Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 31
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 525
F R É T T I R
Metþátttaka á
Heimilislæknaþingi
Yfir hundrað heimilislæknar flykktust á Heimilislæknaþingið 2020.
Þeir hafa aldrei verið fleiri. Ráðstefnan var rafræn. Erindi Elínar Helgu
Þórarinsdóttur var valið það besta í ár
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
„Þetta kom mér mjög skemmtilega á
óvart enda fundust mér svo mörg erindi
vera áhugaverð og vel unnin á þinginu,“
segir Elín Helga Þórarinsdóttir, sérnáms-
læknir í heimilislækningum. Á þinginu,
sem haldið var rafrænt 16.-17. október,
fjallað hún um íþyngjandi dagsyfju hjá
kæfisvefnssjúklingum og fékk viðurkenn-
ingu fyrir besta erindið.
Rannsóknir Elínar sýna að eingöngu
17,6% kæfisvefnssjúklinga lýsa ekki syfju,
en rétt um helmingur þeirra sem það ger-
ir er líklegur bæði til að sofna eða dotta
eða upplifa dagsyfju. Syfja hafi minnkað
markvert hjá þeim sem noti svefnöndunar-
vélina.
„Hafa þarf í huga að um helmingur
kæfisvefnssjúklinga er með mikla dagsyfju
sem getur haft alvarlegar afleiðingar,
svo sem aukið líkur á slysum og dregið
verulega úr lífsgæðum viðkomandi,“ segir
Elín. „Sem betur fer lagast dagsyfjan yfir-
leitt við meðferð með svefnöndunarvél en
ef hún gerir það ekki er mikilvægt að huga
að öðrum þáttum sem geta valdið syfju
óháð kæfisvefninum.“
Hún segir rannsóknarteymið, sem þeir
Thor Aspelund og Þórarinn Gíslason skipa
auk hennar, einnig hafa skoðað mismun-
andi aðferðir til að mæla dagsyfju. „Við
sáum að það skipti töluverðu máli hvaða
aðferð var notuð. Ef notaður var bara hinn
hefðbundni Epworth-syfjuskali sem metur
líkur á að dotta eða sofna, þá varð það til
þess að nokkuð stór hluti kæfisvefnssjúk-
linga, sem upplifir dagsyfju án þess að
dotta eða sofna, var vangreindur. Þetta
höfum við einnig sýnt fram á hjá einstak-
lingum í almennu þýði og birtum þá grein
í Journal of Sleep Research í fyrra“ segir hún.
Berglind Gunnarsdóttir, formaður
fræðslunefndar Félags heimilislækna og
heimilislæknir á Sólvangi í Hafnarfirði,
segir Heimilislæknaþingið hafa gengið
vonum framar í ár. „Það jákvæða við að
halda ráðstefnuna með fjarfundabúnaði er
að aldrei hafa fleiri mætt.“ Yfir 100 skráðu
sig inn þegar mest var og oft fleiri en einn
á bak við hverja innskráningu. Innskrán-
ingarnar voru 80 á laugardeginum.
„Fag okkar lækna er þannig að
breytingar gerast hratt og því þörf á
endurmenntun,“ segir hún. Mikilvægt
hafi því verið að halda þingið þrátt fyrir
kórónuveirufaraldurinn. Hún vonar að
hægt verði að hittast sem fyrst og styrkja
böndin. „Þótt það sé viss kostur að vera
í fjartengingu eru allir sammála um að
vilja fara aftur í gamla formið, en þó með
möguleika á að hafa fjartengingu líka,“
segir hún.
Læknadagar verða rafrænir í ár. Það er ákvörðun
stjórnar Fræðslustofnunar félagsins. „Ástandið í
samfélaginu býður ekki upp á annað,“ segir Reynir
Arngrímsson, formaður Læknafélagsins. Árlega
hafa um 900 skráð sig á Læknadaga og 450-500
komið saman á hverjum degi.
„Við erum spennt að sjá hvaða áhrif fjarfundur
hefur á Læknadaga,“ segir Reynir. „Það verða þrjú
málþing í gangi á hverjum tíma og því 6 á hverjum
degi auk tveggja hádegisfunda.“ Taka á erindin
upp. „Við stefnum á að þau verði aðgengileg í
mánuð. Fólk á því ekki að missa af neinu.“
Læknadagar 2021 rafrænir
Kynjahlutfall í stjórnum, nefndum og
ráðum félagsins árið 2020 er 53%, körlum
í vil. Karl fer með formennsku stjórna,
nefnda og ráða í 75% tilvika og kona í 25%
þeirra. Tölurnar eru birtar í fyrsta sinn
og koma fram í ársskýrslu félagsins, en
konur eru tæp 43% félagsmanna LÍ, karlar
tæp 57%.
„Ég lít svo á að það sé eðlilegur þáttur
að varpa ljósi á þennan halla og fylgja eft-
ir að það verði breytingar,“ segir Ólöf Sara
Árnadóttir, handaskurðlæknir og formað-
ur samskipta- og jafnréttisnefndar.
Stjórn Læknafélagsins hefur sam-
þykkt jafnréttisstefnu fyrir félagið. Hún
er komin á heimasíðuna og var kynnt á
rafrænum aðalfundi félagsins 29. október.
Nefndin leiddi vinnuna við jafnréttis-
stefnuna en hún var skipuð haustið 2018 í
kjölfar #metoo-yfirlýsingar lækna. Öll að-
ildarfélög LÍ eiga tvo fulltrúa í henni.
„Við erum stolt af því að hafa komið
jafnréttisstefnunni til leiðar. Hún á að
vera lifandi skjal og laga sig að breyttum
tímum. Vonandi sjáum við hana í fram-
tíðinni verða að alhliða mannréttinda-
stefnu, því þetta fléttast allt saman,“
segir Ólöf Sara.
Læknafélagið setur sér jafnréttisstefnu
Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands
og formaður stjórnar Fræðslustofnunar.
Berglind Gunnarsdóttir, for-
maður fræðslunefndar Félags
heimilislækna.
Elín Helga Þórarinsdóttir,
sérnámslæknir í heimilis-
lækningum.
Ívið fleiri karlar sitja í stjórnum, nefndum og ráðum hjá
Læknafélaginu en konur. Þeir veljast frekar í forystuhlutverk
þeirra, eða í 75% tilvika.
Kynjahlutfall í stjórnum,
nefndum og ráðum hjá LÍ.
Í forystuhlutverki.