Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 13

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 13
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 507 R A N N S Ó K N eftir því hvort þeir telja fjárhagsstöðu fjölskyldunnar frekar eða mjög góða (67,6%), hvorki góða né slæma (28,7%) eða frekar eða mjög slæma (3,6%). Pearsons kí-kvaðrat próf (χ2) var notað við útreikninga á töl- fræðilega marktækni. Prófið er tvíbreytupróf og metur hvort marktækur munur er á milli mismunandi hópa í tíðnitöflum. Prófið mælir hins vegar ekki styrkleika sambanda.27 Miðað var við 95% vikmörk. Tölfræðiforritið IBM SPSS statistics 26 var notað við greiningu gagnanna. Niðurstöður Tafla I sýnir niðurstöður mælinga á tengslum milli umfangs vinnu með skóla og geðrænu þáttanna áður en tekið var tillit til lýðfræði- legu þáttanna sem skoðaðir voru. Hún sýnir marktæk tengsl milli umfangs vinnu með skóla og 5 af 6 þáttunum sem mælt var fyrir. Ungmenni sem vinna mikið með skóla (28,0%) eru líklegri til að búa við fjölþætta geðræna vanlíðan en ungmenni í hóflegri vinnu (19,9%) og ungmenni sem vinna ekki með skóla (17,2%). Einnig sýn- ir taflan að ungmenni sem vinna mikið með skóla eru marktækt líklegri til að vera stundum eða oft þreytt eftir fullan nætursvefn, finna oft eða stundum fyrir svefnleysi, þunglyndi og áhyggjum eða aldrei. Hér voru 5 einkenni geðrænnar líðanar skoðuð; þreyta eftir fullan svefn, svefnleysi, þunglyndi, kvíði eða spenna og áhyggjur eða dapurleiki. Að auki var lagt heildarmat á geðræna vanlíðan með því að leggja öll einkennin 5 saman og þeir svar- endur sem hafa fundið oft eða stundum fyrir fjórum eða fimm einkennum á síðastliðnum 12 mánuðum taldir búa við fjölþætta geðræna vanlíðan. Umfang vinnu með skóla var mælt með því að skipta þeim svarendum sem voru í skóla (1250, eða 94,6%) niður í þrjá hópa þeirra sem unnu ekki með skóla (53,6%), unnu hóflega með skóla (28,9%) og unnu mikið með skóla (17,5%). Fyrri rann- sóknir á vinnu ungmenna hafa sýnt að áhrif umfangs vinnu þessa aldurshóps á líðan helgast ekki eingöngu af lengd vinnuvikunnar heldur einnig af sveigjanleika vinnutímans.18 Að vinna mikið með skóla var því skilgreint sem að vinna meira en 12 klukkustundir á viku og hafa fastan vinnutíma, en að vinna hóflega með skóla að vinna 12 klukkustundir á viku eða minna með skóla og/eða að hafa ekki fastan vinnutíma. Svarendum var skipt í þrjá aldurs- hópa, 13-15 ára (50,2%), 16-17 ára (30,5%) og 18-19 ára (19,4%). Yngri aldursflokkarnir tveir falla undir reglur um vinnu barna og ung- linga, sem tryggir þeim sérstaka vinnuvernd umfram fullorðna,17 en elsti aldurshópurinn stendur jafnfætis fullorðnum hvað vinnu- verndarréttindi varðar. Svarendum var einnig skipt í þrjá hópa Tafla I. Hlutfall (%) 13-19 ára sem hafa stundum eða oft fundið fyrir geðrænum einkennum á síðustu 12 mánuðum eftir umfangi vinnu með skóla. Einkenni Ekki í vinnu Í hóflegri vinnu Í mikilli vinnu Samtals Kí-kvaðrat próf n Fjölþætt geðræn vanlíðan 17,2 19,9 28,0 19,9 p = 0,005** 1086 Þreyta eftir fullan svefn 41,4 46,7 56,9 45,7 p = 0,001** 1110 Svefnleysi 28,0 31,3 40,0 31,0 p = 0,007** 1115 Þunglyndi 15,9 19,6 27,3 19,0 p = 0,002** 1095 Kvíði eða spenna 42,4 44,4 46,4 43,7 p = 0,578 1113 Áhyggjur eða dapurleiki 32,7 37,3 45,6 36,3 p = 0,005** 1110 *p≤0,05, **p≤0,01 Tafla II. Hlutfall (%) 13-19 ára sem hafa stundum eða oft fundið fyrir geðrænum einkennum á síðustu 12 mánuðum eftir umfangi vinnu með skóla, skipt eftir kyni. Einkenni Kyn Ekki í vinnu Í hóflegri vinnu Í mikilli vinnu Samtals Kí-kvaðrat próf n Fjölþætt geðræn vanlíðan Stelpur 23,3 23,7 35,8 26,0 p = 0,022* 589 Strákar 11,2 14,6 15,1 12,7 p = 0,502 497 Þreyta eftir fullan svefn Stelpur 46,8 52,1 62,0 51,5 p = 0,018* 604 Strákar 36,1 39,1 48,6 38,7 p = 0,140 506 Svefnleysi Stelpur 29,4 34,7 46,7 34,5 p = 0,004** 603 Strákar 26,6 26,3 29,3 27,0 p = 0,879 512 Þunglyndi Stelpur 19,7 22,6 36,7 24,1 p = 0,001** 590 Strákar 12,3 15,3 12,2 13,1 p = 0,686 505 Kvíði eða spenna Stelpur 51,5 53,4 55,4 52,9 p = 0,776 601 Strákar 33,6 31,6 32,0 32,8 p = 0,909 512 Áhyggjur eða dapurleiki Stelpur 42,3 43,2 56,7 45,4 p = 0,021* 601 Strákar 23,5 28,8 28,0 25,5 p = 0,444 509 *p≤0,05, **p≤0,01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.