdóm en með sambæri-
leg blóðþrýstings- og blóðsykurgildi og eru í sambærilegri þyngd
og á sama aldri, eru adiponektín-gildi þeirra sem hafa kæfisvefn
marktækt lægri.62 Óskilvirk meðferð svefnsjúkdóma og lélegra
svefngæða getur þannig haft margvísleg áhrif á orkuefnabúskap
líkamans, stuðlað sykursýki 2, valdið blóðfituröskun, hækkun á
blóðþrýstingi, þyngdaraukningu og offitu (mynd 2).2,3,5-8, 36,63,64
Áhrif á dánartíðni
Stuttum svefni og/eða lélegum svefngæðum fylgir aukin virkni í
örvandi hluta ósjálfráða taugakerfisins. Sú hækkun sem verður á
kortisóli virkjar bólguferla og hefur neikvæð áhrif á ónæmiskerfið
sem aftur getur aukið líkur á ýmsum sjúkdómum.65,66 Rannsóknir
undanfarinn áratug hafa á sannfærandi hátt sýnt fram á að léleg
svefngæði og öfgar í svefnlengd (minna en 6 klukkustundir eða
meira en 9 klukkustundir) hafa bólgumyndandi áhrif (hækkun á
Interleukin-6 (IL-6), tumor necrosis factor-a (TNF-a), high-sensity
C-reactive protein, (hs-CRP) sem getur aukið dánartíðni af marg-
víslegum orsökum.67-69 Ennfremur hefur komið í ljós að þeir sem
Mynd 2. Áhrif svefnsjúkdóma og lélegra svefngæða á orkubúskap og efnaskipti.