Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 39
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 533
Einmanaleikinn ekki aðeins á tíma
kórónuveirunnar
,,Í vetur, þegar COVID-19 kom upp, urð-
um við vör við að töluvert margir aldraðir
upplifðu mikinn einmanaleika og kvíða,
vandamál sem var þegar til staðar varð
alvarlegra. Afar og ömmur búa ekki leng-
ur inni á heimilum afkomendanna, það
er löngu liðið. Augu fólks beindust að
þessum vanda út af COVID og ástandið
var erfitt í vor. Við þurftum að loka okkar
deild, en nú í haust höfum við ákveðið að
hafa opið og nýta allar þær varúðarráð-
stafanir sem unnt er að grípa til og þær
eru gríðarlegar. Í upphafi faraldursins
var lögð mest áhersla á að verja fólk fyrir
líkamlegum áhrifum COVID, en andleg
líðan og einangrun geta líka verið heil-
brigðisvandamál. Fólk tapar færni, fer
ekki úr út húsi, hreyfir sig ekki, einangr-
ast heima, nærist ekki, hittir ekki vini og
ættingja og koðnar niður. Sums staðar var
dagþjálfun lokað í vor en annars staðar
ekki. Við sáum merkjanlegan mun á hóp-
unum sem nutu dagþjálfunar og þeirra
sem gerðu það ekki. Sáum fólk sem hafði
lést gríðarlega, misst færni til venjubund-
inna athafna og var skelkað. Tölvufærni
margra aldraðra er takmörkuð eða engin
og það eykur bæði á einangrunina og
útilokar þá frá því að sækja sér ýmsa
þjónustu, svo sem að geta pantað sér mat
gegnum netið. Öryggið skiptir enn sem
fyrr mestu máli en á þessu ástandi þarf
að finna lausn og búseta á sambýlum
aldraðra hefði getað komið í veg fyrir ein-
angrun.
Hjá okkur er staðan sú að hér mynduð-
ust biðlistar og ásóknin jókst, tilvísunum
fjölgaði. Það mun taka tíma að vinda ofan
af þessu.
Við ákváðum að gera örkönnun meðal
skjólstæðinga okkar til að fá staðreynd-
irnar á borðið og staðfesta þá tilfinningu
sem við höfum fyrir ástandinu. Við sjáum
til dæmis að næstum því 70% segja að
COVID hafi breytt þeirra daglegu rútínu
og um 80% segja að COVID hafi haft
áhrif á líðan þeirra til hins verra. Um 95%
segjast hitta vini og ættingja minna en
áður. Mér finnst það skylda mín að leggja
fram upplýsingar um hvert ástandið er
hjá öldruðum, það er fyrsta skrefið til
breytinga.
Í sjálfu sér vitum við margt um hvern-
ig má bæta stöðu aldraðra. Þar skiptir
bæði máli aðgangur að aðila sem er
tengiliður og samhæfir þjónustuna, vax-
andi teymisvinna milli ólíkra aðila heil-
brigðis- og félagsþjónustu og fjölbreyttari
búsetuform. En okkur vantar alltaf fleira
heilbrigðisstarfsfólk í öldrunarþjónustu.
Ég bind miklar vonir við sérnámið í
öldrunarlækningum, þetta er ein besta
sérgrein sem hægt er að læra, fjölbreytt,
kostur á sérhæfingu og auk þess eitt
helsta framtíðarviðfangsefni heilbrigðis-
þjónustunnar.“
Anna Björg í anddyri Landakots-
spítalans. Mynd/aób
Snögg umskipti á Landakoti
Frá því viðtalið við Önnu Björgu Jóns-
dóttur var tekið hafa orðið snögg
umskipti á Landakoti. Umskipti sem
ekki sér fyrir endann á er þetta er ritað,
25. október 2020. Alvarleg hópsýking
var staðfest á spítalanum 22.10. Fjöldi
sjúklinga og starfsmanna hefur þurft
að fara í sóttkví auk þess sem veiku-
stu sjúklingarnir hafa verið færðir á
Landspítala í Fossvogi. Landspítalinn
hefur vegna þessa ástands í fyrsta
sinn verður færður á neyðarstig.