Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 52
546 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106
Óvissa ríkir um framtíðarfyrirkomulag á þjónustu sérfræðilækna
og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) eftir að rammasamningur SÍ rann
út í árslok 2018 og hefur hann ekki verið endurnýjaður. Lækna-
félag Reykjavíkur telur mikilvægt að tryggja nýliðun lækna í
þessum þætti heilbrigðisþjónustunnar sem í raun var stöðvuð
með tilskipun heilbrigðisráðuneytisins árið 2016 og ítrekunum
á því síðar. Sérfræðilæknir höfðaði mál gegn ríkinu í nóvember
2017 til að fá skorið úr um hvort höfnun á umsókn læknisins um
aðild að samningnum á grunni þessa væri lögmæt. Héraðsdómur
Reykjavíkur taldi svo ekki vera með dómi í september 2017 og
ríkið ákvað að áfrýja ekki þeim úrskurði. Formaður LR, Þórarinn
Guðnason, og lögmaður sérfræðilæknisins, Gísli Guðni Hall, eru
spurðir út í stöðuna.
Rekja má upphaf málsins til ársloka 2015 og bréfs velferð-
arráðuneytis fyrir hönd heilbrigðisráðherra til Sjúkratrygginga
Íslands þess efnis að SÍ skyldi stöðva skráningu nýrra lækna
á samninginn frá 1. janúar 2016. Rökin voru þau að ekki hefði
tekist að halda kostnaði vegna rammasamningsins innan heim-
ilda fjárlaga og tilgreinds einingafjölda í samningnum og því
yrði ráðuneytið að grípa til aðgerða til að laga umfang útgjalda
og þjónustu að gildandi samningi og fjárlögum. Jafnframt því
sem skráning nýrra lækna skyldi stöðvuð skyldi auglýst eftir
læknum ef þörf yrði talin á. Þá var SÍ einnig falið að funda með
forsvarsmönnum lækna og koma með tillögur fyrir 1. mars 2016
um hvernig skyldi bregðast við þjónustuaukningu umfram
ákvæði rammasamningsins enda væri það á ábyrgð beggja aðila
að samningurinn væri haldinn hvað þann þátt varðaði. Einnig
var lagt fyrir SÍ að aðilar skoðuðu og settu fram tillögur um
hvernig tryggja mætti þjónustu við nýja sjúklinga.
Faglegt mat fór ekki fram
Í niðurstöðum dómsins kemur fram að óumdeilt sé að ráðherra
hafi lagastoð til að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga og
fjáraukalaga á sínu sviði og grípa til nauðsynlegra ráðstafana í
tengslum við það. Hins vegar verði að líta til fleiri atriða við mat
á þeirri stjórnvaldsákvörðun sem beindist að stefnanda og er þar
einkum litið til ákvæða rammasamnings LR og SÍ. Þar er kveðið
á um að SÍ sé falið að fjalla faglega um umsóknir sérfræðilækna
og gert sé ráð fyrir faglegu mati sameiginlegrar samstarfsnefndar
samningsaðila um þörf á þjónustu sem hafa skuli til hliðsjónar
við afgreiðslu umsókna nýrra sérfræðilækna sem óska eftir aðild
að samningnum. Segir meðal annars eftirfarandi í niðurstöðu
dómsins:
„Fyrirmæli heilbrigðisráðherra, reist á yfirstjórnunarheimild-
um, sem birtust meðal annars í bréfi velferðarráðuneytisins 26.
apríl 2017, voru þess eðlis að með þeim var verulega þrengt að
faglegu mati Sjúkratrygginga Íslands á stefnanda sem umsækj-
anda og þörf fyrir sérgreinalæknisþjónustu hennar. Hið sama
á við um samspil umsóknarinnar við hagsmuni hinna sjúkra-
tryggðu og starfsemi, rekstur og gæði heilbrigðiskerfisins í víðum
skilningi. Fjárhagslegar ástæður sem vörðuðu útgjöld ríkissjóðs
lágu til grundvallar fyrirmælum heilbrigðisráðherra. Fyrirmælin
voru ekki í nægjanlegu samræmi við áskilnað löggjafans um
faglegt mat sem átti að viðhafa við mat á umsókn stefnanda,“ og
segir einnig í dóminum að fyrirmælin hafi verið andstæð því sem
til var ætlast samkvæmt rammasamningnum. Leiddi þetta til
þess að ekki fór fram fullnægjandi mat á umsókninni með tilliti
til þeirra fjölmörgu faglegu þátta sem skiptu máli við úrlausn á
umsókninni. „Með þessu var brotið gegn lögmætisreglunni og
meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat stjórnvalda.“
Mikilvægast að tryggja nýliðun lækna
Þórarinn Guðnason var spurður hvort það hafi komið á óvart að
ríkið skyldi ekki áfrýja dóminum?
„Það kom ekki á óvart að dómnum var ekki áfrýjað, málið var
skýrt, dómurinn vel rökstuddur og litlar líkur, að mati flestra, á
að áfrýjunardómstóll hefði komist að annarri niðurstöðu. Slíkt
hefði því bara tafið málið og með drætti í mánuði eða ár í viðbót
hefði ríkið lítið grætt enda samningurinn um það bil að renna sitt
skeið. Samningurinn rann svo út 31. des 2018 og ný staða var þá
komin upp. Þannig að fáum vikum eftir að dómurinn féll voru
ekki bara þessir 8 læknar sem stóðu að málarekstrinum heldur
allir sérfræðilæknar orðnir samningslausir og eru það enn tæp-
um tveimur árum síðar.“
Þórarinn segir að mikilvægasta atriðið hafi verið að tryggja
nýliðun lækna. Læknum hafi staðið til boða framlenging á samn-
ingi til 18 mánaða frá ársbyrjun 2019 en sá samningur hafi verið
alveg óaðgengilegur þar sem nýliðun lækna hefði verið stöðvuð
með honum rétt eins og hin umdeilda tilskipun hefði gert. „Þess
vegna kom ekki til greina að samþykkja slíka framlengingu. Þá
var betra, bæði fyrir okkur og sjúklingana, að vera utan samnings
enda geta nýir læknar komið til starfa í slíku umhverfi.“
Óvissa um framtíðarfyrirkomulag
á þjónustu sérfræðilækna
Sérfræðilæknir höfðaði mál gegn ríkinu til að fá skorið úr um hvort höfnun á umsókn um
aðild að samningi Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur væri lögmæt.
Hér er farið yfir málið og formaður LR, Þórarinn Guðnason, og lögmaður sérfræðilæknisins,
Gísli Guðni Hall, spurðir út í stöðuna
■ ■ ■ Jóhannes Tómasson