Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 3
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 497
Heimild: 1. Laakso M. Cardiovascular disease in type 2 diabetes from
population to man to mechanisms. Diabetes Care 2010;33(2):442–9.
▼
PP-XAR-IS-0013-1 Janúar 2020 XARD0251 – Bilbo
Xarelto fyrir sjúklinga
með gáttatif og sykursýki
Yfir 70 % sjúklinga
með sykursýki látast af
völdum hjarta- og æðatilfella,
þ.m.t. heilaslagi1
„ Ég vissi ekki
að sykursýki og
gáttatif gætu
valdið heilaslagi
og auk þess
skaðað nýrun!“
XARD0251 SPAF + diabetes ad A4 IS.indd 1 2020-01-24 08:54
Hlíðasmára 8
201 Kópavogi
sími 564 4104
Útgefandi
Læknafélag Íslands
Ritstjórn
Magnús Gottfreðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Elsa B. Valsdóttir
Gerður Gröndal
Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir
Margrét Ólafía Tómasdóttir
Magnús Haraldsson
Sigurbergur Kárason
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@lis.is
Auglýsingar
Sólveig Jóhannsdóttir
solveig@lis.is
Umbrot
Margrét E. Laxness
melax@lis.is
Prófarkalestur
Aðalsteinn Eyþórsson
Upplag
1900
Prentun og bókband
Prenttækni ehf.
Vesturvör 11
200 Kópavogi
Áskrift
21.900,- m. vsk.
Lausasala
2190,- m. vsk.
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og
geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem
á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum
hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar
(höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda
gagnagrunna: Medline (National Library of
Medicine), Science Citation Index (SciSearch),
Journal Citation Reports/Science Edition, Scop-
us og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala.
The scientific contents of the Icelandic Medical
Journal are indexed and abstracted in Medline
(National Library of Medicine), Science Citation
Index (SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
„Mikill meirihluti er
sammála aðgerðum”
Alma hefur sannarlega staðið í ströngu undan-
farnar vikur og mánuði. Hún segir þriðju bylgju
COVID-19 faraldursins hafa komið svolítið aftan
að heilbrigðisyfirvöldum og hana megi rekja til
einstaklings sem kom til landsins í ágúst eins og
áður hefur komið fram.
„Við töldum okkur vera að ráða niðurlögum
annarrar bylgjunnar sem var frekar lítil þegar sú
þriðja skall á okkur. Mér finnst ótrúlegt til þess
að hugsa að við fengum þessa óvæntu útbreiðslu
faraldursins út frá einum einstaklingi. Við rað-
greinum alla og vitum með vissu hvenær veiran
kom til landsins í þessari bylgju og hvað hún hef-
ur náð að dreifa sér síðan kemur verulega á óvart,”
segir Alma og bætir því að vissulega séu nokkur
vonbrigði að grípa hafi þurft til hertari aðgerða að
nýju.
„Við höfum haft að leiðarljósi frá upphafi að
aðgerðir séu ekki harðari en nauðsynlegt er en
það er þó ánægjuefni að svo virðist sem við séum
að snúa þróun bylgjunnar okkur í hag og smitum
sé að fækka. Við erum eitt af þremur löndum í
Evrópu sem er með fækkun smita á milli vikna.
Aðrir eru á leiðinni upp með fjölgun smita.”
- Mun okkur takast að halda þessu niðri þegar
faraldurinn er í vexti allt í kringum okkur?
„Ég held að það verði erfitt en okkur tókst það
í sumar og tvöfalda skimunin á landamærunum
virðist árangursrík. Við misstum nokkuð af smit-
uðum einstaklingum inn í landið með einni skim-
un en ef okkur tekst að halda þessu niðri núna
má leyfa sér einhverja bjartsýni. Við getum aldrei
treyst því fullkomlega að missa ekki smitaða
einstaklinga út í samfélagið en þetta virðist gefa
góða raun. Það er reyndar frekar mild ráðstöfun
að setja fólk í 5 daga sóttkví við komu til landsins.
Til samanburðar má benda á að mörg nágranna-
landa nota 10-14 daga sóttkví.”
Alma segir að þrátt fyrir að farsóttarþreyta
hafi vissulega gert vart við sig í haust og að ýms-
ar skoðanir hafi verið viðraðar á aðgerðum þá sé
mikill meirihluti fólks sammála þeirri stefnu sem
heilbrigðisyfirvöld hafa tekið.
„Könnun Félagsvísindastofnunar staðfestir
það og hér er almennt meiri stuðningur við að-
gerðir heldur en víða annars staðar í Evrópu.”
Hún segir að við verðum að takast á við
veiruna þar til bóluefni kemur fram og almenn
bólusetning getur orðið. „Ég er ekki eins bjartsýn
og þeir sem telja að bóluefni verði tilbúið til notk-
unar í lok þessa árs. Ég tel að það gerist ekki fyrr
en á miðju næsta ári og við þurfum einfaldlega
að viðhafa áfram allar grunnreglur í sóttvörnum
í samfélaginu þangað til bóluefni kemur fram og
bólusetningar eiga sér stað. Við þurfum að vera
viðbúin því að staðbundin smit komi upp og okk-
ar verkefni er að vera viðbúin því og bregðast
hratt og rétt við.”
Alma telur að bóluefni verði tilbúið til notkunar um mitt næsta ár. Mynd/Hávar Sigurjónsson
Alma D. Möller landlæknir segir að rekja megi þriðju bylgju
COVID-19 faraldursins til eins einstaklings
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson