Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 51

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 51
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 545 Sigurður Böðvarsson Dagur í lífi krabbameinslæknis 06:45 Vindasöm nótt í Hafnarfirði. Karl- inn hefur alltaf verið svefnstyggur en nú hélt ég nokkrum sinnum að þakið ætlaði að fjúka af húsinu. Teygi mig í símann, byrja þennan dag eins og aðra daga á að skima ruv.is, mbl.is og visir.is. Þarna er mynd af Barron Trump sem er kominn með COVID. Sá hefur stækkað, ber nú höfuð og herðar yfir foreldra sína. Snarast fram í morgunsturtuna og stíg á baðvogina. Allar tölur í rétta átt, þessi dagur byrjar vel! 07:30 Legg af stað til vinnu. Léttir við að sjá að veraldlegar eigur mínar eru á sínum stað eftir rokið í nótt, – bílarnir, hjólið og kerran. Svíf nú austur á „Töfrateppinu“, – Nissan Leaf rafmagnsbíl. Falleg er morgun- birtan og morgunroðinn yfir Heklu og Eyjafjallajökli. Í útvarpinu Morgunvaktin, rabb um styrjaldarárin og siglingar milli Ís- lands og Danmerkur. Hugurinn hvarflar til Laufeyjar ömmu minnar sem bjó á þessum skelfingarárum í Danmörku. Minnist þess nú að ég hafði lofað Védísi hjá Læknablaðinu að skrifa og senda henni stuttan pistil um „líf í degi læknis“ fyrir 19. október. Ákveð að segja bara frá deginum í dag eins og hann kemur af skepnunni. 8:15 Keyri yfir Ölfusárbrúna. Nýi miðbær- inn á Selfossi sprettur upp, nánast nýtt hús á hverjum degi! Ég hugsa til þess að gaman væri að eiga hér penthouseíbúð, en átta mig á því fljótlega að slíkar vangaveltur eru óþarfar enda sveitasetur mitt, Búrfell í Grímsnesi, í aðeins 15 mínútna fjarlægð frá Selfossi! 8:20 Renni inn á bílaplanið við sjúkrahús- ið á Selfossi. Gaman til þess að hugsa að í bígerð sé að veita okkur 3,1 milljarð til að endurnýja og stækka húsnæðið. 8:25 Mættur í mötuneytið. Fæ mér kaffi og lýsi að venju. Fer yfir stöðu heimsmála með Bjarna Birgissyni bryta. 8:30 Funda með deildarstjórunum Berg- dísi Gunnarsdóttur og Birnu Gestsdóttur. Ræðum uppsetningu á COVID-legudeild ef á þarf að halda. 9:30 Fyrsti sjúklingur á göngudeild. Mað- ur á sextugsaldri með dreift lungnakrabba- mein. Er að svara nýju ónæmislyfjunum eins og best verður á kosið. Hress og kátur. 10:00 Kona á fimmtugsaldri með dreift brjóstakrabbamein kemur í lyfjameðferð. Allt gengur vel nema hvað heimilisköttur- inn er kvefaður. 10:30 Kona á áttræðisaldri með nýgreint dreift lífhimnukrabbamein kemur í lyfja meðferð. Nú minna þanin, laus við ógleðina og líður vel. 11:00 Tæplega áttræð kona með brjóstakrabbamein kemur í lyfjameðferð. Var í endurstigunarrannsóknum í gær og tölvusneiðmynd sýnir verulegan regress. Við erum bæði ánægð með það. 11:30 Tæplega áttræður Eyrbekkingur með vélindakrabbamein kemur í lyfjameðferð. Allt gengur vel. Ræðum listalífið á Bakk- anum. 11:45 Afgreiði 3 símtöl frá sjúklingum. 12:00 COVID-stöðufundur. Staðan á Suðurlandi. 8 ný smit. Góðar kvenfélags- konur ætla að styrkja okkur um eina og hálfa milljón til kaupa á súrefnismælum og súrefnissíum. Mikill er velvilji þeirra. 12:30 Fer yfir nokkra netpósta fram- kvæmdastjórnar vegna tveggja nýsköp- unarverkefna sem eru á döfinni. 12:50 Hádegismatur, lambalæri. Elda- mennska Bjarna bryta er að mestu leyti ábyrg fyrir hinum auknu byrðum sem bað- vogin mín hefur þurft að bera að undan- förnu. 13:00 Fer inn á legudeild og fer yfir inni- liggjandi krabbameinssjúklinga með að- stoðarlæknum. 13:30 Áfram heldur göngudeildin. Maður á sextugsaldri með carcinoid og essential thrombocytosis. Enginn afsláttur á sand- ostatini og Hydrea hér. 14:00 Hitti nýjan sjúkling, konu á átt- ræðisaldri með brjóstakrabbamein. Ræðum lyfja meðferð og bóndi hennar segir mér frá spilamennsku sinni með langafa mínum Böðvari Magnússyni á Laugarvatni hér á árum áður! 14:30 Annar nýr sjúklingur. Tæplega átt- ræður maður nýgreindur með myelodys- plastískt syndrome. Hressum svolítið uppá merginn hans með Aranesp. 15:00 Bið mitt góða skrifstofugengi að ganga frá ráðningu ungs aðstoðarlæknis sem ætlar að koma til okkar í haust. 15:30 Flettifundur fyrir bakvaktina ásamt mínum góða kollega Birni Magnússyni lungnalækni og aðstoðarlæknunum Linds- ey English og Andreu Eggertsdóttur. 16:30 Skima nýjustu emaila. Skipulegg morgundaginn. 17:00 Flýg heim úr vinnu á Töfrateppinu. Vörubíll á hliðinni rétt fyrir austan Hvera- gerði. Sérkennilegt hvernig hægt er að velta bíl á jafnsléttu. 17:45 Kem heim. Svangur. Næ einni lófa- fylli af salthnetum áður en frúin kemur heim úr vinnu og rennir í hlað. 18:00 Við hjónin tökum okkar hefðbundna 30 mínútna göngutúr um miðbæ Hafnar- fjarðar. Milt og fallegt veður, spegilsléttur sjór. 18:40 Karlinn lagar „Parmesanhjúpaðar kjúklingabringur“. Heimilismenn eiga vart nógu sterk lýsingarorð til að lýsa ánægju sinni með eldamennskuna. 20:30 Komnir eru í hús utankjörstaðar- atkvæðaseðlar okkar hjóna vegna kosn- inganna í Bandaríkjunum. Gott er að vera bandarískur ríkisborgari og geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að enda þá firringu sem heltekið hefur okkar annað föðurland undanfarin fjögur ár. 21:00 Tek tvo þætti um Jim Comey fyrrum forstjóra FBI á Síminn-Premium. Feikna góðir þættir. 23:00 Tími til að skríða í koju. 15.10.2020 Framkvæmdastjórn HSU (Cissý B.H. Björgvinsdóttir mannauðsstjóri, Díana Óskarsdóttir forstjóri, Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ari Sigurðsson fjármálastjóri, Sigurður framkvæmdastjóri lækninga).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.